Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Side 40
Matseðill Völundar Morgunmatur Ferskur djús, kaffi og ristað súr- deigsbrauð. Millimál Próteinsjeikur með banana, trefjum, kakó-nibbum og chia- fræjum. Hádegismatur Soðin egg, píta með grænmeti, eða kaldur kjúklingur. Kvöldmatur Plokkfiskur, kjötsúpa, hakk og spaghet tí, grilluð pitsa, kjöt- bollur eða fiskibollur. Föstudagspitsa Föstudagspitsan grilluð á útigrill- inu á pitsasteini hefur verið að slá í gegn. Við höfum prófað alls konar deig frá ýmsum aðilum. Deigin frá Hagkaup og Brauð & Co hafa verið vinsæl. Okkar helsta trix er að hafa þær eins þunnar og sósan og osturinn ræður við. Flest erum við pepperoni-fólk sumir vilja ananas og rjómaost en aðrir ekki. Ég er reyndar einn af þeim sem elskar sterkar pitsur og nota banana til að fá smá sætleika á móti. Okkur finnst frábært að nota parmaskinku, klettasalat og ferska hvítlauksolíu í restina og toppa pits- una svo með umami-saltinu. Pitsusósa 1 dós lífrænir, niðursoðnir tómatar 1 msk. af extra virgin ólífuolíu 1 lítið hvítlauksrif ½ tsk. af þurrkuðu óregano ½ tsk. Ocean Umami salt Skerið hvítlauksrifið í grófa bita. Setjið svo allt saman í blandara og blandið þar til allt er maukað saman. Þetta geymist í kæli í viku og svo er líka hægt að frysta sósuna í allt að 3 mánuði. 40 MATUR 27. NÓVEMBER 2020 DV Föstudagspitsa sem slær í gegn Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson er vanafastur og byrjar flesta daga á sama morgunmatnum. Kvöldmaturinn er fjöl- breyttur en eitt er þó víst, fjölskyldan sest alltaf niður saman. V ölundur lýsir venjuleg-um degi í lífi sínu. „Ég er með tvö sprotafyrir- tæki sem tengjast íslenskum lífrænum þara. Annað heitir Algarum Organic og fram- leiðir þarahylki og þaraduft úr lífrænum þara. Þarinn er einstaklega ríkur af joði ásamt því að innihalda ómega fitu- sýrur, trefjar, prótein og stein- efni. Hitt er Ocean Umami salt sem er blanda af náttúruvott- uðu salti ásamt lífrænt vott- uðum þara til þess að ná fram einstöku umami-bragði sem er fimmta bragðið í matreiðslu og er í raun ekki hægt að ná fram nema með réttum hlutföllum af þara,“ segir Völundur. „Sjálfur er ég frekar vana- fastur. Ég byrja alltaf daginn á ferskum safa, svo tveimur kaffibollum og einni ristaðri súrdeigsbrauðsneið með osti og umami-salti. Ég fer í sund daglega þegar það er í boði og hef gaman af allri útiveru.“ Setjast alltaf niður saman Völundur segist ekki fylgja neinu ákveðnu mataræði, en leggur þó áherslu á eitt. „Það er nú frekar fjölbreytt mat- aræði á þessu heimili en við forðumst kannski helst þungan og brasaðan mat þrátt fyrir að hann komi á borð öðru hvoru. Við pössum alltaf upp á að setj- ast niður á hverju kvöldi þrátt fyrir að við séum að borða eitt- hvað létt,“ segir hann. Aðspurður hvort hann verji miklum tíma í eldhúsinu svar- ar Völundur játandi. „Já, eldhúsið er klárlega minn vettvangur á heimilinu enda finnst mér það æðislegt. Held að ég sé ágætis kokkur,“ segir hann. Uppáhaldsmáltíð? „Fiskur er í algjöru uppá- haldi. Ég elska létt eldaðan fisk með salati og góðu vinai- grette.“ n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Okkar helsta trix er að hafa þær eins þunnar og sósan og osturinn ræður við. Eldhúsið er vettvangur Völundar á heimilinu. MYND/SIGTRYGGUR ARI MYND/AÐSEND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.