Fjölrit RALA - 06.06.1998, Qupperneq 60
Iðnaðarplöntur 1997
50
Línræktun (132-9342)
Lagðar voru út fjórar tilraunir með lín sumarið 1997, á Korpu, Þorvaldseyri, Birtingaholti og
Hvanneyri. Ræktunin á Korpu gekk án áfalla. Þar og í Birtingaholti var úðað gegn illgresi. A
Þorvaldseyri varð umtalsvert illgresi í tilrauninni. I Birtingaholti fauk meginhluti tilraunar-
innar í norðaustanstormi í júní. A Hvanneyri var nokkuð um illgresi. Á Þorvaldseyri var sáð
18.4. og 15.5., á Korpu 20.5., í Birtingarholti 16.5. og á Hvanneyri 3.6.
Tilraunimar til samans gefa svör við flestu því sem leitað var að í fyrstu umferð.
Illgresisúðun.
Ljóst er að lín þolir vel úðun með línúroni sem fellir nærri allar aðrar einærar plöntutegundir.
Það er því hægt að mæla með því að akrar séu úðaðir ef einært illgresi er í akrinum.
Næturfrost.
Næturfrost hefur lítil sem engin áhrif á línið, hvorki að vori né að hausti. Næturfrost sem
komu í september á Korpu felldu nær allar einærar plöntutegundir aðrar en línið og bendir það
til þess að ekki þurfi að flýta sé við að taka upp að hausti.
Aburðargjöf.
Áburður var sem svarar til 60 kg N, 60 kg P og 100 kg K á ha í öllum tilraununum, en auk
þess vom þrír viðbótarliðir af Nike-stofni með hálfum skammti af hveiju áburðarefni (30-60-
100, 60-30-100, 60-60-50). Niðurstöður fengust aðeins á Korpu. Sú áburðargjöf sem valin var
hefur sennilega verið full rífleg því að uppskera fellur lítið við að lækka skammtinn um
helming.
N-P-K, kg/ha 60-60-100
Uppskera, t/ha 5,5
Uppskera, yrki.
Alba
Uppskera á Korpu, t/ha 6,0
30-60-100 60-30-100 60-60-50 St.sk. mism.
4,9 5,3 5,5 0,71
Nike Wiko Artemida St.sk. mism.
5,5 5,1 4,9 0,71
Uppskera er vel viðunandi. Minnst var hún í Birtingarholti, en þar var lítið til að mæla. Upp-
skeran á Þorvaldseyri varð aðeins minni en á Korpu eða um 4,8 t/ha en mældist illa vegna
illgresis. Uppskera á Hvanneyri mældist einnig illa en kann að hafa verið 4-5 t/ha. Auk þess
að vera uppskerumest, þá var Alba einnig fyrst til að blómstra, 3.8., hin yrkin blómstruðu 7.8.
Ef ekki kemur annað til er mælt með að yrkið Alba verði mest notað á næstunni.
Sáðmagn og sáðtími.
Það sáðmagn sem valið var, 120 kg/ha, virðist vera í góðu lagi. I tilrauninni á Þorvaldseyri var
við fyrri sáðtímann prófað að sá einnig 75 kg/ha. Þeir reitir voru gisnir og mikið var um að
línplöntur greindust niður við rót, sem mun spilla þræði, en er gott í listiðnaði (ekki tókst að
mæla uppskeru í þessari tilraun).
Fyrri sáðtíminn á Þorvaldseyri gaf hátt og fallegt lín og hæð plantnanna var þar um
110 sm, en sáðtími um mánuði seinna gaf plöntur sem voru um 95 sm háar. Það er því hægt
að mæla með því að sá eins fljótt að vori og unnt er.
Lega.
Ef illgresi var í reitum var mikil hætta á legu, annars staðar var lega ekki vandamál
Etanól úr lúpínu (132-9313)
Hafnar voru mælingar í lúpínubreiðum á Suðurlandi í þeim tilgangi að mæla afkastagetu
breiðanna til langfarma.