Feykir


Feykir - 26.06.2019, Page 1

Feykir - 26.06.2019, Page 1
Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Veiði að hefjast í húnvetnsku laxveiðiánum Húnavatnssýslur Nú eru laxveiðiárnar að opna ein af annarri. Fyrsti veiðidagur í Blöndu var 5. júní og á miðvikudag í síðustu viku höfðu veiðst þar 85 laxar. Tveir þeirra munu hafa verið 98 cm langir sem eru þeir stærstu sem veiðst hafa á þessu sumri. Tíu laxar veiddust fyrsta daginn í Miðfjarðará en þar voru aðstæður frekar erfiðar vegna vatnsskorts, einkum í Vesturá, en Miðfjarðará verður til úr Vesturá, Núpsá og Austurá. Laxarnir veiddust flestir í Austurá, að því er segir á veiðivefnum votnogveidi.is, en þar eru fleiri djúpir veiðistaðir en annars staðar á svæðinu. Einnig voru vaktir styttar úr 6 klst í 4 til að draga úr álagi. Miðvikudaginn 19. höfðu 24 laxar komið á land í Miðfjarðará, sá stærsti 97 cm. Þá hófst veiði í Víðidalsá og Vatnsdalsá á fimmtudag. Á votnogveidi.is segir að líf hafi verið í þeim báðum þó báðar séu sagðar illa farnar vegna langvarandi þurrka. /FE 25 TBL 26. júní 2019 39. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 11 Brynjar Ægir og Guðný Kristín matreiða Grillað lamb með ostasósu og rabbarbarabaka BLS. 10 Magnús Freyr Gíslason ræðir um tónleikaferðalagið með Stafrænn Hákon „Það þarf ekki að maxa allt og hætta svo ef maður meikar það ekki“ BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta BORGARFLÖT 19 550 SA ÐÁRKRÓKUR & 8 9 5 27 Meirapróf - Vinnuvélanámskeið Ökunám - Endurmenntun Birgir Örn Hreinsson Ökukennari S: 892-1790 bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400 HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU Heitur matur kr. 1.490 | Súpa og brauð kr. 1.100 www.ommukaffi.is Sextándu Smábæjaleikarnir Leiknir 250 leikir í blíðskaparveðri Frjálsíþróttadeild Hvatar Góður árangur á MÍ Meistaramót Íslands 11-14 ára var haldið á Laugardalsvelli dagana 22. og 23. júní og voru um 230 krakkar, víðsvegar af landinu, skráðir til leiks. Frjálsíþróttadeild Hvatar átti þar tvo keppendur, þær Aðalheiði Ingvarsdóttur og Unni Borg Ólafsdóttur sem kepptu í flokki 13 ára stúlkna. HSK/Selfoss vann stigakeppnina með 133,5 stig en þau voru einnig með fjölmennasta lið mótsins. Aðalheiður varði Íslandsmeistartitil sinn í spjótkasti á mótinu með kast upp á 29,85 m. Hún keppti einnig í langstökki, 100 m hlaupi og kúluvarpi. Unnur Borg komst þrisvar á pall, varð í öðru sæti í 600 m hlaupi á tímanum 1:55,92 mín. sem er persónuleg bæting og í öðru sæti í 80 m grindahlaupi þar sem hún hljóp á 14,80 sek. Þá kastaði Unnur spjótinu 23,41 m og varð þar með í þriðja sæti sem er einnig persónuleg bæting. Unnur keppti einnig í 100 m hlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi. /FE Aðalheiður og Unnur Borg ánægðar með verðlaun sín. MYND: EBBA UNNSTEINSDÓTTIR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.