Feykir


Feykir - 09.10.2019, Síða 4

Feykir - 09.10.2019, Síða 4
Enn er leikur að stráum á þekju á gamla bæjarins á Stóru-Ökrum. Þar sem Keldhverfungurinn Skúli Magnússon sýslumaður Skagfirðinga 1737 – 1750 og síðar landfógeti gerði garðinn frægan. Haustblíðan 6. október umlykur minnisvarðann um Skúla og stendur vörð um hundrað ára kvenfélag í Akrahreppi sem á heimilisfesti í samkomuhúsinu Héðinsminni. Mæðgurnar Helga Bjarnadóttir og Sigurlaug Konráðsdóttir ásamt Margréti J. gestkomandi á glæsilegri sýningu „Handverki í Héðinsminni“ dagana 5. -6. október sl. Þær mæðgur, Helga og Sigurlaug, voru í ritnefnd ásamt Sigríði Garðarsdóttur á stórvirkinu „Blómarósir í Blönduhlíð“ sem út kom í tilefni hundrað ára afmælis Kvenfélags Akrahrepps. Gestir á handverkssýningu í Héðinsminni frá vinstri: Margrét J., Björg Baldursdóttir Hátúni, Ásdís Sigurjónsdóttir Syðra-Skörðugili, Kristín Jóhannsdóttir Tyrfingsstöðum, Sigríður Fjóla Viktorsdóttir Syðra-Skörðugili og Ingunn Sigurðardóttir frá Sauðárkróki. Handverk í Héðinsminni Glæsileg sýning á handverki félagskvenna Í tilefni aldarafmælis Kvenfélags Akrahrepps var haldin sýning á handverki félagskvenna helgina 5. – 6. október í Héðinsminni. Bókin Blómarósir í Blönduhlíð – Saga Kvenfélags Akrahrepps í máli og myndum í 100 ár var m.a til sölu og geta áhugasamir enn nælt sér í eintak. Gestum og gangandi var boðið upp á kaffi og konfekt og að sjálfsögðu spjall um heima og geima. Hörður Ingimarsson, á Sauðárkróki, mætti ásamt Margréti konu sinni í Héðinsminni, sem staðsett er við Stóru-Akra í Blönduhlíð, og tók meðfylgjandi myndir og útbjó myndatexta. Qigong og kínversk heilsuleikfimi á Sauðárkróki Íþrótt fyrir alla aldurshópa Haustið 2016 birti Feykir frétt af Herdísi Ólínu Hjörvarsdóttur sem þá var nýkrýndur Evrópumeistari í hinni kínversku íþrótt Qigong. Ekki hefur Herdís keppt síðan þá, þar sem hún flutti á Sauðárkrók árið áður og gat ekki stundað íþróttina hjá Wushu félaginu Drekanum í Skeifunni í Reykjavík. Í fréttinni var hún hins vegar hvött til að deila reynslunni og kenna heilsuíþróttina á Sauðárkróki. Fyrir rétt rúmu ári síðan fékk hún svo aðgang að salnum á Mælifelli og kennir þar Qigong og kínverska heilsuleikfimi þrisvar í viku. „Það hefur gengið vel, nema hvað ég virðist ekki ná að fanga athygli nógu margra til að koma, prófa og sjá og finna um hvað þetta snýst,“ segir Herdís sem upplýsir lesendur Feykis um þessa göfugu íþrótt. „Íþróttin á rætur í 5000 ára gömlum heimildum frá Kína með jafnvægi, kínverskar lækningameðferðir, heimsspeki, líkamsstöðu og bardagaíþróttir í forgrunni. Heilsu Qigong er ekki fyrir þá sem vilja læti og púl. Qigong er fyrir fólk á aldrinum fimm til 95 ára sem vill bæta lífskjör og fyrirbyggja hugsanlega líkamskvilla. Þeir sem stunda Qigong geta verið allt frá líkamlega hömluðum til afreksíþróttafólks,“ segir Herdís. Hún segir að auðvelt sé að útfæra formin miðað við getu og fólk gerir eins og það getur. „Æfingarnar eru hægar og jafnar, styrkja vöðva og liði. Það er auðvelt að stjórna ef einhver meiðsli eða eymsli eru til staðar. Qigong skilgreinist sem jafnt hlutfall öndunar, hreyfingar og hugleiðslu með hægum flæðandi hreyfingum, djúpum andardrætti og slakandi hugarorku.“ Í salnum á skemmtistaðnum Mælifelli við Aðalgötu á Sauðárkróki er hægt að sækja heilsu Qigong tvisvar í viku og teygjutíma einu sinni í viku endurgjaldslaust. Ekki er lágmark fyrir fjölda þátttakanda. „Qigong hefur þá eiginleika að maður getur stundað það bæði einn og í hóp en það er miklu skemmtilegra að vera í hóp. Mig dreymir um að geta gert fólki kleift að eiga fleiri góð ár í lífinu. Heilsu Qigong er skref í þá áttina,“ segir Herdís en nánari upplýsingar um leikfimitímana er hægt að finna á Fésbókarhópnum „Kínversk leikfimi á Króknum“. Hópurinn er „lokaður“ en hægt er að sækja um að fá að vera með en einnig hafa verið upplýsingar á sölusíðum Skagafjarðar. /PF Herdís á Evrópumeistaramóti í Qigong. AÐSEND MYND. Evrópumeistarinn í Qigong. AÐSEND MYND 4 38/2019

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.