Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Page 22
22 FÓKUS
Elísabet Hulda, nýkjörin Miss Universe Iceland
FEGURÐARSAM-
KEPPNIN MISSKILIN
ÞVÍ ORÐIÐ ER ÚRELT
Elísabet Hulda Snorradóttir bar sigur úr býtum í
keppninni Miss Universe Iceland sem haldin var á
dögunum. Hún segir kvikmyndina Miss Congenial
ity hafa verið kveikjuna að þátttöku sinni en hún
fékk mikla gagnrýni fyrir að taka þátt í keppninni.
E lísabet Hulda er fædd og uppalin í Mosfellsbæ en bjó í frönskumæl-
andi hluta Belgíu sem barn.
Hún ferðaðist víða um heim-
inn vegna starfa foreldra
sinna sem hún segir kveikjuna
á áhuga sínum fyrir ólíkum
tungumálum og menningar-
heimum.
„Áhugi minn á Asíu kvikn-
aði þegar ég var fjórtán ára
og kynntist japanska staf-
rófinu Hiragana. Ég gerði
mér margar ferðir á Borgar-
bókasafnið þar sem ég sat tím-
unum saman að kenna sjálfri
mér japönsku. Árið 2016
ferðaðist ég í fyrsta skipti til
Japans þar sem ég var skráð í
tungumálaskóla yfir sumarið
í borginni Hokkaido og bjó hjá
yndislegri fósturfjölskyldu.
Að sumarskólanum loknum
fór ég síðan til Suður-Kóreu
þar sem ég hitti pabba minn
og við ferðuðumst saman heim
til Íslands eftir viku í höfuð-
borginni, Seúl. Ég fór síðan
aftur út næsta ár og eyddi þá
lengri tíma í Suður-Kóreu þar
sem ég var að vinna við sjálf-
boðavinnu. Það sumar var
ég í sumarskóla í Tókýó og
lærði tungumálið enn betur.
Vorönnina 2018 tók ég síðan
pásu frá framhaldsskólanum
þar sem ég fékk styrk til þess
að ferðast til Kýótó og vera
„prufu“-nemandi í nýjum
tungumálaskóla þar.“
Eini nemandinn í
kínverskum fræðum
Vorið 2019 lauk Elísabet fram-
haldsskólagöngu sinni og
stefndi strax til Kóreu þar
sem henni fannst ekkert nám
heillandi hér heima. Í hálf-
gerðri rælni leit hún þó við á
háskólakynningu og rak þar
augun í kínversk fræði með
þeim afleiðingum að hún
skráði sig í BA-nám við Há-
skóla Íslands.
„Ég held að ég sé eini nem-
andinn sem skráði sig í kín-
versk fræði sem aðalgrein
þetta vor. Útskriftargjöfin mín
úr framhaldsskóla var síðan
ferð til Kína sem rættist loks-
ins í janúar núna í ár, en það
var rétt áður en COVID skall
á. Ég og mamma vorum í Beij-
ing yfir kínversku áramótin og
borgin var alveg auð. Það var
ekki fyrr en eftir fyrstu tvo
dagana þar sem það kviknaði
á perunni að fólk væri hvergi
sjáanlegt út af veirunni. Við
snerum aftur til Íslands fyrr
en áætlað var vegna hræðslu
um að festast í landinu ef
landamæri skyldu lokast.
Ég er nú á öðru ári í kín-
verskum fræðum og ákvað
að taka aðra aðalgrein sem er
japanskt mál og menning. Í
báðum aðalgreinum er ætlast
til þess að nemandinn fari í
skiptinám á þriðja ári þann-
ig ef COVID leyfir þá verð ég
vonandi flutt til Kína næsta
haust.“
Vildi upplifa ferlið
í eigin persónu
„Ég tel kvikmyndina Miss Con-
geniality með Söndru Bullock
vera stóra ástæðu fyrir því
að ég fékk áhuga á að keppa.
Ég horfði á hana stanslaust
þegar ég var lítil og fór jafn-
vel inn í herbergi eftir á og
byrjaði að herma eftir atrið-
unum sem gerðust í myndinni.
Svona keppnir voru líka meira
áberandi í samfélaginu þegar
ég var yngri, og ég man eftir
því að sjá fréttir um þær á for-
síðunni á Fréttablaðinu og í
sjónvarpinu. Frænka mín, Ósk
Gunnarsdóttir, vann svo Ung-
frú Reykjavík árið 2008 og ég
man sterkt eftir því að segja
fólki að það væri sko frænkan
mín sem hefði unnið. Ég var
líka svo forvitin um hvernig
þetta ferli væri í alvörunni.
Eftir að ég kynnti mér betur
hvernig Miss Universe keppn-
in væri þá ákvað ég að sækja
um og upplifa ferlið í eigin per-
sónu.“
Nú tókstu líka þátt á síðasta
ári, hvers vegna ákvaðstu að
taka aftur þátt í ár?
„Ég ætlaði mér að ferðast
til Suður-Kóreu og Japans í
sumar með vinkonum og fara
síðan í skiptinám til Suður-
Kóreu út haustönnina, en út
af COVID breyttust plönin
mín mikið. Ég ákvað að taka
ábyrgu ákvörðunina sem var
að fresta skiptináminu og vera
hér heima í skólanum í ár til
viðbótar. Ég varð frekar óör-
ugg með framtíðina og hvað ég
vildi gera með lífið mitt á því
tímabili. Ég frétti síðan af því
að það væri aftur búið að opna
fyrir umsóknir þar sem ein-
hverjir keppendur hefðu hætt
við og það væri opið pláss.
Ég fann fyrst fyrir smá mót-
spyrnu frá aðstandendum en
ákvað samt að reyna á þetta
aftur, og það skilaði sér.“
Sundfataatriðið dregur
keppnina niður
Elísabet Hulda segist hafa
fundið fyrir misjöfnum við-
Elísabet talar
fjölda tungu-
mála og
stefnir á að
bæta í.
MYND/VALLI
27. NÓVEMBER 2020 DV
Íris Hauksdóttir
ritstjorn@dv.is
brögðum í þau skipti sem hún
tilkynnti sínum nánustu um
þátttöku sína. Hún segist þó
skilja inntak þeirrar gagnrýni
enda sé fegurðarsamkeppni
vandmeðfarið hugtak. „Álit
á keppninni er að mínu mati
misskilið því orðið sjálft er
úrelt og lýsir ekki hvað þessar
keppnir standa fyrir í nútím-
anum. Mér finnst þróun feg-
urðarsamkeppna voða áhuga-
verð og sérstaklega þar sem
fegurðarsamkeppnir hafa allt-
af átt sér stað, þótt þær væru
bornar fram á ólíkan máta.
Í mínu tilfelli fékk ég ekki
bestu viðbrögð þegar ég sótti
fyrst um, og ennþá verri við-
brögð þegar ég sagðist ætla
að gera þetta aftur. Ég fékk
stanslaust að heyra: „En þú
ert ekki týpan í þetta,“ eða:
„Hvað er stelpa eins og þú að
gera í þessu?“ Þegar ég heyrði
þessar spurningar spurði ég
alltaf til baka: „Hver er þá
stelpan eða týpan til að gera
þetta?“ Fólk varð þá pínu tekið
til baka þar sem einu svörin
sem þau höfðu var neikvæð
ímynd. Það sem ég kunni mest
að meta var þegar fólk spurði
mig: „Hvað snýst þetta um?“
og „Af hverju ertu að þessu?“
því þá loksins gat ég útskýrt
fyrir fólki af hverju þetta væri
hlutur sem ég vildi gera og
láta rætast.
Fyrir mér er þátttakan
ákveðið tækifæri til að vekja
athygli á því sem liggur þér á
hjarta. Og það er ekki eitthvað
sem aðeins sigurvegarinn
fær, heldur fá allar stelpur
tækifærið til að gera það yfir
tímabilið. Sigurvegarinn fer
annars út á alþjóðlegt svið sem
fulltrúi Íslands og hefur tæki-
færi til að kynna sig og landið
sitt. Það álit að þessi keppni sé
yfirborðskennd og snúist ekki
um neitt annað en útlit er eitt-
hvað sem við erum að berjast
gegn. Það sem stingur mig
líka er að þeir sem ekki þekkja
til vísa oft til sundfataatriðis-
ins með það að markmiði að
draga keppnina niður. Á sama
tíma fara Íslendingar margir
hverjir í sund sirka tvisvar í
viku.“