Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty SIENNA FRÁ CORIN Skálastærðir D-H Verð 8.870,- Buxur: M-XXL Verð 4.350,- Höfum opnað vefverslun misty.is SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND Um ár er frá því að meirihlut-inn í borgarstjórn datt sam- eiginlega á höfuðið og ákvað að snúa umferðinni á Laugaveginum við. Ákvörðunin fólst ekki í því að snúa umferðinni við alla leiðina, sem sagt að láta aka frá Lækj- argötu upp að Hlemmi, sem hefði verið nógu skrýtið, heldur þótti snjall- ræði að snúa um- ferðinni við á stutt- um kafla.    BorgarfulltrúarSjálfstæð- isflokksins lögðu í vikunni til að þess- um furðulegheitum yrði hætt og ekið yrði í eina átt, sem sagt eingöngu niður Laugaveginn. Ey- þór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, skýrði tillöguna með því að það hefði verið „prófað að fara þessa leið og það hafði greinilega neikvæð áhrif“. Augljóst er að þetta er rétt mat hjá Eyþóri og þurfti svo sem ekki árs tilrauna- starfsemi til að átta sig á því.    En hver skyldu viðbrögð meiri-hluta borgarstjórnar vera? Því svaraði formaður skipulags- og samgönguráðs, píratinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sem sagði í samtali við mbl.is að það lægi í augum uppi að tillaga sjálfstæð- ismanna um Laugaveginn hlyti ekki mikinn hljómgrunn innan ráðsins.    Hún sagði að markmiðið meðþví að snúa umferðinni við á hluta götunnar hefði verið að „gera flæðið skilvirkara“. Svo bætti hún því við að endanlegt markmiðið væri að „gera allan Laugaveg að göngugötu“.    Já, þá fyrst verður flæðið virki-lega skilvirkt. Eyþór Arnalds Skilvirkasta flæðið STAKSTEINAR Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þrjátíu og þrír starfsmenn upplýs- ingatæknifyrirtækisins Advania, sem lækkaðir voru í starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins, eru nú allir komnir aftur í fullt starf. Enginn starfsmaður Advania er því í skertu starfshlutfalli vegna farald- ursins, að sögn Ægis Más Þórðar- sonar, forstjóra fyrirtækisins. „Upp úr miðjum mars blasti við gjörbreytt rekstrarumhverfi og þurftum við því að grípa til marg- víslegra hagræðingaraðgerða til að vernda reksturinn. Þær fólust meðal annars í sárum uppsögnum 15 starfs- manna. Ákveðið var að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar um lækkað starfs- hlutfall fyrir starfsfólk í mötuneyti, verkstæði og móttöku sem þá var orðið verkefnalaust. Töldum við það betri kost en að grípa til frekari upp- sagna,“ segir Ægir. Ægir segir að sér finnist gott og eðlilegt að rýnt sé í það hvaða fyrir- tæki þiggi aðstoð frá ríkinu á tímum sem þessum. „Advania hefur ekki orðið fyrir viðlíka áföllum í rekstri og til dæmis fyrirtæki í ferðaþjónustu. Við teljum því að aðrir hafi meiri þörf fyrir aðstoðina og höfum fyrir nokkru tilkynnt Vinnumálastofnun að við hyggjumst greiða upphæðina til baka að fullu,“ segir hann, Ægir segir að hluthöfum Advania hafi aldrei verið greiddur arður út úr félaginu. Allur hagnaður af starfsemi Advania á síðasta ári hafi farið í nið- urgreiðslu lána félagsins. Advania endurgreiðir bæturnar  Hafa aldrei greitt arð út úr félaginu Morgunblaðið/Ómar Advania 33 sem fóru í hlutastarf eru aftur komnir í fullt starf. Hvernig er starfsumhverfi blaða- ljósmyndara og hvernig hefur það þróast? Kristinn Magnússon, for- maður Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands, veltur upp þessum spurn- ingum og fjallar um sýninguna Myndir ársins 2019 í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í dag kl. 12:10. Félagið stóð fyrir opnun sýning- arinnar í safninu í Grófarhúsinu um síðustu helgi. Þar má sjá 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr yfir 800 inn- sendum myndum íslenskra blaða- ljósmyndara. Kristinn mun fjalla um sögu sýningarinnar og veita innsýn inn í hvernig val á myndum fer fram. Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Til að fylgja tveggja metra reglunni takmarkast fjöldi gesta við 20; fyrstir koma, fyrstir fá. Aðgangur ókeypis. Í tilefni af sýningunni hefur verið gefin út bók með öllum myndum sýningarinnar. Bókin er til sýnis og sölu í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Sögurnar á bak við ljósmyndir ársins Morgunblaðið/Eggert Ísjaki Umhverfismynd ársins, sem Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu tók í ískönnunarflugi með Landhelgisgæslunni á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.