Feykir


Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 5

Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 5
Lið Tindastóls spilaði sl. sunnudag sinn fyrsta leik á nýju ári þegar þeir skottuðust suður í Þorlákshöfn og léku við lið Þórs. Heimamenn hafa verið að ná jafnvægi í leik sinn upp á síðkastið og komnir með lúmskt sterkan hóp. Það mátti því búast við hörkuleik og sú varð raunin en þegar leið á leikinn urðu meiðsli Tindastólsmanna til þess að liðið náði ekki vopnum sínum á lokakaflanum og heimamenn lönduðu sætum sigri. Lokatölur 98-90. Lið Tindastóls hafði endur- heimt Urald King og hann var skarpur og skír framan af leik en varð að fara út af um miðjan þriðja leikhluta en svo virtist sem kappinn hefði snúið sig. Viðar kom lítið við sögu, spilaði sjö mínútur og fór sömuleiðis meiddur af velli en það var síðan auðvitað skarð fyrir skildi að Pétur var ekkert með sökum meiðsla. Heimamenn í Þór fóru betur af stað en mikið var skorað í fyrsta leikhluta og leiddu þeir 30-25 að honum loknum. Þristar frá Danero og Hannesi minnkuðu muninn í 32-31 og rétt fyrir miðjan annan leikhluta kom Brynjar Stólunum yfir, 36- 38, með nettum þristi og Danero bætti um betur með öðrum þristi. Næstu mínúturnar mun- aði yfirleitt um þremur til sex stigum á liðunum en Þórsarar löguðu stöðuna fyrir hlé en þá stóð 49-51. Baráttan harðnaði í þriðja leikhluta en Stólarnir héldu áfram forystunni en mest náðu þeir sjö stiga forystu, 58-65, enn og aftur eftir þrist frá Brynjari. Alltaf svöruðu heimamenn og Stólarnir náðu aldrei þessum spretti til að stinga heimamenn af. Urald King varð að fara af velli um miðjan þriðja leikhluta og Danero var kominn í villu- vandræði. Tindastólsmenn léku ágæt- lega fyrstu mínútur fjórða leik- hluta og komust yfir 81-85. Vendipunktur leiksins var síðan þegar Danero fékk sína fimmtu villu um miðjan fjórða leikhluta. Eftir það sprungu Stólarnir á limminu og Þórsarar sigldu fram úr og Stólarnir máttu sætta sig við annað tap sitt í vetur. Urald King var stigahæstur Stóla með 22 stig og Danero og Brynjar voru báðir með 18 en Dino 15 stig. Næsti leikur Tindastóls er hér heima fimmtudaginn 10. janúar en þá kemur lið Vals í heimsókn í Síkið. /ÓAB F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Dominos-deildin : Þór Þorlákshöfn – Tindastóll 98–90 Stólarnir höltruðu til ósigurs Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Þóranna Ósk íþróttamaður Skagafjarðar Íslandsmeistari í hástökki Þann 28. desember fór fram athöfn í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni, liði og þjálfara Skagafjarðar 2018. Auk þess voru hvatningarverðlaun UMSS veitt og viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku keppenda og þjálfara aðildarfélaga UMSS. Lið ársins er meistaraflokkur Tindastóls kvenna í knatt- spyrnu, þjálfari var valinn Sigurður Arnar Björnsson og íþróttamaður Skagafjarðar er Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir. Þóranna Ósk er Íslandsmeist- ari í hástökki innan- og utan- húss í aldurshópi 20-22 ára stúlkna og Íslandsmeistari og Bikarmeistari kvenna í hástökki utanhúss. Þóranna byrjaði árið vel, vann hástökk kvenna á Stórmóti ÍR, keppti á Reykjavík International Games þar sem hún stökk 1,76 m, bætti sitt persónulega met um 2 sm og setti þ.a.l. nýtt skag- firskt met í hástökki kvenna innanhúss. Utanhúss stökk hún hæst 1,77 m á Bikarmóti FRÍ og bætti sitt persónulega og skagfirska met um 5 sm. Þóranna er í landsliðshópi Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) í stökkgreinum og keppti hún þrívegis á þess vegum á árinu. Í febrúar tók hún þátt í Nordenkampen 2018 í Svíþjóð, í júní keppti hún á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein og lenti þar í 3. sæti og í ágúst tók hún þátt í Nordic/Baltic U23 leikunum í Svíþjóð og lenti þar í 5. sæti. Þóranna Ósk hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og stundað sína íþrótt af kappi síðustu ár og í kynningu kom fram að hún sýni ávallt tillitssemi og háttvísi bæði á æfingum og einnig í keppni, enda er hún góð fyrirmynd bæði innan vallar sem utan. Þóranna Ósk æfir frjálsar íþróttir undir leiðsögn þjálfara síns Sigurðar Arnars Björns- sonar á Sauðárkróki. „Kærkomið að uppskera eins og maður sáir“ Þóranna var að vonum ánægð þegar Feykir náði tali af henni eftir kjörið. „Þetta er það sem maður stefnir á. Ég hef unnið þetta einu sinni áður en var meidd árið eftir svo það er kærkomið að uppskera eins og maður sáir.“ Þóranna segir líðandi ár hafa verið sitt besta hingað til og æfingar gengið vel fyrir utan smá óhapp sem henti í byrjun desember er hún hlaut heilahristing í körfuboltaleik en Þóranna keppir með meistaraflokki kvenna í fyrstu deildinni í Íslandsmótinu. „Ég hef ekki getað æft neitt síðan en ég stefni á að keppa á næsta ári en bara spurning hvenær ég byrja. En ég er bjartsýn á, alla vega sumarið. Kemur í ljós með veturinn.“ Þóranna vill hvetja unga iðkendur til að vera duglega að æfa, þótt árangur sjáist ekki strax. „Það tók mig t.d. mörg ár að bæta mig. Maður verður alltaf að halda áfram,“ sagði nýkjörinn íþróttamaður Skagafjarðar. /PF Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir íþróttamaður Skagafjarðar. MYND: PF Kvennalið Tindastóls sótti lið ÍR heim í Breiðholtið um liðna helgi. Stólastúlkur höfðu unnið fyrsta leik liðanna í haust en mættu að þessu sinni til leiks með hálf vængbrotið lið og sunnanstúlkur gengu á lagið. Lokatölur voru 91-52. Þrjá sterka pósta vantaði í lið Tindastóls en Þóranna Ósk hefur enn ekki fengið grænt ljós á að spila eftir að hafa fengið heilahristing í byrjun desember. Þá er Rakel Rós að ná sér eftir puttabrot og Kristín Halla var fjarri góðu gamni. Það var því ansi lágvaxið lið sem steig dansinn fyrir Tindastól í Hertz-hellinum og byrjunin reyndist ansi brött því lið ÍR gerði fyrstu tíu stig leiksins. Stólastúlkur voru þó ekkert á því að gefast upp og minnkuðu muninn í 12-8 en staðan var 19-12 eftir fyrsta leikhluta. Þær héldu sér inni í leiknum fram yfir miðjan annan leikhluta en lið ÍR náði að auka forystuna síðustu mín- úturnar fyrir hlé og staðan 42- 28 í hálfleik. Breiðhyltingar gerðu síðan út um leikinn í byrjun þriðja leikhluta þegar þær gerðu 14 stig án þess að lið Tindastóls næði að svara. Tess gerði fyrstu stig Stólanna í síðari hálfleik 1. deild kvenna : ÍR – Tindastóll 91–52 Stólastúlkur fengu á baukinn í Breiðholti þegar leikhlutinn var rétt tæplega hálfnaður en þegar síðasti leikhlutinn hófst var lið ÍR komið með rúmlega þrjátíu stiga forystu, 73-42, og munurinn hélt áfram að aukast til leiksloka. Tess Williams var að venju atkvæðamest Stólastúlkna með 24 stig, sex fráköst, fjórar stoðsendingar og 14 fiskaðar villur. Marín Lind Ágústsdóttir var með átta stig en allt of snögg að ná sér í fimm villur. Lið ÍR rústaði stelpunum okkar í frákastabaráttuni, tók 63 fráköst á móti 27 Stólanna og þar lá hundurinn grafinn að þessu sinni. Nú er lokið langri útileikja- hrinu Tindastóls og við taka að minnsta kosti fimm heimaleikir í röð en á laugardag kemur lið Njarðvíkur í heimsókn í Síkið. Nú er bara að mæta og hvetja Stólastúlkur til dáða. /ÓAB Danero Thomas og Kinu Rochford eigast við í fyrri leik liðanna í Síkinu í haust. Rochford reyndist Stólunum ansi erfiður að þessu sinni. MYND: HJALTI ÁRNA 01/2019 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.