Feykir


Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 7

Feykir - 09.01.2019, Blaðsíða 7
01/2019 7 í hofinu voru búnir að ganga gegnum slíka tamningu að þeir óttuðust ekkert og gátu því gengið fram hjá dýrunum sem ekki snertu þá. Þetta voru öruggustu dyraverðir sem hægt var að fá. Þarna má einnig finna margar hleðslur úr hraungrýti því að í grenndinni er eldfjall. Áfram til Puno Frá Raqchi var ekið langa leið inn dalinn þar sem bændabýlin voru stór og smá, inn á milli eyðibýli en þéttari byggð með köflum. Þarna er greinilega ástunduð skógrækt í 3500 metra hæð eða meira. Þegar ofar dregur í dalinn strjálast byggðin og hverfur um skeið þar til kemur háskarð. Þar heitir Abra la Raya og þar er hæðin 4.335 metrar yfir sjávarmáli. Þar eru nokkrir indíánar með gríðarmikla stafla af prjónlesi og öðrum túristavarningi. Þegar við komum gekk yfir slydduél um stund svo að sölufólk neyddist til að breiða plast yfir varning sinn. Þarna keypti ég smáræði, a.m.k. eina vettlinga og perúanska húfu, en þeir vildu selja mér miklu meira. Þarna voru sýslumörk Cusco- og Puno-héraðs og eftir að við lögðum af stað komum við brátt að tilraunastöð landbúnaðarins þar sem verið var að kanna gróðurmátt jarðar í 4000 metra hæð. Bændabýli komu í ljós, fyrst eitt og eitt og síðan fleiri. Brátt komum við á víðáttumikla hásléttu með miklu ræktarlandi í 3500-3600 metra hæð. Bændabýlin hvarvetna og nokkrar þéttari byggðir. Þarna á hásléttunni ókum við gegnum borgina Juliaco, ákaflega ljóta borg og óhrjálega, flest hús ókláruð og götur margar lélegar. Borgin er frægust fyrir smygl og svartamarkaðsbrask því að tiltölulega er stutt þaðan til Bólivíu. Þarna ókum við bara í gegn og eftir var rúmlega klukkustundar akstur til Puno, þangað sem ferðinni var heitið. Komum um kl 6 eftir 11 tíma ferðalag. Hótelið okkar var við vatns- bakkann og gott eins og öll hótel sem við höfðum dvalið á. Hér við Titicacavatnið er rúmlega 3.800 metra hæð og hæðaveikin farin að segja til sín hjá ýmsum. Ég slapp nánast alveg því að ég tók töflur og saug cocabrjóstsykur sem á að örva blóðrás og efla rauðu blóðkornin. III. og síðasti hluti birtist í næsta blaði koma og leita sér framfæris með því að selja fatnað og minjagripi. Kerlingar, klæddar í þjóðbúninga með krúttlega og kembda vicunaskepnu, vilja láta taka af sé myndir og fá sólir fyrir. (Gjaldmiðillinn heitir nuevo soles eða nýsólir.) Aðrar eru með lítil lömb í fanginu klædd eins og smábörn og túristar láta mynda sig með þeim. Út í sveit Eftir hádegi var haldið í leið- angra á rútubíl. Göturnar eru mjög illa farnar víða og þröngar í gamla bænum. En um þær aka rúturnar. Reyndar var ófært á stórum rútum að hótelinu og verður að fara þangað á 20 manna bílum. Fyrst var ekið til Sacayhuaman þar sem eru stórkostlegar steinahleðslur. Ekki var þar virki að sögn eins og í Olliantaytambo heldur trúarleg miðstöð en steinhleðslurnar eru þarna ótrúlega miklar og steinarnir stórir. Þeir eru fengnir í grjótnámum sem eru í 5 km fjarlægð. Stórbrotnar minjar. Eftir þetta skoðuðum við Qenqo, einskonar forna útfararstofu inni í klettahæð þar sem voru steinpallar þar sem líkin höfðu verið umbúin til greftrunar. Síðan ekið að risastóru kristlíkneski er breiðir faðminn út yfir borgina sem er nokkur hundruð metrum neðar. Þarna gafst gott útsýni yfir Cuscoborg og þar var myndað. Eftir þetta var ekið niður í borgina aftur og nú að torginu. Það var gengið í mikla dómkirkju sem Spán- verjar höfðu reist á rústum Koricancha, sólarhofsins mikla í Cusco sem þeir rifu næstum til grunna og rændu þaðan 800 tonnum af gulli, þ.e.a.s. 800 tonnum sem þeir sendu heim til Spánar. Vafalaust hefur gullið verið miklu meira sem þeir ekki sendu. Í jarðskjálfta sem skemmdi kirkjuna fyrir nokkrum áratugum komu í ljós undirstöður og hleðslur frá sólarhofinu. Í húsagarðinum sem er stór og ferhyrndur með byggingar á allar hliðar er steinn eða steinker mikið þar sem var miðja heimsins, eins og steinninn Omfalus í Delfí í Grikklandi. Þarna er dálítið safn þar sem m.a. er stór gullskjöldur sem sýnir heimsmynd Inkanna í mörg- um táknmyndum. Um kvöldið dreifðist hópurinn í ýmsar áttir út að borða. Sixtínska kapella Andesfjalla Að loknum morgunverði dag- inn eftir var haldið frá Cusco kl. 7 áleiðis til borgarinnar Puno sem er við Titicaca vatnið. Komið þangað kl. 6 síðdegis. Ekið var um landbúnaðarhéruð en staldrað við á nokkrum stöðum. Á leiðinni heimsóttum við bæinn Andahuaylillas sem stendur í 3.198 m hæð yfir sjávarmáli. Þar er helsta aðdráttaraflið merkileg kirkja frá árinu 1580, sem við fyrstu sýn virðist einkar látlaus, en þegar inn er komið blasir við ótrúlegt sjónarspil. Ég varð orðlaus er ég kom þangað inn. Litrík málverk þekja alla veggi, freskur í loftum og mörg altari prýða þessa stórfenglegu kirkju sem hefur verið nefnd sixtínska kapella Andesfjalla. Skrautmálningin uppi í þakhvelfingunni sýnist manni vera vefnaður en er samt málverk. Háaltarið er mjög gullslegið og silfurbúið en sól Inkanna fékk fyrir náð að vera þar uppi. Hliðaraltari sömuleiðis hlaðin silfri og nokkru gulli og mörg Maríu- líkneski og annarra heilagra. Kirkjan öll er hið mesta furðuverk en auðvitað var stranglega bannað að taka þar ljósmyndir. Úti fyrir voru nokkrar úthöggnar myndir í stein. Spölkorn andspænis kirkjunni stóðu tvö tré, sýnilega margra alda gömul, bæði há og digur en ekki veit ég sögu þeirra. Helgistaðurinn Raqchi Síðan var áfram ekið um Andesfjöllin. Hvarvetna eru smábyggðir og bændabýli, víðast ærið fátækleg, húsakynni úr rauðum leirsteini og þök klædd steyptum þakhellum úr sama efni en sums staðar bárujárni þar sem þróun hefur orðið í byggingarlist. Senn var komið að öðrum merkisstað, fornum helgistað Inkanna, Raqchi, þar sem var hof höfuðguðsins Viraqoach. Þar blasir enn við okkur eyðilegging Spánverjanna sem skipulega og með öllu móti reyndu að afmá og eyðileggja alla menningu indíánanna og sérstaklega öll mannvirki sem vörðuðu trúarbrögð þeirra. Hér standa undirstöður hofsins og miðjuveggur með hleðslu- bragði Inkanna en maður veit svo sem ekki hversu mikið þar ofan á er endurhlaðið. Til hliðar við hofið eru minjar margra smærri húsa og ca 100 hringlaga smáhýsa sem hafa enn ekki verið endurgerð nema að hluta. Og Guðrún sagði okkur frá púmudýrunum. Við dyrnar inn í helgidóminn í hofinu voru tvö bundin púmudýr sem gættu hverjir fengju að ganga þar inn. Engum hleyptu þau inn sem sýndu minnstu óttamerki. Þeir sem gegndu æðstu embættum Sýn yfir miðhluta Cuscoborgar. Fátækrahverfin teygja sig upp eftir fjallshlíðunum. Gullskjöldur sem lýsir heimsmynd Inkanna. Sauðfé á beit í sveitinni Sixtínska kapellan Andesfjalla í Anda- huaylillas. MYNDIN ER ÚR KYNNISBÆKLINGI. Miðveggurinn í hofinu í Raqchi. Heilsteiktir naggrísir, fallega fram reiddir, ásamt meðlæti. MYND: KRISTJÁN ÓLI. Á sýslumörkum í skarðinu 4.335 metra hæð. Höfundur hefur aldrei áður verið svona hátt uppi. LJÓSMYND: GUÐRÚN BERGMANN.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.