Fréttablaðið - 23.12.2020, Síða 16
Ólafía Hrönn hefur ánægju af því að föndra en aðspurð segir hún að það sé voða
lega misjafnt hvort hún föndri
eitthvað fyrir jólin. „Stundum er
maður á kafi í vinnu, það er að
segja ef maður tekur þátt í jólasýn
ingunni hjá Þjóðleikhúsinu. Það er
líka misjafnt hvað föndurástríðan
er sterk í mér. Ég hef örlítið verið
að hekla jólakúlur og get alveg gert
það í vinnunni þegar verið er að
greiða mér og farða, þá finnst mér
voðalega gott að hafa eitthvað að
gera.“
Klósettrúllur notaðar
í diskamottur
Í ár voru servíettuhringir aðal
jólaföndrið hjá Ólafíu Hrönn. „Ég
sá fallega diskamottu í Byko, rauða
og glansandi, svo jólalega. Ég fjár
festi í henni og klippti klósettrúllu
eftir henni endilangri og límdi svo
diskamottuna við og setti hringinn
saman aftur en hafði hann minni.
Eins gerði ég þetta án klósettrúllu,
skreytti þetta með pakkaböndum á
sumum en mér finnst líka fallegt að
hafa þetta bara einfalt. Ég held að
ég hafi fengið þarna 30 servíettu
hringi fyrir 450 krónur. Ég er afar
stolt að segja frá jólaskrautinu sem
ég útbjó í ár, ég heklaði yfir krukku
lok og þá kemur þyngd í jóladjásnið
og saumaði svo í með gylltu pakka
bandi.“
Ólafía Hrönn segist ekki hafa
haft mikið fyrir jólunum gegnum
tíðina. „Ég geri þetta allt, en mér
finnst þetta ekki svo mikið mál,
það tekur enga stund að setja upp
jólin. Aðventukransinn er aðeins
fjögur kubbakerti á bakka og svo
set ég fallega jólahluti í miðjuna. Ég
hef aldrei bakað fyrir jólin, kaupi
deig og set inn í ofninn fyrir barna
börnin, þótt það sé bara til að fá
jólakökuilminn í hús.
Ég er jafnframt afar stolt af
heimatilbúna jólatrénu sem ég bjó
til. Miðjan á því er pappírsrúlla sem
kemur innan úr pappírsdúkarúll
um. Greinarnar eru sushiprjónar.
Ég var eitt sinn á leikferð og leik
hópurinn fór út að borða og fékk
sér sushi og þá greip ég tækifærið
og hirti alla sushiprjónana, bingó,
þá var komið jólatré. Þetta jólatré
er sérstaklega sniðugt á milli hátíða
því þá dreg ég alla prjónana úr og
set í fallegan poka og kem því fyrir
inni í hólkinum. Alveg dýrðlegt,“
segir Ólafía Hrönn og ótrúlega
hamingjusöm með útsjónarsemina
í sér.
Skemmtiatriði
besta jólagjöfin
„Mér finnst skemmtilegast að
hitta í mark með jólagjöf, sjá bæði
undrun og þakklæti í senn, það er
afskaplega gaman og gefandi. Svo
er náttúrulega ávallt skemmti
legast að sjá minnstu börnin taka
þátt á jólunum, það er bara frábært
skemmtiatriði.“
Ólafía Hrönn heldur fast í jóla
hefðir. „Ég fer ávallt í kirkju og
börnin með, þó að eitthvað hafi
verið um skróp síðustu ár. Mér
finnst það hátíðlegt og síðan er
maður orðinn glorsoltinn eftir
messu og þá er notalegt að setjast
til borðs. Ég sagði oft við krakkana
mína að á jólunum eigi maður að
haga sér vel og hugsa eins og Jesú,
fyrirgefa og vera umburðarlyndur,
draga fram þá kosti sem gott kristi
legt uppeldi hefur kennt.“
Jólarauðkálið
er stórmerkilegt
Ólafía Hrönn deilir tveimur upp
skriftum með okkur sem henni
finnst ótrúlega skemmtilegt að
gera.
„Mér fannst alltaf svo merki
legt þegar ég heyrði að fólk var að
útbúa sitt sérstaka jólarauðkál.
Vá, svakalega er þetta myndarlegt
fólk, hugsaði ég. Ég elska rauðkál
og geri mitt rauðkál á svo ein
faldan hátt að það er varla hægt að
segja frá því. Fyrir ketó fólk þá er
þetta sniðugt. Skera niður rauðkál
og setja á pönnu þannig að það
hylji alla pönnuna. Hella vatni yfir
pönnuna, þannig að vatnsyfir
borðið liggi í sömu hæð og rauð
kálið og sjóða það þar til rauðkálið
er búið að drekka í sig vatnið. Næst
sletti ég rauðvínsediki yfir, einum
til tveimur töppum. Að lokum
strái ég einni til tveimur mat
skeiðum af stevíusykri og hræri í
þessu og bingó, tilbúið.“
Brauð að hætti Lollu
100 g sólblómafræ
100 g graskersfræ
50 g brokkolí
4 egg
1 tsk. vínsteinslyftiduft
Byrjið á því að hita ofninn í
180°C með blæstri. Næsta skref
er að setja sólblómafræ og 70 g af
graskersfræjum í matvinnsluvél.
Maukið eins vel og hægt er. Setjið
brokkolíið út í ásamt maukinu og
bætið eggjum út í. Hrærið vel og
setjið síðan vínsteinslyftiduftið út
í og eina teskeið af salti og hrærið
stutt. Hellið síðan þessum 30 g af
graskersfræjunum sem eftir eru
yfir eða bætið í deigið eftir smekk,
bæði fínt. Það má setja deigið í
múffuform eða brauðform og setja
síðan í ofninn og baka vel. Þið
sjáið þegar brauðið er að byrja að
brenna, þá er það tilbúið.
„Mér finnst alla jafna mjög
gaman að elda en er ekki alveg eins
fær í bakstri.“
Gleðileg jól.
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn
Víglundsson
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550
5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Jólatréð er óvenjulegt en það er
búið til úr pappahólk og sushi-
prjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Meira að segja rósirnar á jólaborð-
inu hefur Lolla föndrað af snilld.
Jólakökur á borðum hjá Lollu. Jólaskrautið þarf ekki að vera
flókið eins og sjá má hér.
Það er ekkert verið að flækja málin.
Jólaborðið með rauðum dúk og ýmsu handunnu skrauti. Hér má sjá jólatréð í nærmynd. Heldur óvenjulegt.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn@torg.is
Matarást
Sjafnar
Framhald af forsíðu ➛
Opið til 23 í kvöld
GLEÐILEGA HÁTÍÐ
Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R