Feykir


Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 2

Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 2
33 bátar lögðu upp afla á Skagaströnd í síðustu viku með tæp 140 tonn samanlagt. Á Sauðárkróki var heildaraflinn tæp 454 tonn af 13 skipum og bátum og á Hofsósi lönduðu þrír bátar 2,3 tonnum. Einn bátur landaði á Hvammstanga tæpum átta tonnum Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 603.764 kíló. /FE Aflatölur 16. – 22. júní 2019 Rifsnes SH 44 með tæp 60 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 3.874 Alda HU 112 Línutrekt 4.394 Arndís HU 42 Handfæri 522 Auður HU 94 Handfæri 2.541 Beta GK 36 Lína 16.672 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 661 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.044 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.950 Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.794 Dagrún HU 121 Handfæri 265 Dóra HU 225 Handfæri 837 Geiri HU 69 Handfæri 565 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 836 Gyðjan HU 44 Handfæri 124 Hafdís HU 85 Handfæri 592 Hjalti HU 313 Handfæri 1.345 Hjördís HU 16 Handfæri 770 Húni HU 62 Handfæri 825 Ísak Örn HU 151 Handfæri 690 Jenny HU 40 Handfæri 584 Kambur HU 24 Handfæri 412 Kópur HU 118 Handfæri 462 Loftur HU 717 Handfæri 1.599 Lukka EA 777 Handfæri 810 Már HU 545 Handfæri 202 Óskráður ZZ 0 Grásleppunet 23 Rifsnes SH 44 Lína 58.840 Rúnar AK 77 Handfæri 770 Sandvík GK 73 Handfæri 539 Svalur HU 124 Handfæri 1.375 Sæunn HU 30 Handfæri 1.476 Víðir EA 423 Handfæri 828 Von GH 113 Lína 30.391 Alls á Skagaströnd 139.612 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 17.817 Drangey SK 2 Botnvarpa 213.988 Fannar SK 11 Landbeitt lína 1.317 Gjávík SK 20 Handfæri 185 Hafey SK 10 Handfæri 321 Kristín SK 77 Handfæri 878 Málmey SK 1 Botnvarpa 209.885 Maró SK 33 Handfæri 772 Már SK 90 Handfæri 2.958 Onni HU 36 Dragnót 5.003 Óskar SK 13 Handfæri 369 Vinur SK 22 Handfæri 113 Ösp SK 135 Handfæri 209 Alls á Sauðárkróki 453.815 HOFSÓS Alfa SI 65 Handfæri 639 Skáley SK 32 Handfæri 902 Skotta SK 138 Handfæri 806 Alls á Hofsósi 2.347 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 7.990 Alls á Hvammstanga 7.990 Ef ég væri spurð hvaða dauði hlutur sem ég á væri mér mikilvægastur þyrfti ég ekki að hugsa mig lengi um, alla vega ekki í dag og alveg örugglega ekki næstu daga. Ég upplifði það nefnilega um helgina að halda að ég væri að tapa honum. Nú má ekki rugla því saman að vera mikilvægasti hluturinn og sá sem mér þykir vænst um. Það er alveg dagljóst í mínum huga að sængin mín er sá hlutur sem mér þykir langsamlega vænst um af öllum hlutum, því er ég löngu búin að átta mig á. Hins vegar var það í raun ekki fyrr en á sunnudaginn var sem ég rambaði á barmi örvæntingar þar sem ég hélt að þvottavélin mín væri að bila. Sunnudagsmorgunn: Þvottavélin er langt komin með tveggja tíma prógramm þegar gaumljós E10 blikkar og eitt píp heyrist– eitthvað virðist vera að vatnsinntaki. Jú, gæti passað, það er ekki alveg skrúfað frá krananum. Því er kippt í liðinn. Það dugir skammt þar sem hver mínúta hjá vélinni góðu er á við 20 mínútur í rauntíma í Kirkjugötunni. Það sem eftir er af deginum fer í að prófa að stilla á hin ýmsu prógrömm og alltaf sama sagan vélin dælir inn ótrúlegu magni af vatni til að bæta fyrri þorstann um morguninn og ekkert virkar nema vatnslosun og vinding. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera eitthvað annað endar undirrituð alltaf fljótlega í þvottahúsinu þar sem hún reynir að hvetja vélina sína góðu til dáða en ekkert dugir. Á meðan heldur óhreinatausfjallið í þvottahúsinu áfram að hlaðast upp eins og vanalega, þar gilda greinilega ekki sömu lögmál og úti í náttúrunni þar sem ytri ölf, eins og regn og vindar, sjá til þess að fjöllin lækka smám saman, nei, í þvottahúsinu sjá ytri öfl um að hækka fjallið. Örvænting húsmóðurinnar vex, húsbóndinn telur öruggt að heilinn sé farinn og nú þurfi að kaupa nýja vél, hundraðþúsund kall horfinn þar, takk fyrir! Til allrar lukku var mánudagurinn þó ekki til mæðu að þessu sinni. Snjall rafvirki lét sér detta í hug hvað gæti verið að og annar snjall þúsundþjalasmiður sá um að skipta um einn lítinn vír sem valdið höfðu andlegu uppnámi og hámarksstreitu hjá konu sem eitt sinn þurfti að fara með þvottinn sinn í ruslapoka með strætó á milli bæjarhluta í Reykjavík og gæti ekki hugsað sér lífið án þvottavélar í dag. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Á barmi örvæntingar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Eysteinn Ívar Guðbrandsson, bladamadur@feykir.is Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Verzlun Haraldar Júlíussonar, sem í daglegu tali Skagfirðinga er oftast kölluð Verslun Bjarna Har. eða bara Bjarni Har., fagnar aldar afmæli um þessar mundir. Í tilefni þess verður blásið til afmælisfagnaðar við verslunina næsta laugardag, 29. júní. Verslun Haraldar Júlíussonar er með allra elstu krambúðum landsins en hún hefur starfað óslitið frá 1919 og er að mestu óbreytt frá 1930 þegar húsið sem hún er í nú var reist. Þar hóf Haraldur Júlíusson verslunarrekstur og rak hann búðina ásamt konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, þar til hann féll frá árið 1973 en þá tók Bjarni, sonur hans, við rekstrinum. Í tilefni af afmælinu verður dagskrá frá klukkan 13 til 16 á laugardaginn og vonast fjölskyldan til að sjá þar sem flesta viðskiptavini og kunningja, jafnt heimamenn sem brottflutta. Í auglýsingu frá versluninni segir að í boði verði skagfirskur tónlistarflutningur undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar, veitingar og ávörp en umfram allt verði þó góðra vina fundur þar sem fólk eigi saman ánægjulega stund undir skagfirskum bláhimni, á kunnuglegum slóðum við verslunina sem verður opin meðan á hátíðahöldunum stendur. Bjarni og Dísa, kona hans, biðja þess í auglýsingunni að fólk íþyngi þeim ekki með gjöfum og blómum en þeim sem vilja láta eitthvað af hendi rakna er bent á Sauðárkrókskirkju, reikningsnúmer 0310-22-000980, kt. 560269-7659. /FE Góðra vina fundur undir skagfirskum bláhimni Aldarafmæli Verzlunar Haraldar Júlíussonar Verslun Haraldar Júlíussonar. MYND: FE 2 25/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.