Feykir


Feykir - 26.06.2019, Síða 9

Feykir - 26.06.2019, Síða 9
Ýmsar tískubylgjur hafa fylgt manninum í gegnum aldirnar, í fatnaði, húsbyggingum og ekki síst útbúnaði til reiðmennsku. Í pistlinum að þessu sinni verður fjallað stuttlega um söðla, sér í lagi svokallaða hellusöðla. Upplýsingar sem hægt er að lesa úr fornleifauppgröftum og öðrum heimildum benda til að söðlar heiðinna manna hafi almennt ekki verið mjög íburðarmiklir. Söðulgerðin tók þó breytingum og listaverk frá miðöldum sýna djúpa og skreytta söðla, standsöðla, sem var ríkjandi gerð hérlendis fram yfir 1600. Standsöðlar einkenndust af háum bríkum í bak og fyrir. Þeir voru ýmist steindir (málaðir), smeltir (skreyttir glerjuðum eirskjöldum eða málmskrauti) eða gylltir (látúnsbúnir). Gylltir söðlar voru síðar kallaðir látúns- eða hellusöðlar. Á 17. öld breyttust standsöðlar karla þannig að bríkurnar lækkuðu og kallaðist afbrigðið bryggjusöðull, og þá var einnig farið að tala um hnakka.1 Heldri konur riðu í sveifarsöðlum, en á þeim var breið baksveif milli hárra bríka og fjöl til að tylla báðum fótum á. Sveifarsöðullinn var einskonar stóll sem sneri út á hlið svo konan sneri þvert á reiðstefnuna. Hún þurfti því að halda um tauminn með annarri hendi og hafði litla stjórn á hestinum. Eitt íburðamesta afbrigði sveifarsöðlanna gömlu voru fyrr- nefndir hellu- söðlar og voru þeir klæddir látúnsverki. Látúnsplötur söðlanna voru ýmist drifnar eða grafnar (skornar), en slíkt var vandaverk og ber vott um fagurfræði listamannsins og mikla handlagni. Drifsmíði var þannig að teiknað var á málmplötu og hún svo slegin upp frá bakhlið eða að myndefnið var skorið í tré og málmplötur svo slegnar niður í skurðinn. Grafið eða skorið mynstur var gert með al sem er stuttur prjónn með haldi.2 Mynstur og mynd- efni gat verið alls kyns blómaflúr og fagrir sveigar, dýra- og kynjamyndir og áletranir. Á 19. öld bárust nýir straumar til landsins og nýar gerðir söðla og hnakka ruddu gömlum gerðum úr sessi. Söðulsveifin lækkaði og mjókkaði og kallaðist þá söðulbogi og bríkurnar hurfu. Um miðbik aldarinnar hófu jafnframt klakkasöðlar innreið sína, en þá var klakkur (tangi) við söðulnef, sem hægt var að hvíla annan fótinn á. Þá gátu konur snúið sér í reið- stefnu og náð betra taumhaldi á reiðskjóta sínum.3 Í sumar verður Hellusöðull þessi (sjá meðfylgjandi mynd) til sýnis á Sögusetri íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal, ásamt fleiri fallegum safnmunum frá Byggðasafni Skagfirðinga og Þjóðminjasafni Íslands, s.s. reiðaskjöldum, beislum og beislis- skrauti. Við hvetjum Skagfirðinga og nærsveitamenn til að gera sér ferð í Hóla og kynnast reiðtygjum liðinna alda betur. 1 Sigríður Sigurðardóttir. „Reiðver og akfæri: Samgöngur á landi fyrir vélvæðingu“. Hlutavelta tímans: Menningararfur á Þjóðminjasafni. (2004). Ritstj. Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir. Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík. Bls. 112. 2 Sigríður Sigurðardóttir. „Reiðtygjaprýði“. Prýðileg reiðtygi. (2018). Ritstj. Anna Lísa Rúnarsdóttir. Rit Þjóðminjasafns Íslands 49, Reykjavík. Bls. 8-9. 3 Sama heimild. Bls. 112-113. FRÓÐLEIKUR FRÁ BYGGÐSAFNI SKAGFIRÐINGA Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar Hellusöðlar: Þarfaþing og listagripir 25/2019 9 Hvernig nemandi varstu? Sá sem skilaði verkefnum á síðustu stundu. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar pabbi þurfti að taka allar spennurnar úr hárinu á mér með sína tíu þumalputta. Hélt að þetta myndi engan endi taka. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi og listamaður. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Man ekkert sérstaklega eftir neinu leikfangi en mér þótti voða vænt um hjólið mitt. Besti ilmurinn? Nýslegið gras. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Hvanneyri, Búfræðideild haust 2008. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ætli það hafi ekki verið Paparnir! Hvernig slakarðu á? Gönguferð upp í fjall og fara í reiðtúr á góðum hesti. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Hjördísi Ósk og Guðjóni Val. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Grænmetislest sem ég bý til þegar dóttirin á afmæli. Hættulegasta helgarnammið? Ís með Marssósu. Hvernig er eggið best? Steikt. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? Velgengni er vinna, ekki gefast upp og safnaðu minningum frekar en hlutum. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Ingveldur Ása Konráðsdóttir. ÁRGANGUR: 1985. FJÖLSKYLDUHAGIR: Í sambúð með Jóni Ben. Sigurðssyni og eigum við dótturina Margréti Rögnu og eitt á leiðinni í ágúst. BÚSETA: Böðvarshólar. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er dóttir Konna og Rögnu sem bjuggu á Böðvarshólum í Húnaþingi vestra og er alin þar upp. STARF/NÁM: Bóndi, þroskaþjálfi og sveitarstjórnarfulltrúi. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Sauðburður, meðganga og sveitarstjórnarmál. Ingveldur Ása Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar tófan sem við áttum fór í bæjarferð á Hvammstanga, við mismikla gleði bæjarbúa. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég væri til í að vera Sigga Beinteins og halda tónleika. Er viss um að það sé frábær upplifun…. að geta sungið!!! Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Thrive eftir Rob Kelly, vegna þess að hún hefur kennt mér svo mikið. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Sko... Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hver er þessi Ingveldur Ása? Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Grikklands. Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ferðast meira með fjölskyldunni, hlaupa Laugaveginn og ganga upp á Kilimanjaro. Ingveldur Ása. MYND ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.