Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Madison stóll kr. 104.400 boli hliðarborð kr. 28.800 denza skenkur kr. 69.900 áhersla á að borgargötur séu hann- aðar heildstætt með aðliggjandi byggð í huga, þ.e. hús, götur og opin rými mynda órofa heild, til að skapa aðlaðandi og mannvænt borgar- umhverfi. Er hér verið að vinda ofan af þróun 20. aldarinnar og hags- munir annarra þátta en bíla- umferðar fái aukið vægi,“ segir þar. Magnús Örn Guðmundsson, for- seti bæjarstjórnar, lagði þá fram sérbókun vegna þessa. „Það er með ólíkindum að horfa upp á fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulags- og umferðarnefnd, sem starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg, leggjast á sveif með borginni í stað þess að gæta hagsmuna Seltirninga um sam- komulag um greiðar samgöngur milli sveitarfélaganna. Viðbrögð bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar koma svo ekki á óvart. Aðalatriði Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Meirihluti sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn Seltjarnarness lýsir yfir vonbrigðum með útfærslu á biðskýli fyrir strætó á Geirsgötu í Reykjavík og kallar eftir tafarlausum breyt- ingum. Kemur þetta fram í bókun sem lögð var fram á fundi bæjar- stjórnar síðastliðinn miðvikudag. Eins og greint hefur verið frá hér í Morgunblaðinu hefur framkvæmd Reykjavíkurborgar við Geirsgötu vakið mikil viðbrögð og hafa bæði bæjarstjóri Seltjarnarness og for- seti bæjarstjórnar sagt hana vera samningsbrot af hálfu borgarinnar þar sem tafir á umferð eru fyrir- séðar vegna hennar. Er þá verið að vísa til samkomulags á milli Reykja- víkurborgar og Seltjarnarness um skipulag Geirsgötu, sem undirritað var 12. nóvember 2013. Mun stoppi- stöðin, að mati Seltjarnarnesbæjar, valda svo mikilli truflun að það sam- rýmist engan veginn tilgangi sam- komulagsins og þeim skuldbind- ingum sem borgin tók á sig með gerð þess. Þá hefur skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness sagt framgöngu borgarinnar ámælis- verða sökum samráðsleysis og hefur borgarstjóra verið sent formlegt erindi frá bæjarstjóra þar sem ósk- að er eftir breytingum á stoppistöð- inni. Sagður standa með borginni Á fundi bæjarstjórnar var bókun Karenar Maríu Jónsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, lögð fram. Er þar ekki gerð nein athugasemd við framkvæmdina á Geirsgötu. „Legið hefur fyrir í fjölda ára, með samþykktu deiliskipulagi fyrir Austurhöfn, að Geirsgötu verði breytt þannig að hún verði falleg borgargata, hafði Seltjarnarnes rými til að koma sínum athuga- semdum á framfæri í skipulagsferl- inu. Borgargötur eru skilgreindar sem lykilgötur hverfa og mikilvægar samgöngutengingar við borgarhluta fyrir alla helstu ferðamáta. Lögð er málsins er þó að samkomulagið sem í gildi er milli borgarinnar og Sel- tjarnarness sé virt,“ segir þar. Stefna um „tímaskatt“ Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það vera hlutverk Vegagerðarinnar að sjá til þess að samgöngur séu greiðar á milli sveitarfélaga. „Til þess rekur Vegagerðin þjóð- vegi, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Geirsgata er og hefur verið þjóð- vegur í þéttbýli. Framkvæmdin á Geirsgötu er enn ein aðgerð Reykja- víkurborgar við að hindra greiðar samgöngur og þannig tengingar á milli sveitarfélaga. Á sama tíma og þrengt er að umferð um Geirsgötu er fyrirhuguð mikil íbúðauppbygg- ing vestast í Vesturbænum. Öll sú viðbótarumferð sem fylgir þeirri íbúafjölgun, upp á 2.000 til 3.000 manns, mun bætast við þá miklu umferð sem nú þegar er á Hring- braut og Geirsgötu. Þetta mun lengja ferðatíma fólks enn frekar og ýta undir umferðaröngþveiti. Þessar framkvæmdir eru enn einn liðurinn í því sem ég kalla „tímaskattastefnu“ meirihlutans; að lengja ferðatíma fólks með öllum hugsanlegum hætti,“ segir Marta. Geirsgata er nú flokkuð sem skila- vegur en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur lengi verið ágreiningur um slíka vegi. „[E]n Al- þingi hefur tekið á því með lagasetn- ingu. Vegagerðin býst ekki við því að það verði frekari ágreiningur um að Reykjavík taki við Geirsgötunni, sérstaklega nú í ljósi þessara fram- kvæmda sem ekki hafa verið bornar undir Vegagerðina,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Deilumál Tvö sveitarfélög eru komin í hár saman vegna þessarar biðstöðvar og hefur bæjarstjóri Seltjarnarness sent borgarstjóra erindi þar sem kallað er eftir breytingum. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa lýst sömu skoðun. Deilt var um stoppistöðina  Bæjarstjórn Seltjarnarness ræddi umdeilda framkvæmd við Geirsgötu  Fulltrúi Samfylkingarinnar sagður leggjast á sveif með Reykjavíkurborg Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Birna Þór- arinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, undirrituðu í gær samstarfssamn- ing um verkefnið Barnvæn sveitar- félög. Með undirskriftinni bætist Akraneskaupstaður í flokk sveitar- félaga sem hefja nú vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu sína. „Það er ánægjulegt að bæjar- stjórn Akraness hafi nú samþykkt að taka þátt í verkefni UNICEF og félagsmálaráðuneytisins. Verk- efnið kemur á réttum tímapunkti því unnið er að gerð menntastefnu hjá Akraneskaupstað og því tilvalið að vinna þessi verkefni samhliða, með réttindi barna og Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna að leið- arljósi,“ segir Sævar Freyr. Skaginn barnvænn Akranes Frá undirrituninni í gærdag. Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri fraktflutningafyrir- tækisins Icelandair Cargo, segir að fyrirtækið flytji í dag 70% af því magni sem það flutti áður en kór- ónuveiran fór að setja strik í reikn- inginn í rekstrinum fyrr á árinu. „Við höfum náð að halda ótrúlega miklu af því magni sem við erum með í kerfinu og erum í dag að flytja allt að 70% af því sem við fluttum fyrir COVID. Það er merkilegt vegna þess að við fluttum um 70% af ferska fiskinum í farþegakerfinu fyrir faraldurinn,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að í dag sé Icelandair aðeins með um fimm prósent af leiðakerfi farþegaflugsins í gangi og því hafi þurft að hugsa allt kerfið upp á nýtt á skömmum tíma. „Við vorum t.d. hættir að fljúga til Norður-Ameríku á fraktvélum, en nú fljúgum við allt upp í tvisvar á dag til Boston. Það sama á við um Liege í Belgíu. Við erum með tvær fraktvélar sem fljúga meira og minna allan sólarhringinn til og frá Íslandi með fisk, og svo til baka til landsins með ýmiskonar varning, eins og læknavörur,“ sagði Gunnar Már. tobj@mbl.is Ljósmynd/Icelandair Flutningar Tekið á móti vél Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli. Magn fraktflutninga 70% af því sem var Ekkert nýtt smit kórónuveirunnar greindist á Ís- landi frá hádegi á miðvikudag til jafnlengdar í gær. Alls var 551 sýni greint á Landspítalanum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kemur fram á covid.is. Virk smit eru 12 talsins og hafa ekki verið færri síðan 2. mars síð- astliðinn. Alls 1.780 hafa náð sér af kórónuveirunni hérlendis. Enginn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar en tíu hafa látist af völdum hennar. Alls hafa 55.626 sýni verið tekin frá því sýnatökur hófust. 681 er í sóttkví en 19.778 hafa lokið henni og eru komin út í vorið. Ekkert nýtt smit og enginn á sjúkrahúsi Skimun Virk smit eru aðeins tólf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.