Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 33

Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 33
25 skrokkar með fitu á hrygg frá 20-23 mm og fitu á bóg yfir 37 mm. Af töflu 26 sést að meðalþungi sláturgrísa sem fara í afurðaflokk Grís I er 55,6 kg en fallþunginn þyrfti að vera 60-70 kg til þess að framleiðslukostnaðurinn sé í lágmarki. Einnig er vitað að aldur þessara sláturgrísa er allt frá 200-220 dagar hjá meirihluta svínabænda. Niðurstöður afkvæmarannsókna og skýrslur sláturleyfishafa sýna að færustu og áhugasömustu svínabændumir eiga ekki í neinum vandræðum með að framleiða næstum eingöngu sláturgrísi sem fara í afurðaflokka Grís I* og Grís I. Hjá allra færustu og áhugasömustu svínabændunum sem kunna að nýta sér niðurstöður afkvæmarannsókna og skýrsluhalds er fallþungi áðumefndra sláturgrísa á bilinu 60- 65 kg og aldur við slátmn 170-190 dagar. Mælingar í sláturhúsum sýna að kjötmatsmenn vinna sitt verk samviskulega. Flest allir svínabændur, sem merkja grísi hafa fengið og geta fengið yfirlit yfir fituþykkt grísa og aðrar athugasemdir, sem þeir geta notað við val undaneldisdýra. Því miður em einungis 15-20 svínabændur, sem merkja grísi sína og em með viðunandi skýrsluhald. Þetta er m.a. skýringin á þessum mikla mun sem er á kjötgæðum sláturgrísa frá hinum ýmsu svínabúum og um leið afkomu svínabúanna. Óhætt er að fullyrða það gæðamat á svínakjöti, sem öðlaðist gildi 1. september 1988 hafi reynst mjög vel og fallið neytendum vel í geð samanber áðurnefnd neytendakönnun frá haustinu 1989 (Neytendablaðið 4. tbl., 1989). Helsti anmarki á núverandi kjötmatsreglum virðist vera að allmargir sláturleyfishafar nota Ktt eða ekki afurðaflokk Grís I* eins og ætlast var til. Skynsamlegt væri að gera kröfumar fyrir þennan afurðaflokk ótvíræðari þannig að í stað 55 kg fallþunga komi t.d. 60 kg og að kröfur um útlit skrokksins og verkun sé góð í stað óaðfinnanleg eins og kveðið er á í núverandi kjötmatsreglum. Varðandi kláðasýkingar er óverjandi gagnvart neytendum að gera breytingar á núverandi kjötmatsreglum, en samkvæmt þeim fara slíkir skrokkar í afurðaflokk Grís III.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.