Fréttablaðið - 23.12.2020, Page 6

Fréttablaðið - 23.12.2020, Page 6
REYKJAVÍK „Það hefur ekkert breyst. Ekki neitt,“ segir Sigríður Ólafsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk Fossvogsskóla. „Hann fær mikið exem. Svo fær hann mikla heilaþoku, mikil þreyta, á erfitt með að læra og einbeita sér,“ segir hún. Ástandið breytist alltaf þegar hann er ekki í skólanum og tekur það hann nokkra daga að jafna sig að fullu. „Um daginn átti hann erfitt með að telja upp vikudagana, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur. Hann gat það ekki. Það var ekkert mál um helgina þegar hann var ekki búinn að vera í skólanum.“ Ráðist var í umfangsmiklar end- urbætur á hluta húsnæðis Fossvogs- skóla vorið 2019 eftir að upp komst um myglu. Í sumar var svo aftur ráðist í framkvæmdir á húsnæðinu eftir fund með skólaráði. Í kjölfar þeirra framkvæmda voru tekin sýni í kjölfar þrýstings foreldra og starfs- fólks. Fundust þá nokkrar tegundir myglu. Í kjölfar þrifa var ráðist í aðra sýnatöku fyrr í þessum mán- uði og vinnur Náttúrufræðistofnun nú að tegundagreiningu sem gerð verður opinber á næstunni. Foreldrar þr ig g ja nemenda við skólann segja þau enn finna fyrir einkennum myglu, þá hefur eitt barn hætt í skólanum í haust vegna þess. Foreldrarnir segjast vita um fleiri börn sem finni fyrir einkennum. Leitað hefur verið til umboðsmanns borgarbúa og að utanaðkomandi sérfræðingur verði foreldrum innan handar. Sigríður segir það útilokað að einkennin megi rekja til annars en húsnæðis skólans. „Hann tekur gríðarleg stökk í námsárangri þegar hann er ekki í þessu húsnæði. Til dæmis síðasta vor þegar hann var í útistofu,“ segir hún. „Hann finnur ekki fyrir einkennum annars staðar. Hann er líka þarna í marga klukku- tíma á dag.“ Hún vill að það sé leitað betur að rakaskemmdum og myglu í skól- anum. „Þegar það eru svona mörg börn sem finna fyrir þessu þá hlýtur þetta að vera dreift um skólann.“ Þau tóku fyrst eftir einkennum fyrir rúmu ári. „Hann var í útistofu en veiktist alltaf þegar hann fór í heimilisfræði. Fékk ljót útbrot. Púslin fóru að raðast og við áttuð- um okkur á hvað væri í gangi,“ segir Sigríður. „Þá fórum við að skrifa bréf til skólastjórnenda og Reykjavíkur- borgar, þeim var sjaldan svarað. Úrræði skólastjórnenda virðast ekki vera nein. Okkur mætir bara tómlæti hjá borginni. Ég hef hringt, ég hef sent bréf, ég hef farið í fjöl- miðla. Enginn hjá borginni hefur haft sambandi við okkur, foreldra barnsins.“ Hún hefur þó fengið símtal frá skólastjóra Fossvogsskóla. „Það var fimmtán mínútna samtal. Það er það eina sem hægt er að flokka sem eitthvert úrræði fyrir son okkar.“ Fram kom í máli sveppasérfræð- ings á fundi sem haldinn var með foreldrum í lok september í kjölfar sýnatöku að ef einstaklingur finni fyrir einkennum í húsnæði og hafi verið útsettur fyrir myglu áður sé mjög líklegt að það sé mygla í hús- næðinu. Sonur Sigríðar hættir að öllum líkindum í skólanum um áramótin og fer í annan skóla. „Við getum ekki boðið honum lengur upp á þetta. Hann þarf þá að fara frá öllum sínum vinum og verður í skóla í öðru hverfi en hann býr í. Þetta er ömurleg staða og við erum svakalega sorgmædd yfir þessu.“ arib@frettabladid.is Mundi ekki vikudaga vegna myglueinkenna Foreldri drengs í þriðja bekk Fossvogsskóla segir útilokað að myglueinkenni megi rekja annað en til húsnæðis skólans. Einkennin hafa áhrif á einbeitingu og námsárangur. Reykjavíkurborg segir að búið sé að taka húsnæðið í gegn. Hátt í fjórða hundrað börn stunda nám í skólanum, hópur þeirra finnur fyrir einkennum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Segja fullt mark tekið á athugasemdum Leitað var eftir viðbrögðum Reykjavíkurborgar við um- fjölluninni, óskað var eftir því að yfirlýsingin hér fyrir neðan yrði birt í heild sinni. „Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs og annað starfs- fólk borgarinnar sem hafa komið að málefnum Fossvogsskóla hef- ur ætíð hlustað á bæði foreldra og foreldraráð skólans og tekið fullt mark á þeim athugasemdum og ábendingum sem komið hafa fram. Húsnæðið hefur allt verið tekið í gegn og komið í veg fyrir rakavandamál. Þær aðgerðir og það verk- lag sem nú er fylgt varðandi endurbætur og aðbúnað í Fossvogsskóla var samþykkt á sameiginlegum fundi skóla- ráðs Fossvogsskóla, skóla- og frístundasviði og umhverfis- og skipulagssviði í september og tilkynning þess efnis send til allra foreldra. Í Fossvogsskóla eru 360 nemendur og 50 starfsmenn. Skólastjóri, í samráði við nemendaverndarráð Fossvogs- skóla fjallar um málefni þeirra nemenda sem hér um ræðir. Í nemendaverndarráði situr meðal annarra skólahjúkrunarfræðingur skólans. Á fundinum í haust sem vitnað er til í fyrirspurninni var talað um að viðgerðavinnu í skólanum væri að ljúka en jafnframt var ákveðið að taka mælingar fyrir og eftir þrif svo hægt væri að meta ástand á rykögnum í skólanum. Það hefur verið gert. Eftir að niðurstöður loftgæða- mælinga frá Mannviti voru kynnt- ar fyrir foreldrum og skólaráði varð umhverfis- og skipulagssvið við óskum foreldra og skólaráðs um að skipta um verkfræðistofu í byrjun 2019. Verkís sem er óháður sérfræðingur í verkefninu tók þá við rannsóknar- og grein- ingavinnu á byggingarhlutum skólans. Í skilaboðum Verkís til borgarinnar var lagst gegn því að tekin verði sýni í húsnæðinu til tegundagreiningar þar sem ekki væri nauðsyn á því. Ekki var talið forsvaranlegt að fá þriðju verkfræðistofuna til þess að vinna sömu vinnu og Mannvit og Verkís höfðu þegar unnið sérstaklega í ljósi þess að öll sýni sem send eru til grein- ingar eru send til sama aðila, þ.e. Náttúrufræðistofnunar Íslands sem leggur fræðilegt mat á grein- ingu sýna jafnt fyrir alla aðila sem senda til þeirra sýni. Niðurstaða greininga sýna sem send eru til NÍ eru alltaf opinber. Verkfræði- stofurnar Mannvit, Verkís og Efla nota í grunninn sömu aðferðir.“ Um daginn átti hann erfitt með að telja upp vikudagana, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur. Hann gat það ekki. Það var ekkert mál um helgina þegar hann var ekki búinn að vera í skólanum. Sigríður Ólafs- dóttir, móðir nemanda í Foss- vogsskóla Meira á frettabladid.is Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu ömmu morð um jólin Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 777 2700 | xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ www.xprent.is KYNNINGARSVÆÐI N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.