Feykir


Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 1

Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 1
Rétt fyrir áramót gekk Fisk Seafood ehf. frá kaupum á tveimur skipum af Gjögri hf. á Grenivík. Um var að ræða skuttogarana Vörð EA-748 og Áskel EA-749. Einnig keypti Fisk Seafood tæplega 660 tonn af aflaheimildum Gjögurs. Aflaheimildir Fisk Seafood verða eftir kaupin tæplega 23 þúsund tonn eða um 6% af úthlutuðum aflaheimildum fiskveiðiársins 2018/2019. Skipin verða afhent í lok júlí á næsta ári og um sama leyti fær Gjögur tvö ný skip til afhendingar. Verðmæti við- skiptanna miðað við núverandi gengis- skráningu eru tæplega 1,7 milljarðar króna. Vörður var smíðaður árið 2007 hjá Nordship í Póllandi. Skipið er tæplega 29 metra langt, ríflega 10 metrar á breidd, 285 rúmlestir og 485 brúttó tonn að þyngd. Áskell er stálskip sem smíðað var hjá skipasmíðastöðinni Ching Fu í Taiwan árið 2009. Skipið er tæplega 29 metra langt, rúmlega 9 metra breitt og 362 brúttótonn að þyngd. Skipin voru seld án kvóta en í sérstökum viðskiptum með aflaheim- ildir keypti Fisk Seafood af Gjögri tæplega 350 tonna kvóta í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk smærri heimilda í löngu, blálöngu, keilu, skötusel og þykkvalúru. Arnar landar á Króknum Í tilkynningu frá Fisk Seafood kemur fram að skipakaupin séu liður í endur- nýjun og endurskipulagningu á flota fyrirtækisins. Með nýjum skipum í stað hinna eldri mun öryggi aukast um borð og aðbúnaður batna til muna. Endurnýjuninni er einnig ætlað að efla hagkvæmni í rekstri, fjölga heppileg- um fiskimiðum með tilheyrandi fjöl- breytni veiðanna, bæta meðferð aflans og auka um leið verðmæti hans. Að sögn Friðbjörns Ásbjörnssonar, framkvæmdastjóra Fisk Seafood, eru Vörður og Áskell fjölmiðaskip sem geta sótt á veiðislóðir hringinn í kring- um landið. Skömmu fyrir áramótin landaði Arnar HU-1 í fyrsta sinn á Sauðárkróki alls um 266 tonnum af frystum sjávarafurðum. Áður hafði skipið landað í Reykjavík í einhverja mánuði eftir að hafa verið til langs tíma á Skagaströnd. Friðbjörn segir, varðandi landanir Arnars, að verið sé að leita aukinnar hagkvæmni með lækkun rekstrarkostnaðar. „Enda var það þannig að við áttum í erfileikum að manna og gera út skipið. Þegar Sauðár- krókur var gerður að útflutningshöfn hjá Samskipum og Eimskip lá beint við að haga löndunum Arnars með tilliti til þess, enda er gríðarlegur kostaður í milliflutningum á milli hafna innan- lands.“ /PF Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is 01 TBL 9. janúar 2019 39. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 4 Jólin kvödd Þrettándamessa í Sauðárkrókskirkju BLS. 8 Annar hluti ferðasögu Hjalta Pálssonar Perú – Inkalandið í Andesfjöllum II Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaða- bakka er Norðvestlendingur ársins 2018 Með Parkinson- sjúkdóm og saumar bútasaumsteppi fyrir góðan málstað Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum Skipakostur stækkar og aflaheimildir aukast Tveir nýir togarar í flota Fisk Seafood BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta BORGARFLÖT 19 550 SA ÐÁRKRÓKUR & 8 9 5 27 Heimilismatur í hádeginu Heitur matur 1390 kr. Súpa og brauð 1100 kr. www.bjarmanes.is Meirapróf - Vinnuvélanámskeið Ökunám - Endurmenntun Birgir Örn Hreinsson Ökukennari S: 892-1790 bigh@simnet.is Þrír togarar Fisk Seafood í Sauðárkrókshöfn í lok gamla ársins; Drangey SK2, Arnar HU1 og næst Málmey SK1. MYND: HING.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.