Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Qupperneq 30
30 FÓKUS VIÐ ÞURFUM SVO MIKLU MINNA EN VIÐ HÖLDUM Guðrún Helga Jóhannsdóttir er fimm barna móðir með þrjár háskólagráður og enga þörf fyrir auka dót og drasl. Hún segir samverustundir vera hina sönnu gjöf sem gjarnan megi muna oftar eftir. Guðrún býr í dag í Gríms-nesinu ásamt eigin-manni sínum Yakhya Diop. Guðrún og Yakhya eru rík af börnum og eiga bæði þrjú börn frá fyrri sambönd- um. Saman eiga þau Alexand- er Amadou og Heklu Aïchu svo samanlagt telur fjölskylda þeirra tíu manns. Börnin eru á aldrinum 2-25 ára en börn Yakhya búa í Senegal. Elsta dóttir Guðrúnar er flutt að heiman þannig að í augna- blik inu búa fjögur barnanna heima. Guðrún og eiginmaður hennar hafa tileinkað sér míní - mal ískan lífsstíl og segja það að eiga minna skila sér í raun í meiri upplifunum og tíma. „Ég ákvað aldrei beint að fara að lifa mínímalískum lífsstíl heldur gerðist það samfara ferðalögum mínum og flutningum,“ segir Guðrún, sem hefur búið í Danmörku, Frakklandi og í Senegal þar sem hún vann að rannsókn fyr- ir doktorsverkefni sitt. Ferða- lög hafa alltaf verið stór hluti af lífi hennar en hún heldur úti síðunni mommyneedsto- travel. com og samnefndri Insta gramsíðu. Þar skrifar hún um ferðalög fjölskyldunn- ar og mínímalískan lífsstíl. „Þegar ég bjó í Danmörku keyrðum við út um alla Evr- ópu. Ég held að ég hafi alltaf verið með svona mikla ferða- þrá. Ég var þó ekki alltaf svona mínímalísk. Þegar ég bjó í Danmörku fyrir 10 árum síðan var ég í mikilli efnis- hyggju. Það þurfti allt að vera til, mikið jólaskraut og mikið keypt. Það hefur breyst og í dag finnst mér minna vera meira. Eftir að hafa flutt þrisvar milli landa með bara ferðatöskur þá lærir maður að forgangsraða.“ Einstæð móðir í Senegal „Við erum ekki hætt að ferðast. Við erum bara í smá pásu að koma okkur upp húsi,“ segir Guðrún sem hefur mikið dálæti á Afríku. Við ætluðum að vera í Senegal yfir jólin en það gekk ekki sökum farald- ursins.“ Hún segir Senegal vera góð- an stað og að það hafi reynst sér auðveldara að vera ein- stæð móðir með þrjú börn þar heldur en hér á Íslandi. „Það er mun ódýrara að lifa þar. Ég var með heimilishjálp sem sá um að þrífa og elda ofan í okkur og næturvörð sem tryggði öryggi okkar á kvöldin. Það var farið út í búð fyrir okkur og eldaður kvöld- matur. Það var mjög þægilegt líf en krakkarnir vildu frekar vera á Íslandi.“ 27. NÓVEMBER 2020 DV Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.