Feykir


Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 6

Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 6
6 01/2019 sem hann eignaðist með ólöglegri áfengissölu. Til þess keypti hann ein 30 þvottahús í borginni sem skiluðu kannski 1000 dollurum á dag eftir þvottahúsreksturinn en frá þeim lagði hann kannski inn í bankana 10-20 þúsund dollara á dag og kom þannig peningum sínum löglega í umferð. Eyddum deginum á rölti í Cusco og ég keypti m.a. tvær peysur úr alpacaull á barnabörnin. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað þar sem framin var tónlist og dans og skrípalæti. Ég drekk helst ekki bjór en hér er þjóðardrykkur sem kallast Psico Sur ekki mjög sterkur en íblandaður einhverju þeytiefni sem freyðir. Hann reyndi ég að sjálfsögðu og smakkaðist vel. Einnig var ég kominn upp á að neyta drykkjar sem framleiddur er í landinu og heitir Inca Cola, gulur á lit eins og sólin sem Perúar hafa jafnan dýrkað. Þetta er miklu betri drykkur en venjulegt Coca Föstudagurinn 21. september var rólegheitadagur í bænum Aquas Calientes. David leið- sögumaður fór um morgun- inn upp með þá sem ekki gátu farið daginn áður vegna veikinda og örfáir fleiri fóru öðru sinni. Ég lét fyrri ferðina duga og rölti svolítið um götur seinni daginn. Þetta er bara ferðamannabær með versl- unum og veitingastöðum en samt gaman að skoða sig um. Milljónir fara til Machu Picchu árlega og umferðin gríðarleg. Kl. 4:30 var stigið um borð í lestina sem flutti okkur til Cusco, fjögurra stunda ferð eða því sem næst. Frá lestarstöðinni var tekin rúta en göturnar sem við ókum voru margar hræðilega ósléttar og mjög þröngar en hús víða óhrjáleg í meira lagi og sóðaskapur mikill. Villihundar eru margir á götum, stundum í smáhópum, stundum einir. Tókum gistingu á góðu hóteli við þrönga götu og gamla. Þar er ferhyrndur húsagarður sem hefur verið yfirbyggður. Dagar í Cusco Næsti dagur var tekinn rólega. Ferðahópurinn kominn í 3700 m hæð og við þurftum að aðlagast hæðinni. Gengum upp á Vopnatorgið, Place del Armas. Var í félagsskap með Andra og Hallfríði og Ragnari Kimbastaðafrænda. Andri vinur minn hafði sett buxur sínar í þvott en gleymdi þar í búnti af seðlum. Hann uppgötvaði þetta þegar við vorum að fara út, hafði samband við afgreiðsluna og með snarræði tókst að ná peningunum áður en þeir fóru í þvottavélina. Við sögðum að þarna hefði hann ætlað að reyna peningaþvætti. Hann greindi þá frá því hvernig þetta væri til komið með orðið peningaþvætti. Það var á dögum Al Capone í Banda- ríkjunum, þegar bannárin voru og Al Capone þurfti að koma í umferð peningum FRÁSÖGN & MYNDIR Hjalti Pálsson Í Feykisblaðinu 28. nóvember 2018 birtist fyrsti hluti frásagnar um ferð mína til Perú dagana 15.— 30. september síðastliðinn. Skal nú tekinn upp þráðurinn þar sem frásögn lauk með skoðunarferðinni um eyðiborgina Machu Picchu. Eftir þá upplifun tókum við gistingu á hóteli í bænum Aquas Calientes og þar borðaður kvöldverður. Sat þar til borðs með Guðrúnu Bergmann fararstjóra og David perúanska leiðsögu- manninum, ásamt Ragnari Ásmundssyni sem er tvöfalt systkinabarn við þá Kimbastaða-bræður, þannig að Ásmundur var bróðir Hjörleifs á Kimbastöðum og kona Ásmundar var systir Áslaugar, móður þeirra bræðra. Þar kom m.a. upp að Guðrún kvaðst vera ættuð frá Viðvík, afkomandi Péturs Zophoníassonar ættfræð- ings sem var langafi hennar. Eftir það töluðum við um okkur Skagfirðingana. Steinveggirnir mikilfenglegu við Sacayhuaman. Ferðasögubrot Hjalta Pálssonar Perú – Inkalandið í Andesfjöllum II Cola og flestir sem brögðuðu hann líkaði vel. Sunnudagurinn 23. septem- ber var frjáls í Cusco fram að hádegi. Þessi borg er 13 gráður og 9 mínútur sunnan við miðbaug. Fram um 1970 bjuggu þar einungis 35.000 manns en nú búa þar um 630.000 manns. Flugvöllurinn er nú í henni miðri en var áður utan við borgina. Fátækra- hverfin ná upp um allar hlíðar. Fyrir hádegi skrapp ég upp á torgið þar sem var gleði mikil og skrúðganga á vegum hersins sem stóð 2-3 tíma. Sá part af henni þar sem hver flokkurinn eftir annan gekk hring um torgið, allt frá leikskólabörnum upp í hermenn eða lúðrasveitir. Þetta mun oft vera á sunnudögum á þvísa torgi. Komst þarna í tæri við skóburstara sem vildi ólmur bursta skóna mína og lét ég það eftir. Mikil ágengd er hér af sölufólki, indíánar úr fátækrahverfum borgarinnar Stytta á aðaltorginu í bænum Aquas Calienten neðan við eyðiborgina Machu Piccu. Á skiltinu eru ferðamenn boðnir velkomnir til Machu Picchu. Höfundur með góðum ferðafélögum á veitingastað í Cusco.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.