Fjölrit RALA - 06.06.1998, Side 74

Fjölrit RALA - 06.06.1998, Side 74
Möðruvellir 1997 64 Áhrif sláttutíma á meltanleika heys við hirðingu úr fyrri slætti á Möðruvöllum 1997. Hver kross er meðaltal fyrir hverja spildu. Alls 22 spildur. Áhrif sláttutíma á uppskeru þurrefnis úr fyrsta slætti byggt á vigtunum heys við hlöðudyr. Alls 22 spildur. Áhrif skjólgresis á sprettu og vetrarþol vallarfoxgrass Vorið 1996 var sáð vallarfoxgrasi með rýgresi eða byggi til skjóls á s.k. Efstumýri sem er um 3 ha að stærð. Vorið 1997 var greinilegur munur á vallarfoxgrasinu eftir því í hvaða skjóli það hafði verið. Vallarfoxgras í skjóli rýgresis var mun lengur af stað og lágvaxnara og kalskellur meira áberandi en þar sem byggi hafði verið sáð með. Þann 6. júlí var þekja sáðgresis metin 60-70% rýgresismegin og 80-90% byggmegin. Uppskera vallarfoxgrass var mæld þrisvar með því að klippa meðfram 2 m löngum sláttuprikum. Klippt voru 10-15 "prik" í sinn í hvorum hluta. Nokkuð erfitt reyndist að klippa vallarfoxgrasið í 2. og sérstaklega 3. skiptið. Var það þá allt lagst og mjög gróft. Uppskerumælingamar eru því sennilega ekki marktækar nema í 1. slætti. Niðurstöður uppskerumælinganna má sjá í meðfylgjandi töflu. Uppskera vallarfoxgrass, hkg þe./ha Rýgresiskjói Byggskjól Sláttutími Uppsk. St.frv. Uppsk. St.frv. 7. júlí 27,9 14,2 42,8 5,6 16. júlí 33,9 17,5 39,7 10,2 26. júlí 57,6 11,2 57,9 20,1

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.