Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Qupperneq 34
34 FÓKUS G reta Salóme Stefáns-dóttir er söngkona, fiðluleikari og laga- höfundur, en hún er líka í hörkuformi og getur gert armbeygjur eins og enginn sé morgundagurinn. Á milli þess sem hún brillerar í stúdíóinu tekur hún á því í ræktinni, réttara sagt heimaræktinni þessa dagana. Við heyrðum í Gretu um hvaðan hún fær metnaðinn fyrir að æfa á tímum COVID og gefur hún nokkur góð ráð. Íþróttaálfur „Ég hef nú eiginlega alltaf verið hálfgerður íþróttaálfur. Ég var í frjálsum íþróttum sem krakki og var lengi í sam- kvæmisdansi. Ég var alltaf rosalega virk og hef alltaf haft mjög mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir Greta. Árið 2008 flutti hún heim frá Bandaríkjunum og byrj- aði í Bootcamp. „Þar fékk ég þessa algjöru bakteríu og hef ekki losnað við hana síðan,“ segir Greta og hlær. Hún hefur síðan þá stundað fleiri íþróttir, eins og CrossFit. „Ég er rosalega háð því að hreyfa mig,“ segir hún. Setur sér markmið „Það mér finnst skemmtileg- ast að gera er að skora á sjálfa mig. Ég verð alltaf að hafa einhver markmið, eitthvað meira en að fara bara í rækt- ina. Ég verð að sjá einhvern árangur, annaðhvort að ég sé að taka meiri þyngdir í lyftum eða hlaupa hraðar eða eitt- hvað svoleiðis. Mér finnst það hjálpa mér rosalega mikið, að hafa að einhverju að stefna,“ segir hún. Aðspurð hvaða markmið hún sé með núna svarar Greta hlæjandi: „Að komast í gegn- um 2020. Og líka að missa ekki damp- inn. Núna, fyrir mig og held marga aðra, þá skiptir máli að missa ekki hausinn. Það er rosalega auðvelt að fara í fósturstellinguna og bíða eftir að þetta sé allt búið.“ Greta segir að hreyfing hafi hjálpað henni hvað mest að komast í gegnum árið. Hvort sem það er að skella sér í íþróttaföt og út að hlaupa eða taka æfingu á stofugólfinu þá leggur hún áherslu á að UM LEIÐ OG MAÐUR BYRJAR ÞÁ SÉR MAÐUR ALDREI EFTIR ÞVÍ Tónlistarkonan Greta Salóme hefur stundað hreyfingu af kappi undanfarin tólf ár og heldur áfram þrátt fyrir COVID. Hún segir að lykillinn sé einfaldlega að byrja. Greta segir hreyfingu hafa hjálpað sér hvað mest í COVID. MYND/AÐSEND Greta skorar á sjálfa sig og setur sér markmið. MYNDIR/AÐSENDAR hreyfa sig. „Ég er hörð á því að sinna sjálfri mér og sinna líkamanum mínum og passa að ástandið nái ekki yfirhönd- inni, þá finnst mér hreyfingin hjálpa hvað mest,“ segir hún. Hvaðan kemur þessi metnaður? Greta viðurkennir að hún sé ekki alltaf með metnað til að æfa. „Ég finn alls ekki alltaf fyrir metnaðinum eða „pepp- inu“ til þess að æfa, mig langar ekki alltaf að æfa. En ég treysti voða lítið á „pepp“ eða hvatningu. Ég trúi að það komi um leið og maður byrjar. Ég reyni sem minnst að treysta á að fá hvatningu einhvers staðar frá, ég held að það sé hættulegt að gera það því þá myndi maður alls ekki æfa á hverjum degi eða senni- lega bara lítið æfa,“ segir hún. „Ég fer í íþróttafötin og byrja að teygja, maður hættir ekkert við þá. Ég plata mig stundum í það að taka æfingu. Málið er bara að byrja. Um leið og maður byrjar þá sér maður aldrei eftir því.“ Heimaæfingar Greta hefur verið að fylgja 27. NÓVEMBER 2020 DV Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is æfingaprógrammi í snjall- símaforriti sem kallast SWEAT. Hún segir að það sé þægilegt að fylgja einhverju prógrammi og ekki þurfa að skipuleggja hverja æfingu fyrir sig. Greta er með ansi tilkomu- mikla ræktaraðstöð heima hjá sér. „Ég er með ketilbjöllur, handlóð og stöng heima. Svo er ég líka í næringarþjálfun hjá Inga Torfa. Það hefur hjálpað mér mikið, að vera með einhvern á öxlinni til að passa að maður detti ekki í einhverja vitleysu,“ segir hún og bætir við að eftir að hún byrjaði í næringarþjálfun borði hún miklu meira. Ráð Það mætti segja að Greta sé reynslubolti þegar kemur að hreyfingu, hún er búin að stunda íþróttir og hreyfingu af kappi í rúman áratug, og þegar kemur að því að gefa öðrum ráð hefur hún það ein- falt. „Mitt helsta ráð er að byrja, þá er hálfur sigurinn unninn,“ segir hún. Eins og hún sagði áður þá reynir hún að treysta sem minnst á að finna fyrir hvatningu heldur gerir hún bara hlutina. „Þetta er alls ekki alltaf gaman. Þetta er eins og að vakna á morgnana, það er ekki alltaf gaman að vakna en um leið og maður er kominn út í daginn þá er það ekkert mál.“ Annað ráð sem hún gefur er að taka ekki of stóran bita í einu. „Bestu æfingarnar mín- ar hérna heima eru oftast um 40-45 mínútur og það er bara alveg nóg,“ segir hún. „Það skiptir líka máli að vera ekki of harður við sig. Það koma stundum dagar þar sem þú getur ekki æft og það er bara allt í lagi, þá æfirðu bara daginn eftir. Forðastu „allt eða ekkert“ hugsunar- háttinn. Það er partur af lífs- stílnum að taka æfingu og ef þú missir af æfingu þá er ekki allt ónýtt. Ef þú borðar óhollt einn daginn þá er það líka í lagi. Haltu bara áfram. Gerðu þetta meira að lífsstíl sem þú getur haldið til streitu frekar en einhverri törn eða átaki. Ég hef þurft að reka mig á það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Greta talar af reynslunni. „Ég er búin að brjóta mjöðm eftir að hafa hlaupið 300 kíló- metra á hlaupabretti á 40 dögum. Ég er búin að fara í gegnum allan pakkann.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.