Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 52

Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 52
Kynbætur 1997 42 Hybridization) aðferð. Hugsanlega verður hægt að nota þreifarana sem merkigen við ákveðna eiginleika meltegundanna í ræktun, sem hægt verður að nýta í kynbótum á melhveiti. Verkefnið er meistaraprófsverkefni Sigríðar Klöm Böðvarsdóttur og styrkt af Rann- sóknanámssjóði (1996-1997). Elymus hveiti (132-9950) Tilraunir til aðgreiningar kjarrhveitistofna (Elymus caninus) frá íslandi, Svíþjóð og Finnlandi benda eindregið til þess að íslensku stofnamir séu erfðafræðilega frábmgðnir stofnunum frá Finnlandi og Svíþjóð, en þeir em innbyrðis líkir. Verið er að kanna innbyrðis erfðatengsl kjarrhveitis og bláhveitis (E. alaskanus) á Islandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann í Svalöv, Svíþjóð og við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og styrkt af Norræna Genbankanum (sjá Jarðræktar- rannsóknir 1996). Tegundablöndun birkis og fjalldrapa (132-9323) Tegundablöndun birkis og fjalldrapa, svo nefnt erfðaflæði, gerist í náttúmnni, en umfang hennar hefur ekki verið rannsakað. Markmið verkefnisins er að reyna að lýsa betur með kynbóta- og litningaaðferðum hversu mikið erfðaflæðið er og meta þau áhrif sem það hefur haft á millistig tegundanna og aðlögun í íslensku birki. Þegar hafa verið framleidd fræ og plöntur af kynblendingum fjalldrapa og birkis og þróaðar aðgerðir til að rannsaka litninga og erfðaefnið nákvæmlega. Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði Rannís 1996-1997. Samstarfsverkefni (132-9366) Skógræktarrannsóknir Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá hefur aðstöðu á RALA til að vinna að verkefni þar sem beitt er sameindaerfðafræðilegri aðferð til að meta erfðabreytileika sitkalúsar (.Elatobium abietinum) sem er mikill skaðvaldur í skógrækt. Verkefnið er liður í fjölþjóðaverkefni og styrkt af Vísindasjóði Rannís og Evrópu- sambandinu.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.