Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 20
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra föður, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
Sigurðar Haukdal
sem lést föstudaginn 6. nóvember síðastliðinn.
Hólmfríður Haukdal Eðvald Smári Ragnarsson
Benedikta Haukdal Runólfur Maack
Anna Björg Haukdal Gísli Gíslason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Róbert Ólafur Grétar McKee
kennari,
Klukkubergi 18, Hafnarfirði,
andaðist fimmtudaginn 17. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Vegna aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda
viðstödd. Hægt verður að nálgast streymi á mbl.is/andlat
Helga Margrét Sveinsdóttir
Anton Sveinn McKee
Karitas Irma McKee Högni Grétar Kristjánsson
Arnar Róbertsson Marín Ólafsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Valdimar Sigurður
Gunnarsson
Vallargötu 25, Keflavík,
lést á Hrafnistu Nesvöllum,
laugardaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
þriðjudaginn 29. desember kl. 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur
vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
facebook.com/groups/utforvaldimars/
Sæmundur Valdimarsson Herdís Óskarsdóttir
Gunnar B. Valdimarsson Sigríður H. Guðmundsdóttir
Sveinn Valdimarsson Brynja Eiríksdóttir
Rúnar Gísli Valdimarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Aðalheiður Benedikta
Ormsdóttir
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar
laugardaginn 19. desember.
Hanna Björg Halldórsdóttir
Jón Ormur Halldórsson Auður Edda Jökulsdóttir
Ingibjörg Halldórsdóttir Hermann Jónasson
Halldór Þormar Halldórsson Hanna Björnsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
Dóra Lydía Haraldsdóttir
Geitlandi 3, Reykjavík,
varð bráðkvödd
á heimili sínu 20. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Arinbjörn Árnason Joanne Árnason
Pálína Árnadóttir
Margrét Árnadóttir Þórður Mar Sigurðsson
Haraldur Haraldsson
Páll Haraldsson
Aron James og Joshua Ben
Ástkær eiginmaður minn , faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Elís Jón Sæmundsson
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
sunnudaginn 20. desember.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju,
þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur
vera viðstaddir athöfnina.
Sólveig Árnadóttir
Ólafur Ragnar Elísson Hrafnhildur Bjarnadóttir
Sæmundur Bjarni Elísson Kristinn Sigurður Jónsson
Karen Mjöll Elísdóttir Rúnar Þór Björgvinsson
Vilborg Elísdóttir Ómar Björn Jensson
Árni Sigurðsson Guðrún Stefánsdóttir
Sigurlaug Sigurðardóttir Halldór Einarsson
Gunnar Sigurðsson Anna Guðmundsdóttir
Kristján Sigurðsson Rannveig Böðvarsdóttir
Viðar Smári Sigurðsson Sigurbjörg Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jórunn Fanney Óskarsdóttir
áður Hringbraut 65, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði,
laugardaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 29. desember kl. 13.00. Vegna aðstæðna
verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir.
Sigurður P. Sigmundsson Valgerður Heimisdóttir
Einar P. Guðmundsson Lára Halldórsdóttir
Óskar H. Guðmundsson Berglind Hallmarsdóttir
Björgvin S. Guðmundsson Þóra Hallgrímsdóttir
Sigrún B. Guðmundsdóttir
Elín Þ. Guðmundsdóttir
Guðmundur F. Guðmundsson Kolbrún Magnúsdóttir
Klara G. Guðmundsdóttir Miles Boarder
barnabörn og barnabarnabörn.
Að fá að lifa þennan hörm-ungaratburð af er mikil gæfa og ég hef alltaf getað horft á jákvæða þáttinn,“ segir Páll Stefánsson f lugmaður þegar hann
fer í huganum yfir f lugslys sem hann
lenti í árið 1970 í Færeyjum. Frá því slysi
segir á glöggan hátt í bókinni Martröð
í Mykinesi eftir þá Grækaris Djurhuus
Magnussen og Magnús Þór Hafsteins-
son, sem Ugla gefur út.
Mörg kraftaverk unnin
Páll var 28 ára aðstoðarf lugmaður
vélarinnar Fokker Friendship TF-FIL
sem brotlenti í grýttri fjallshlíð í þoku-
sudda og hvassviðri. Hann upplifði að
Bjarni Jensson flugstjóri lést við hliðina
á honum. „Það var mjög dramatískt, ég
missti meðvitund en fékk hana aftur
þegar færeyski yfirdýralæknirinn, Dán-
jal J. Bærentsen, var að hjálpa mér út og
mörgum öðrum. Hann hefur örugg-
lega bjargað lífi mínu því hann batt um
höfuð mitt, en ég hafði fengið höfuðhögg
og skurð sem náði frá hægra gagnauga
upp á höfuð og blæddi mikið úr. Það er
því margt í þoku fyrir mér sem gerðist
þennan dag, annað en sú hamingjutil-
finning sem ég fann fyrir þegar ég kom
úr brakinu og sá fólkið sem hafði komist
lífs af, ég fæ enn kökk í hálsinn þegar ég
hugsa um hana. Enda kallaði ég nokkr-
um sinnum: „Við erum á lífi.““
Vélin var á um 300 kílómetra hraða
þegar hún lenti og stoppaði á 80 metr-
um. Átta dóu samstundis, að sögn Páls.
„Það er með ólíkindum að allir hinir 26
skyldu halda lífi og björgunarafrekið
sem Færeyingar og f leiri unnu þarna
við hrikalegar aðstæður er magnað.
Þrír kílómetrar voru frá brakinu niður
að byggðinni í Mykinesi og í mörgum til-
fellum gekk fólkið þá leið í fylgd heima-
manna, aðrir voru bornir. Einhverjir
sem lentu í slysinu báru hina sem voru
ófærir um að ganga sjálfir, sumir fóru
f leiri ferðir. Það voru mörg kraftaverk
unnin og ég hef oft fengið kökk í hálsinn
þegar ég hugsa um góðu þættina.“
Fljótur að ná sér
Ekki liðu nema fjórir og hálfur mánuður
þar til Páll var farinn að fljúga aftur. „Ég
var lánsamur, fékk góða aðhlynningu og
var fljótur að ná mér. Fyrir utan sárið á
höfðinu var ég kjálkabrotinn, með brotn-
ar tennur, sprungur í hryggjarliðum og
ýmislegt minniháttar. Auðvitað voru
átök í sálinni en ég hef alltaf getað rætt
um þetta slys við ættingja, vini og kollega
og segi enn við sjálfan mig ef mér finnst
eitthvað hafa gengið verr en ég vildi hjá
mér: Palli, vertu ekki með þennan aum-
ingjaskap. Þú vannst einu sinni stærsta
lottóvinning sem hægt er að vinna – lífið
sjálft – og haltu svo bara áfram.“
Oft síðan kveðst Páll hafa flogið með
flugfreyjunum tveimur sem voru með
honum í þessu f lugi, Hrafnhildi Ólafs-
dóttur og Valgerði Jónsdóttur. „Það
myndaðist líka mikill og góður vin-
skapur milli fjölskyldu Bjarna heitins
Jenssonar og minnar. Það er yndislegt
fólk. Ekkjan hans heitir Halldóra eins
og konan mín. Mín var ófrísk af dóttur
okkar þegar slysið varð en hún kom til
Þórshafnar á þriðja degi og var hjá mér
tímann sem ég var þar.“
Á sjúkrahúsinu kveðst Páll hafa velt
mörgu fyrir sér: „Við vorum 26 sem
lifðum af þennan atburð 26. september,
ég er fæddur 26. júní og giftist Höddu 26.
apríl. Flugskírteinið mitt er ekki númer
26, því Dagfinnur Stefánsson, sem lifði
af slysið á Vatnajökli átti það, en mitt
er númer 826 og ég hugsaði: Þessir tveir
síðustu stafir eru gæfutalan mín.“
gun@frettabladid.is
Stóri lottóvinningurinn
Páll Stefánsson flugmaður var meðal þeirra 26 sem lifðu af er Fokker TF -FIL brotlenti
fyrir 50 árum í Færeyjum. Hann fær kökk í hálsinn við að rifja upp góðu þættina.
„Ég var lánsamur, fékk góða aðhlynningu og var fljótur að ná mér,“ segir Páll. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Björgunarafrekið sem Færey-
ingar og fleiri unnu þarna við
hrikalegar aðstæður er magnað.
2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT