Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 70

Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 70
Fras 1997 60 Frærannsóknir (185-1105) Gæðaprófanir á sáðvöru voru með hefðbundnum hætti á Möðruvöllum. Prófanir eru til þess að votta spírunarhæfni og hreinleika sáðvöru, sem framleidd er hér á landi og ætlað er til sölu. Einnig kemur til prófunar innflutt sáðvara sem hefur úrelt gæðavottorð. Flestar prófanir eru að beiðni Aðfangaeftirlits ríkisins eða Landgræðslu ríkisins og fylgja viðurkenndum alþjóð- legum stöðlum. Frærækt fyrir Norræna genbankann (132-9907) Á undanfömum árum hefur jarðræktardeild séð um endumýjun á nokkmm grasstofnum sem em í vörslu Noræna genbankans (NGB) (sjá nánar jarðræktarrannsóknir 1996 bls 61). Vorið 1997 sendi NGB fræ af 4 sveifgrasstofnum (Poa pratensis) og 2 túnvinguls- stofnum (Festuca rubra). Fræinu var sáð í gróðurhús á tilraunastöðinni Korpu og í byijun júní var 140 plöntum af hveijum stofni plantað út á efri Geitasandi. Hveijum stofni var plantað í einn reit og vom 30 sm hafðir milli plantna. Milli reita sveifgrassins vom hafðir tveir metrar. Reitum túnvingulsins var plantað í stefnu SSA og 50 m hafðir milli reita. Borið var á alla reiti um vorið, 6 g af Græði 6 á hveija plöntu. Um miðjan september var fræi safnað af stofnum sem plantað var 1995 og 1996. Fræuppskera var góð af sveifgrasinu, en minna fræ var á túnvinglinum. Aðeins annar stofninn af tveimur snarrótarstofnum (Descampsia caespitosa) gaf fræ. Randagras (Phalaris arundinacea) gaf ekkert fræ. Fræið sem safnaðist var hreinsað haustið 1997 og sent NGB til geymslu. Fræi verður safnað á ný af þeim stofnum sem lítið eða ekkert fræ gáfu í haust.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.