Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 58

Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 58
Matjurtir 1997 48 Rotsjúkdómar í íssalati (134-1213) Sumrin 1996 og 1997 stóð yfir á Korpu tilraun með ræktun íssalats og notkun sveppalyfja til þess að stemma stigu við rotnun á salathausunum. Rotnun hefur verið meginvandamálið í ræktun íssalats hér á landi og hefur orðið þess valdandi að garðyrkjubændur hafa yfirleitt gefist upp á ræktun þess. Því var tilraun þessi gerð. Jarðvegur var að hluta smitaður með smitaðri mold úr garði þar sem salat hafði áður verið ræktað. Árið 1997 var tilrauninni skipt í fjóra einfalda liði með 48 plöntum. 1. Ósmitaður liður og ekki meðhöndlaður með sveppalyfi. 2. Smitaður liður og ekki meðhöndlaður með sveppalyfi. 3. Smitaður liður og vökvaður með seppalyfi (Ronilan) 7. júlí. 4. Liður þar sem plantað var í gegn um svartan plastdúk. Ekki meðhöndlað með sveppalyfi. Mánaðargömlum plöntum var plantað út 20. júní. Trefjadúkur var yfir öllum liðum þar til skorið var upp 26. ágúst. Niðurstöður urðu þær að plöntur í öllum liðum voru nokkuð rotnaðar af völdum grámyglu, í 3. lið þó áberandi minnst og 4. lið mest. Meðalþungi hausa var sem hér segir: í 1. lið 740 g, í 2. lið 508 g, í 3. lið 747 g og í 4. lið 584 g. Sumarið 1997 var tilraun gerð með fleiri tegundir sveppalyfja. Þau voru Ronilan, Tecto og Rovral. Þrjár endurtekningar með 32 plöntum í hverri voru í hveijum lið, allir liðir smitaðir. Plantað var út 13. júni og uppskorið var í fyrstu viku september. Þyngd hausa var að meðaltali sem hér segir: Ronilan liður 580 g Tecto liður 601 g Rovral liður 645 g Ómeðhöndlaður liður 530 g Þrátt fyrir óverulegan mun í uppskeru var mikill munur á liðunum þegar talinn var fjöldi rotinna hausa eins og sést á súluritinu. O Heilbrigðar ■ Rotnar Ronilan Rovral Tecto Ómeðh. Rot er áberandi minnst í liðnum sem meðhöndlaður var með Rovral, en Ronilan meðhöndlun kom einnig vel út. Tecto virðist aftur á móti hafa lítil vamaráhrif. Ronilan er nú að falla út af lista yfir leyfð efni á markaði hér og nauðsyn er að finna nýtt efni sem komið getur í stað þess. Niðurstöður þessarar tilraunar benda til þess að Rovral sé síst verri kostur.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.