Fjölrit RALA - 06.06.1998, Side 67

Fjölrit RALA - 06.06.1998, Side 67
57 Korn 1997 Byggið nýtur sín heldur betur með grasi en án þess. Grassáningin gefur svo jafngott tún hvort sem grasffæinu hefur verið sáð einu sér eða með komi. Smáraþekja í báðum liðum hefur hins vegar verið fremur rýr og nokkuð vantar á að smárinn hafi náð að leggja grasinu til 100N eins og sést á samanburði liðanna gras hreint og gras með smára. Tilraun nr. 763-97. Samanburður hveitiyrkja. Sum ár nú undanfarið hefur fengist uppskera af hveiti á stöku stað norðanlands og sunnan. Ákveðið var að athuga hvað til væri af fljótþroska hveitiyrkjum í grannlöndunum. Skrifað var til Noregs og Svíþjóðar í því skyni. Fjögur yrki komu í tæka tíð og var sáð á fimm stöðum, en þrjú komu svo seint að þeim varð ekki sáð nema á Korpu. Auk Korpu var sáð á Þorvaldseyri, í Birtingaholti, Vindheimum og Miðgerði. Hveitinu var sáð og það skorið samtímis bygginu á hveijum stað. Áburður var líka sá sami. I Birtingaholti var tilraunin ekki skorin. Á Korpu var sáð 5.5., áburður var 60N í Græði 1 og skorið var 25.9. Samreitir voru hvarvetna 3. Kornuppskera, hkg þe/ha Skrið Þo Ko Vi Mi Mt á Ko 1. Tjalve 23,7 16,7 12,2 6,2 14,7 24.7. 2. Brakar 23,1 16,1 10,0 5,9 13,8 24.7. 3. Vinjett 26,6 12,8 9,1 2,9 12,9 26.7. 4. Avle 21,5 14,2 7,4 5,5 12,2 24.7. Meðaltal 23,7 15,0 9,7 5,1 13,4 Bastian 17,1 23.7. NK93604 17,0 23.7. NK93549 12,5 27.7. Staðalfrávik 2,44 2,98 2,36 0,78 Frítölur 6 12 6 6 Uppgjör á samanburði byggyrkja 1990-97. Fjallað er um tilraunir frá árunum 1990-97. Tilraunir þar sem komuppskera staðalyrkja var að marki minni en 10 hkg/ha voru sniðgengnar. Þar með voru úr leik tilraunir skemmdar af þurrki 1990 og 91 og frosti 1992 og 93. Þar að auki voru sexraðayrkin felld niður, ef metið komhmn var meira en 1 á kvarðanum 0-3. Samspil yrkja og staða var reiknað sem hending og varð ríkjandi í skekkju á samanburði milli yrkja. Tilraunum með mismunandi tilraunaskekkju var gefið mismikið vægi líkt og tilraunir með mikla skekkju hefðu færri samreiti en hinar. Afbrigðunum var raðað eftir besta línulegu mati á uppskeru (BLUE). Urvinnsla gagna er eins og í fyrra og nánari lýsingu á henni er að finna í jarðræktarskýrslum fyrir árin 1994 og 95. Til uppgjörs komu að þessu sinni 73 tilraunir. Tvíraðaafbrigðin koma fram í 68 þeirra en þau sexraða í 46. Eins og áður vom þessir flokkar gerðir upp hvor í sínu lagi og engin tilraun gerð til þess að bera þá saman. Ástæðan er sú, að vegna mismunandi áhrifa veðurs á þessa tvo flokka afbrigða raðast sexraðaafbrigðin oft annaðhvort efst eða neðst í einstökum tilraunum og auka þar með skekkjuna óhóflega.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.