Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 50
Kynbætur 1997
40
Erfðafræðilegur stöðugleiki vallarfoxgrass við mismunandi veðurfar
og ræktun (132-9279)
Markmið verkefnisins er tvíþætt: í fyrsta lagi að skýra áhrif mismunandi veðurfars og
meðferðar á erfðafræðilega samsetningu og stöðugleika vallarfoxgrass og að meta vöxt og
þroska einstakra arfgerða við þessi skilyrði. í öðm lagi að lýsa hugsanlegum breytingum á
ræktunareiginleikum og erfðafræðilegri samsetningu vallarfoxgrass þegar fræ er ræktað við
önnur skilyrði en þau sem stofninn er aðlagaður. Gerð hefur verið grein fyrir verkefninu áður
(Jarðræktarrannsóknir 1993, bls. 43).
Mati á stökum plöntum er lokið og verður uppgjör gert sameiginlega úr niðurstöðum
frá öllum tilraunastöðunum.
Einn liður í verkefninu er að meta arfgengi þeirra breytinga sem orðið hafa við hin
ýmsu ræktunarskilyrði. Því hafa verið myndaðar afkomendafjölskyldur úr stofnunum fjórtán.
Em það tveir frá hverjum hinna sex tilraunastaða auk uppmnalega fræstofnsins og þriðju
kynslóðar eftir fræræktmeðferð. Var þeim sáð á Korpu í 3 m2 smáreiti ásamt viðmiðunar-
stofnum (Öddu, Vega, Jonatan og Tuukka) þann 4. júlí 1996. Endurtekningar em þrjár.
Borið var á 14.5. 120 kg N/ha og 23.7. 60 kg N/ha hvort tveggja í Græði 6. Slegið var
7.7. og 15.8. og uppskera mæld.
Uppskera hkg/ha
l.sl. 2. sl. Alls
Apukka 1 71,3 19,8 91,1
- 2 72,8 19,6 92,5
Röbácksdalen 1 71,2 16,0 87,1
- 2 79,1 17,7 96,7
Holt 1 77,2 18,8 96,0
- 2 73,7 17,1 90,1
Korpa 1 69,6 18,1 87,7
- 2 76,8 18,3 95,1
Vágönes 1 66,5 17,6 84,1
- 2 71,4 18,7 90,0
H0jbakkegárd 1 80,0 17,7 97,8
- 2 70,9 15,8 86,7
Upprunalegur massastofn 70,0 17,3 87,3
Fræræktaður massastofn 75,1 20,8 95,8
Adda 70,2 16,1 86,3
Vega 74,9 17,3 92,2
Jonatan 75,5 19,1 94,7
Tuukka 68,8 17,6 86,4
Meðaltal 73,1 18,0 91,0
Staðalsk. mismunarins 5,67 1,37 6,36