Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 4
Fjölmenn athöfn
Fjölmennt var við þessa athöfn
og vígslubiskupinn á Hólum,
Solveig Lára Guðmundsdóttir,
flutti ágæta ræðu um það mikla
og óeigingjarna starf sem unnið
er í íslensku þjóðkirkjunni.
Meðal viðstaddra var séra Gylfi
Jónsson sem þjónaði um skeið
árið 2017 í kirkjunni á Króknum.
Séra Dalla Þórðardóttir, prófast-
ur, var einnig viðstödd.
Nýárssólin
Það er af safnaðarstarfinu að
frétta að nú fer fram hug-
myndavinna um endurbætur og
viðbyggingu á Safnaðarheim-
ilinu. Þar sem kemur nýtt
anddyri að vestanverðu með
lyftu, með aðgengi að nýjum
snyrtingum og efri hæðin verður
öllum aðgengileg. Hvert fram-
haldið verður skýrist á næstu
mánuðum. Já. „Hvað boðar
nýárs blessuð sól?“ „Í hendi
Guðs er hver ein tíð.“ [Tilv. í
Matthías Jochumsson.]
Hörður Ingimarsson
Að öllu jöfnu hefur ekki verið messað á þrettándanum, síðasta
degi jóla, gegnum árin. Oft hefur verið messa á nýársdag og nú
síðast fyrir ári er séra Hjálmar Jónsson annaðist athöfnina.
Tímamót voru nú er þrír
starfsmenn kirkjunnar létu af
störfum um áramótin, Baldvin
Kristjánsson meðhjálpari eftir
langt og einstaklega farsælt starf
frá árinu 2001, Björn Bjarnason,
sem annast hefur allan akstur við
útfarir síðan 1998. Björn var
mjög farsæll í sínu starfi og var
mjög hjálplegur fólki og sýndi
því auðmýkt og virðingu. Erla
Halldórsdóttir hefur aðstoðað
við útfarir og fleiri athafnir um
langt skeið allar götur síðan
löngu fyrir aldamót og verið
kirkjunni ómetanleg. Sigrún
systir hennar annaðist kirkju-
garðinn og útfararþjónustu
ásamt eiginmanni sínum, Sverri
Svavarssyni, um langt skeið. Á
þeim tíma var Erla Halldórsdótt-
ir komin þeim til aðstoðar. Jón
Alexandersson, maður Erlu,
hefur annast kirkjugarðinn að
undanförnu.
Þrettándamessan var fráfar-
andi starfsfólki til heiðurs og
þakkarstund.
Ávarp Sigrúnar
á Bergstöðum
Sigrún Aadnegard á Bergstöðum
flutti ágætt þakkarávarp f.h.
safnaðarstjórnar í Sauðárkróks-
prestakalli og bauð nýtt starfsfólk
velkomið. Sigurbjörg Rögnvalds-
dóttir og Eydís Eysteinsdóttir
taka við starfi meðhjálpara og
skipta með sér verkum. Þá koma
tímabundið starfsmenn að akstri
við útfarir og störf í kirkjugarði
fram á vor. Ingimar Jóhannsson,
formaður sóknarnefndar, afhenti
bæði fráfarandi og viðtakandi
starfsfólki glæsilega blómvendi
sem sjá má af myndum. Séra
Sigríður sóknarprestur bauð
síðan öllum viðstöddum til
mikillar veislu í Safnaðar-
heimilinu.
Séra Sigríður Gunnarsdóttir flytur blessunarorðin.
MYNDIR: H.ING.
Baldvin Kristjánsson, Björn Bjarnason og Erla Halldórsdóttir.
Byggðastofnun – nýbygging
Sauðármýri 2, Sauðárkróki
FULLBÚIÐ HÚS
ÚTBOÐ NR. 20886
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar óskar eftir
tilboðum í byggingu nýbyggingar fyrir Byggðastofnun, Sauðármýri 2,
Sauðárkróki. Um er að ræða fullbúið hús að innan og utan. Byggingin
er 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins.
Helstu magntölur:
Almenn steypumót, um 3.500 m²
Bendistál í plötur og veggi, um 55.000 kg
Steinsteypa í veggi, plötur, bita og súlur, um 555 m³
Forsteyptar einingar, um 530 m²
Múrfrágangur, um 1.500 m²
Gifsveggir, um 300 m²
Parketlögn, um 400 m²
Kerfisloft niðurhengd, um 700 m²
Málun veggja, um 2.000 m²
Verkinu skal vera að fullu lokið 1. maí 2020.
Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, þriðjudaginn 22. janúar 2019
kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Jólin kvödd
Þrettándamessa í
Sauðárkrókskirkju
Ingimar Jóhannsson, formaður sóknarnefndar og verðandi meðhjálparar, Sigurbjörg
Rögnvaldsdóttir og Eydís Eysteinsdóttir. Séra Sigríður Gunnarsdóttir lengst til hægri.
Sigrún á Bergstöðum flytur þakkarávarp.
4 01/2019