Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Qupperneq 8
Það gilda ekki endilega sömu reglur þó að um sömu verslun og vöru sé að ræða. Það getur skipt máli hvort hún er keypt á netinu eða í versluninni sjálfri,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sviðs- stjóri Neytendasviðs hjá Neyt- endastofu. Panta og máta „Það er alltaf 14 daga skila- frestur við kaup í gegnum netverslanir hérlendis. Telj- ast dagarnir frá þeim degi er þú færð vöruna afhenta. Þú ert því öruggari með skila- frest í gegnum vefverslun þar sem kaupandinn hefur ekki sannreynt gæði vörunnar og skoðað hana líkt og í almennri verslun,“ segir Matthildur en þekkt er að fólk sem pantar fatnað vill geta skilað ef flíkin passar ekki og pantar jafnvel tvær stærðir með það fyrir augum að skila því sem ekki passar. Sendingarkostnaður, þegar vöru er skilað, fellur alla jafna á neytandann og ef um er að ræða innflutta vöru er líklegt að neytandinn hafi greitt virðisaukaskatt af vör- unni en hægt er að sækjast eftir endurgreiðslu virðis- aukaskatts ef sýnt er fram á að varan sé send aftur til seljanda. Matthildur segir skilareglur þegar verslað er á staðnum geta verið á reiki sökum þess að þær séu ekki bundnar í lög, ólíkt 14 daga reglunni. „Til eru viðmiðunarreglur, útgefnar af viðskiptaráðu- neytinu árið 2000, sem eru leiðbeinandi en ekki bindandi. Þar er til dæmis talað um að skilareglur gildi ekki um út- söluvörur nema um annað sé samið.“ Snarhækka og lækka Aðspurð um hvað neytendur skuli aðhafast ef grunur leikur á að vara sé hækkuð í verði til að hægt sé að lækka hana aftur á t.d. Black Friday og auglýsa háa afsláttarpró- sentu svarar hún: „Það eru mjög skýrar reglur um að varan þarf að hafa verið seld á því verði sem tekið er fram sem fullt verð. Ekki dugir að hún hafi verið seld á fullu verði í einn eða tvo daga áður en afsláttarverðið er sett á heldur þarf „fyrir“-verðið að geta flokkast sem fast verð vörunnar.“ Er þá átt við að bók sem kostar almennt 4.990 en er á afslætti á 2.500 má ekki hafa verið á háa verðinu í örstutta stund áður. „Meta þarf hvert tilvik og verðsveiflurnar og hve langan tíma varan er á fullu verði og hve langan tíma á af- slætti. Það þarf að vera skýrt að verið sé að veita raunveru- legan afslátt.“ Matthildur segir Neyt- endastofu vilja fá ábend- ingar gruni fólk að verið sé að brjóta á rétti þess. „Við viljum fá þessar ábendingar til okkar og við getum þá krafist skýringar frá fyrir- tækinu. Það eru dæmi um að fyrirtæki hafa brotið gegn þessum reglum en svo hefur það líka gerst að verðmunur- inn á sér eðlilegar skýringar,“ úrskýrir Matthildur og segir ábendingafjölda milli ára vera svipaðan þrátt fyrir að innkaupahegðun fólks hafi breyst mikið sökum farald- ursins. Inneignir og lokanir Aðspurð um hvaða rétt neyt- endur hafa sem eiga inn- eignarnótur eða gjafabréf sem renna út á tímum sam- komutakmarkana og lokana með þeim afleiðingum að neytendur geta ekki nýtt inn- eignina, segir Matthildur að slík mál hafi ekki komið inn á borð Neytendastofu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segist vera með slíkt tilvik í skoðun. „Það hefur, kannski eðli- lega, ekki reynt á það áður og ekki er tekið á því í lögum. En við teljum það vera eðlilega viðskiptahætti að framlengja gildistíma inneignarnótna og gjafabréfa geti söluaðili ekki veitt þjónustu á gildistím- anum vegna COVID,“ segir Breki og lofar frekari fréttum þegar niðurstaða fæst. n Það getur verið betra að versla á netinu og fá þá tryggðan 14 daga skila- frest. MYND/VALLI ALLTAF 14 DAGA SKILAFRESTUR ÞEGAR ÞÚ VERSLAR Á NETINU Rúmar þrjár vikur eru nú til jóla og ein stærsta afsláttartíð ársins að flæða yfir lands- menn. Það er því ekki seinna vænna að kynna sér reglur um skilarétt. Gjafabréf og inneignir sem renna út á tímum COVID-lokana eru í skoðun hjá Neytendastofu. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Matthildur Sveinsdóttir sviðsstjóri Neytendasviðs, Neytendastofu Það gilda ekki endilega sömu reglur þó að um sömu verslun og vöru sé að ræða. Það getur skipt máli hvort hún er keypt á netinu eða í versluninni sjálfri. 8 FRÉTTIR 27. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.