Morgunblaðið - 15.05.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 15.05.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er ábyrgðarhluti ef menn ætla að hverfa frá þjóðaröryggis- stefnunni með þessum hætti. Ég get ekki annað en furðað mig á því að menn leggist gegn uppbyggingu sem þessari,“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkis- málanefndar og þingmaður Sjálf- stæðisflokks. Vísar hún í máli sínu til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær þar sem greint var frá því að Vinstri-græn hefðu komið í veg fyrir stórfelldar framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Var umfang fram- kvæmdanna talið myndu hlaupa á 12-18 milljörðum króna, en lítils mótframlags var krafist frá ís- lenska ríkinu. Að sögn Sigríðar er það graf- alvarlegt ef ákveðnir flokkar í ríkisstjórn neita að taka þátt í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. „Við tökum þátt í varnarsamstarfi vestrænna ríkja af fullum hug, en auk þess byggist þjóðaröryggis- stefna Íslands á varnarsamstarfi við Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin. Ef samstarfsríki okk- ar meta það svo að nauðsynlegt sé að bæta innviði þurfa að vera al- veg sérstök rök til að við förum gegn því. Þar væri auk þess um pólitíska stefnubreytingu að ræða, sem alla jafna ætti að kalla á um- fjöllun,“ segir Sigríður. Mikil þörf fyrir ný störf Eins og áður hefur komið fram var skráð atvinnuleysi í Reykja- nesbæ 28% við lok aprílmánaðar. Ef af framkvæmdunum hefði orðið má ætla að hundruð starfa hefðu skapast. Þar af fjöldi tímabund- inna en auk þess tugir ef ekki hundruð varanlegra starfa. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefði í framkvæmdunum falist mikil inn- spýting fyrir samfélagið á Suður- nesjum. „Auðvitað hefði verið gott að fá þessi verkefni öll af stað með tilheyrandi starfafjölda. Okkur veitir ekkert af því en svona er pólitíkin. Við stjórnum henni ekki og menn hafa sína afstöðu,“ segir Kjartan og bætir við að í ríkis- stjórnum ólíkra flokka geti orðið ágreiningsmál. „Þetta hefði vegið mjög þungt fyrir okkur, en sumt er óviðunandi af hálfu einhverra flokka og við verðum að sýna því skilning,“ segir Kjartan. Að sögn Katr- ínar Jakobs- dóttur forsætis- ráðherra snúa umræddar framkvæmdir að hernaðar- uppbyggingu á Suðurnesjum. Slíkar fram- kvæmdir eigi ekki að tengjast efnahagsmálum Íslands. „Þetta snýr að aukinni hern- aðaruppbyggingu og mér finnst óviðeigandi að því sé blandað inn í efnahagsaðgerðir stjórnvalda. Við erum fullvalda ríki og þurfum ekki á hjálp þaðan að halda í efna- hagsmálum,“ segir Katrín og ítrekar að afstaða sín til hern- aðarmála sé óbreytt. „Mín fram- tíðarsýn fyrir Ísland snýst ekki um aukna hernaðaruppbyggingu. Það á jafnframt ekki að koma neinum á óvart.“ Aðstoðin hefði reynst mikil innspýting  Formaður utanríkismálanefndar furðar sig á afstöðu VG Ljósmynd/OZZO Photography Helguvíkurhöfn Höfnin var vígð árið 1989. Áform Atlantshafsbandalagsins fólu meðal annars í sér framkvæmdir við Helguvíkurhöfn. Sigríður Á. Andersen Kjartan Már Kjartansson Katrín Jakobsdóttir Heildarkostnaður Ísafjarðarbæjar vegna sjóflóðanna sem féllu á Flat- eyri 14. janúar síðastliðinn nálgast nú 39 millj. kr. og þar af er greiddur kostnaður liðlega 13 millj. kr. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Ísa- fjarðarbæjar í síð- ustu viku en for- sætisráðuneytið hafði óskað þess- ara upplýsinga. Mestur greiddur kostnaður féll til vegna viðgerða, vélavinnu, starfa björgunarliðs, sál- gæslu og annars sem gera þurfti fyrst eftir flóðið. Bú- ist er svo við að tæplega 26 millj. kr. kostnaður bætist við á næstunni. Þar eru hreinsunarstörf og endurbætur á hafnarsvæðinu stærsti liðurinn. Sveitarfélagið óskaði eftir því að al- menningur og fulltrúar fyrirtækja sendu inn upplýsingar um búsifjar sem viðkomandi kynnu að hafa orðið fyrir af völdum hamfaranna. Hefur verið óskað eftir stuðningi ríkisins vegna þessa kostnaðar og annars sem þarf. Afleiðingar snjóflóðanna fyrir sam- félagið og innviði þess voru miklar og þungar, segir í fundargerð bæjar- ráðs. „Við væntum þess að ríkið komi til móts við sveitarfélagið varðandi þann kostnað sem til hefur fallið vegna snjóflóðanna. Við teljum okkur líka hafa góð orð ráðamanna um að þess- ari málaleitan verði tekið jákvætt. Lokahnykkurinn í hreinsun á Flat- eyri er að fara af stað núna og þar mun talsverður kostnaður falla til,“ segir Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar. sbs@mbl.is Snjóflóðin á Flat- eyri reynast dýr  Vilja að ríkið taki þátt í kostnaði sveitarfélagsins Morgunblaðið/Hallur Már Flateyri Horft yfir hafnarsvæðið þar sem skemmdir urðu miklar. Birgir Gunnarsson Setja verður skýr skilyrði fyrir öll- um opinberum stuðningi við fyrir- tæki í aðgerðum sem marka veginn frá kreppunni til lífsgæða fyrir alla. Nemi opinber stuðningur 100 millj- ónum króna eða meira á ríkið að eignast hlut í viðkomandi fyrirtæki til samræmis við framlag sitt. Þá verður að hækka grunnatvinnuleys- isbætur í 335 þúsund kr. þegar í stað og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur í sex mánuði. Hækka ber húsaleigubætur til þeirra sem hafa orðið fyrir tekju- falli og efla þarf innviði og opinbera þjónustu og gera hana gjaldfrjálsa. Þessar tillögur eru á meðal fjölda aðgerða sem Alþýðusamband Ís- lands vill að ráðist verði í og kynnt- ar voru í gær undir yfirskriftinni Rétta leiðin en þar er að finna fram- tíðarsýn ASÍ um uppbyggingu Ís- lands í kjölfar kórónuveirufarald- ursins. Aðgerðirnar sem ASÍ vill að ráð- ist verði í eru í þremur liðum; bráðaaðgerðir, sýn um uppbygg- ingu til framtíðar og loks eftirfylgni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir sambandið vilja leiða stefnuna fyrir þá uppbyggingu sem fram undan er og ætli að tryggja að hún verði í þágu almennings en ekki sérhags- muna. Meðal bráðaaðgerða ASÍ er krafa um að ákvæði um hlutabætur verði virkt þar til þess verður ekki lengur þörf. ASÍ vill að greiðslufrestir verði tryggðir og lánstími lengdur sem nemur frestun af afborgunum fyrir þá sem þess þurfa og að leigj- endur sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli fái tímabundinn rétt til hærri húsaleigubóta. Þá verði námsmönnum sem fá ekki sum- arstörf tryggðar atvinnuleysis- bætur. ASÍ vill setja fjölmörg skilyrði fyrir stuðningi við fyrirtæki. Þau þurfi t.a.m. að sýna fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Vill ASÍ að sett verði að skilyrði fyrir aðstoð að laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Í tilögum um atvinnusköpun kemur m.a. fram að flýta beri fram- kvæmdum, framlag til almennra íbúða verði tvöfaldað og átakið Allir vinna verði framlengt að lágmarki til loka árs 2022. Einnig verði fyr- irtækjum lagalega skylt að geta staðið undir launakostnaði til þriggja mánaða áður en þau greiða út arð, óumsamda kaupauka, kaupa eigin hlutabréf, greiða af víkjandi láni fyrir gjaldaga eða veita eig- endum eða nákomnum aðilum lán eða aðrar greiðslur sem eru ekki nauðsynlegar til að viðhalda rekstri. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Tillögur Forysta ASÍ kynnti tillögurnar í Gerðarsafni í gær. Bæturnar hækki í 335 þús. nú þegar  ASÍ birtir tillögur um uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.