Feykir


Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 2

Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 2
Á morgun, 10. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalaheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni tímamótanna gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp. Bókin ber heitið Í barnsminni og ritaði Kristmundur hana á árunum 2005-2006, nærri 240 blaðsíður, prýdd fjölda mynda ásamt nafnaskrá. Í tilkynningu frá Sögufélaginu kemur fram að ferill Kristmundar sem rithöfundar og fræðimanns sé kunnari en frá þurfi að segja og er hann óskoraður meistari í meðferð íslensk máls og texta enda óhætt að fullyrða að þessi bók sé bráðskemmtileg aflestrar. Næsta laugardag, 12. janúar kl 16.00, verður bókarkynning og útgáfuhóf í Safnahúsinu á Sauðárkróki þar sem Hjalti Pálsson segir lítillega frá ævi- ferli Kristmundar og kynnum sínum af honum. Unnar Ingvarsson segir frá kynnum og samskiptum við Kristmund og Kristján B. Jónasson talar um bókmennta- og fræðistörf Kristmundar. Sölvi Sveinsson kynnir bókina og les upp úr henni en Sólborg Una Pálsdóttir stýrir dagskrá. Veitingar verða á boðstólum og bókin seld á tilboðsverði og eru allir velkomnir. /PF Þá hefur enn eitt árið tekið við af því gamla sem þaut hjá á fljúgandi ferð, rétt eins og suðvestan vindurinn sem er alltaf að flýta sér. Vonandi hefur árið verið flestum hagfellt þó aldrei verði hjá því komist að einhverjir mæti mótlæti, þannig er nú bara gangur lífsins og lítið við því að gera. Hins vegar snýst það oft að miklu leyti um hugarfar hvernig spor mótbyrinn markar á líf okkar. Ég vil þó geta þess að ég sjálf hef verið blessunarlega laus við stóráföll í lífinu (sjö-níu- þrettán) umfram það sem eðlilegt getur talist hjá fólki á miðjum aldri og get örugglega ekki sett mig í spor þeirra sem eiga við mikla erfiðleika að stríða. Við áramót líta margir yfir farinn veg og gera á einhvern hátt upp við fortíðina. Einnig tíðkast hjá mörgum að stíga á stokk og strengja heit og heyrist mér á tölfræðilegum úttektum á þeim heitum að þau eigi það gjarnan til að rofna, jafnvel strax á fyrsta degi nýs árs. Og hver er svo ástæðan? Jú, oft eru heitin þess eðlis að þau eru dæmd til að mistakast eða sett fram þannig að erfitt getur reynst að halda þau, til að mynda heit sem snúast um að snúa alfarið baki við ýmsum ósiðum á nýju ári eða þá að viðkomandi ætlar sér að færast svo mikið í fang að útséð er um það fyrirfram að heitin geti staðist. Ég hlusta talsvert á útvarp þegar ég ferðast milli staða sem ég geri flesta daga. Oft má þar heyra alveg þokkalega gáfuleg viðtöl við fólk úr ýmsum hornum samfélagsins. Ég man sjaldnast eftir því sem ég heyri mjög lengi, hvað þá að ég muni við hverja er rætt. Einn morguninn, ekki fyrir alls löngu, ég man auðvitað ekki hvað löngu, var viðtal við konu, ég man ekki í hvaða samhengi það var, en hún var að tala um hve mikilvægt það sé að hlakka til einhvers á hverjum degi. Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að þetta hljóti að vera afskaplega hollt viðhorf. Svo mitt áramótaheit er að reyna að byrja hvern dag þannig að ég sjái fyrir mér einhvern hlut sem ég get hlakkað til þann daginn, þó það væri ekki nema bara það að hlakka til þess að fara að sofa um kvöldið, svona þegar ég er að burðast við að lyfta upp augnalokunum þegar klukkan vekur mig að morgni dags. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Gleðilegt ár góðir lesendur Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Þessa fyrstu viku ársins var 179.358 kílóum landað á Norðurlandi vestra. Aðeins fimm bátar lönduðu á Skagaströnd þar sem dragnótabáturinn Onni var afla- hæstur með tæp 14 tonn en heildaraflinn þar var rúm 23 tonn. Á Sauðárkróki landaði Málmeyjan rúmum 156 tonnum og var hún eina skipið sem þar lagði upp. Hvorki barst afli á land á Hvammstanga né Hofsósi. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 30. des. 2018 – 5. jan. 2019 179 tonna heildarafli SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 1.141 Borgar Sig AK 66 Línutrekt 88 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 6.625 Onni HU 36 Dragnót 13.795 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.531 Alls á Skagaströnd 23.180 SAUÐÁRKRÓKUR Málmey SK 1 Botnvarpa 156.178 Alls á Sauðárkróki 156.178 Kristmundur á Sjávarborg 100 ára Bókarkynning og útgáfuhóf í tilefni tímamótanna Bókakápa Í barnsminni en bókin verður seld á tilboðsverði í útgáfuhófi í Safna- húsinu á Sauðárkróki nk. laugardag. Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 47 einstaklinga eða 0,7% á árs tímabili, frá 1. desember 2017 til 1. desember sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Íbúum landshlutans fjölgaði um þrjá til viðbótar í desember. Mesta fjölgunin í landshlutanum á síðasta ári varð í Blönduósbæ þar sem fjölgaði um 43 frá 1. des. 2017 til 1. des. 2018. Nemur það 4,8% fjölgun. Heildaríbúafjöldi á landinu öllu var, þann 1. desember 2018, 356.671 og hafði fjölgað um 2,4% milli ára. Hlutfallsleg fjölgun á árinu var mest í Mýrdalshreppi, 10,9%, en mest fækkaði í Reykhólahreppi, um 7,2%. Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra. Sé litið til Norðurlands vestra má sjá að heildarfjöldi íbúa á svæðinu var 7.227 þann 1. desember sl. en var kominn í 7.230 í byrjun þessa mánaðar. Íbúafjöldi í Sveitarfélaginu Skagafirði var 3.945 þann 1. desember 2017 en var kominn upp í 3.990 þann 1. desember sl. sem er fjölgun um 45 einstaklinga eða 1,1%. Í Húnaþingi vestra voru íbúar 1.190 í desember 2017 og fækkaði um níu milli ára eða í 1.181 sem er 0,8% fækkun. Sem fyrr segir fjölgaði íbúum Blönduósbæjar um 43 milli ára, úr 892 í 935 sem er 4,8% fjölgun en á Skagaströnd fækkaði um 21 íbúa á sama tíma, úr 480 þann 1. desember 2017 í 459 á sama tíma árið 2018. Er það 4,4% fækkun. Íbúar Húnavatnshrepps voru 374 í desember 2018 og hafði fækkað úr 387 ári fyrr eða um 3,4% og í Skagabyggð, sem er fámennasta sveitarfélagið á svæðinu, fækkaði um fjóra íbúa eða 4,3% milli ára, úr 92 í 88 íbúa. Íbúum Akrahrepps fjölgaði næstmest hlutfallslega á þess- um tólf mánuðum, úr 194 í 200 og nemur það 3,1% fjölgun. Upplýsingar um íbúafjölda má nálgast á vef Þjóðskrár. Eru þær uppfærðar mánaðarlega og byggjast á skráðri búsetu einstaklinga í þjóðskrá þann 1. hvers mánaðar. /FE Norðurland vestra Íbúum fjölgar um 0,7% milli ára 2 01/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.