Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
01
TBL
9. janúar 2019 39. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Yfir 20 manns með fjölbreytt tónlistaratriði
Græni salurinn í Bifröst
Það var fín stemning í Bifröst þann 28. desember sl.
þegar tónleikarnir Græni salurinn fóru fram að
viðstöddu fjölmenni. Boðið var upp á alls tíu
tónlistaratriði af ýmsum toga og var gerður góður
rómur að. Þó að einhverjir hafi fengið að stíga oftar á
stokk en aðrir mætti telja yfir 20 manns sem létu til
sín taka.
Fyrstir stigu á stokk þeir Eysteinn Ívar Guð-
brandsson og Ingi Sigþór Gunnarsson og komu
áhorfendum í gott skap með skemmtilegum
tilþrifum í söng og leik. Því næst söng Valgerður
Erlingsdóttir góðan brag um Sauðárkrók sem hún
samdi sjálf. Svo kom hvert tónlistaratriðið eftir
annað og aldeilis ljómandi góð: Ása Svanhildur, Elín
Sif og Reynir, Uncle blues, Úlfar og Reynir,
Norðaustan 3, Skólahljómsveitin, Binni Rögnvalds
og Tríó Pilla Prakkó rak svo lestina. Til að koma í
veg fyrir misskilning þá fóru tónleikarnir ekki fram í
Græna salnum svokallaða sem vinsæll var á böllum í
Bifröst í þá gömlu góðu, en nafnið er augljóslega
tekið þaðan.
Meðfylgjandi myndir tók Hjalti Árna sem mætti
galvaskur með myndavélina. TEXTI: PF
Ólíklegt að opnað verði aftur
Hafíssetur á Blönduósi
Óvissa ríkir um framtíð Hafíssetursins á Blönduósi og
hefur svo verið um nokkurt skeið eða síðan því var
lokað í sumarlok árið 2015.
Á Húna.is kemur fram að Valdimar O. Hermanns-
son, sveitarstjóri Blönduósbæjar, telji ólíklegt að setrið
verði opnað aftur, a.m.k. ekki í sömu mynd og áður, en
það er Blönduósbær sem er eigandi setursins. Setrið
var opnað sumarið 2006 í öðru af tveimur elstu húsum
Blönduóss, Hillebrandtshúsinu. /FE
Norðaustan 3 án Sigfúsar Ólafs, Steinar Gunnars og Ægir Ásbjörns en
Sibbi kom sterkur inn með ásláttarhljóðfæri.
Guðni Friðriks var vígalegur á hljómborðinu í Tríói Pilla Prakkó.
www.skagafjordur.is
Álagning fasteignagjalda
í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2019
Fasteignagjaldakröfur Sveitarfélagsins Skagafjarðar birtast í öllum heimabönkum.
Fasteignaeigendum er bent á að notfæra sér beingreiðslur
hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum.
Í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins geta fasteignaeigendur:
• Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2019, eftir að álagning hefur farið fram.
• Óskað eftir að fá sendan álagningarseðil.
• Óskað eftir að greiða fasteignagjöldin með boðgreiðslu.
• Óskað eftir að greiða öll fasteignagjöldin á einum gjalddaga.
• Tilkynnt um breytingar er varða greiðslur og greiðendur á fasteignagjöldum.
Álagning – breytingar – innheimta
Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins eftir
einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000
eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is
Álagningarseðlar
Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir bréfleiðis nema þess sé óskað. Vinsamlegast tilkynnið það sem fyrst.
Allir gjaldendur, lögaðilar og einstaklingar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðilsins í Íbúagáttinni og á
vefsíðu island.is undir „Mínar síður“.
Gjalddagar
Gjalddagar fasteignagjaldanna verða níu frá 1. febrúar til og með 1. október 2019.
Hægt er að fá að greiða öll gjöldin á einum gjalddaga 1. maí 2019 eða fyrr séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.
Sækja verður um það fyrir 17. janúar 2019.
Greiðslumátar
• Beingreiðslur
Innheimtur greiddar með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í viðkomandi banka til að virkja þennan kost.
• Boðgreiðslur
Tilkynna þarf til sveitarfélagsins ef óskað er eftir að greiða fasteignagjöld með kreditkorti.
Þetta á einungis við þá sem eru í fyrsta sinn að óska eftir þessum greiðslumáta fasteignagjalda.
Óska þarf eftir breytingu á greiðslumáta fyrir 17. janúar 2019.
• Greiðsluseðlar í tölvupósti.
Greiðsluseðill sendur í tölvupósti og birtist einnig í heimabönkum. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst
á netfangið innheimta@skagafjordur.is sé þess óskað fyrir 17. janúar 2019.
• Greiðsluseðlar
Innheimtur greiddar með heimsendum greiðsluseðlum. Hvatt er til þess að aðrir greiðslukostir séu notaðir.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
Lækkun fasteignaskatts á íbúðum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru reiknuð við álagningu til bráðabirgða og er
stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2018 vegna tekna ársins 2017. Endanlegur útreikningur fer fram þegar
álagningu 2019, vegna tekna ársins 2018 er lokið. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra
tekna skv. skattframtali 2019. Ekki er þörf á að sækja um þennan afslátt.
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn
á netfangið innheimta@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6000.
Sauðárkróki 7. janúar 2019
Sveitastjóri
Stærsta band kvöldsins, Skólahljómsveitin. MYNDIR: HJALTI ÁRNA
Elín Sif og Reynir Snær náðu vel til áheyrenda m.a. með frumsömdu
efni.
Úlfar Haraldsson mætti að sunnan með bassana sína og lék í tveimur
atriðum.