Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Rót.
Feykir spyr...
Hvað ætlar þú
að gera á nýju
ári sem þú
gerðir ekki á því
seinasta?
Spurt á Facebook
UMSJÓN palli@feykir.is
„(Vonandi) Taka mér
sumarfrí.“
Axel Kárason
„Ég ætla reyna að lifa í núinu
og hætta að ofhugsa hlutina,
heldur leyfa þeim að
koma til mín!“
Malen Rún Eiríksdóttir
„Að finna golfsveifluna mína
sem er búinn að vera týnd í þrjú
ár og lækka forgjöfina aftur
niður fyrir 15.“
Jón Hreinsson
„Ganga upp á Molduxa
og Gvendarskál.“
Helga Rósa Pálsdóttir
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
Þú þarft ekki að sjá allan stigann, bara taka fyrsta skrefið.
– Martin Luther King Jr.
Su
do
ku
RÉTTUR 1
Ostaspaghetti
Í þennan rétt má vel nota afganga,
t.d af hamborgarhryggnum eða
kalkúninum sem ekki kláraðist um
jólin en bíða í frysti eftir að hægt sé
að nýta.
spaghetti
blaðlaukur
3 hvítlauksrif
rauð paprika
smjör eða olía til steikingar
skinkustrimlar eða annað kjötmeti
sem til er
Camenbertostur eða annar álíka
ostur (tilvalið að nýta afganga)
brauðostur
matreiðslurjómi
svartur pipar
steinselja (má sleppa)
Aðferð: Spaghetti er soðið. Skerið
blaðlauk, papriku og hvítlauk
frekar smátt og steikið í smjöri eða
olíu þar til það hefur mýkst. Bætið
skinkunni við og blandið vel
saman. Bætið ostinum saman við
og látið bráðna. Bætið loks
rjómanum út í þar til úr verður
þykk sósa. Smakkið til með muld-
um pipar.
Að lokum er spaghetti blandað
saman við og steinselja klippt yfir.
Afgangar og After Eight
Flestir gera vel við sig um jólin hvað matföng snertir og því vill
brenna við að fólk sitji uppi með fjall af afgöngum í frystinum sem
koma þarf í lóg. Hér koma tvær ágætar uppástungur að því
hvernig nýta má kjötafgangana og loks er ein skúffukökuupp-
skrift fyrir þá sem fengu mikið After Eight súkkulaði í jólagjöf.
After Eight brúnkur. MYND AF NETINU
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is
RÉTTUR 2
Tartalettur
afgangur af hamborgarhrygg
eða hangikjöti
1 pakki tartalettur
sveppir eða aspas í dós
1 peli rjómi
50 g smjör
2 msk hveiti
rifinn ostur
Aðferð: Saxið sveppina eða
aspasinn í litla bita og steikið í
olíunni í nokkrar mínútur ásamt
kjötafgöngunum. Bætið við
smjöri, rjóma og hveiti og hitið á
vægum hita í u.þ.b. 10 mínútur.
Setjið í tartalettur og stráið osti
yfir. Bakið í ofni við 180°C í 20
mín. eða þar til osturinn hefur
bráðnað.
RÉTTUR 3
After Eight brúnkur
3 egg
140 g smjörlíki, brætt
2 dl sykur
1 dl hveiti
1 dl kakó
1 msk vanillusykur
1/5 tsk salt
20 plötur After Eight
flórsykur
Aðferð: Blandið saman hveiti
kakói og salti. Þeytið egg, sykur og
vanillusykur á hæsta hraða í u.þ.b.
tvær mínútur. Minnkið hraðann,
bætið smjörlíki og þurrefnum út í
og hrærið þar til deigið er
kekkjalaust. Hellið í smurt
skúffuform, u.þ.b. 20x20 cm.
Bakið við 170°C í 20 mínútur.
Takið kökuna úr ofninum og
látið kólna í nokkrar mínútur,
leggið svo lag af After Eight
plötum yfir. Kælið kökuna og
stráið flórsykri yfir áður en kakan
er borin fram, gjarnan má skera
hana í skúffukökubita, jafn stóra
After Eight plötunum.
Verði ykkur að góðu!
Tartalettur. MYND AF NETINU
01/2019 11
Ótrúlegt – en kannski satt..
Í desember 2012 voru átta manns handteknir þegar lögreglan
réðst til atlögu í ólöglegu spilavíti í Skeifunni. Tveimur árum
seinna lögðu 13 alþingismenn úr Framsókn, Sjálfstæðisflokki og
Bjartri framtíð fram frumvarp um að heimila starfsemi spilahalla á
Íslandi. Ekki hefur verið mælt fyrir frumvarpinu enn. Ótrúlegt, en
kannski satt, þá eru engar klukkur í spilavítum Las Vegas.
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
Glundroði ég alger er.
Út og niður pota ég mér
Ég er orða uppruni.
Allt annað en góðmenni.
FEYKIFÍN AFÞREYING