Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Megn óánægja er meðal margra rit- höfunda vegna þess hve tekjur af upplestri verka þeirra hjá áskriftar- veitunni Storytel eru rýrar og fyrir- komulagið ógagnsætt. Ný könnun sem Rithöfundasambandið gerði meðal félagsmanna sinna leiðir í ljós að samningar þeirra um hljóðbæk- urnar eru mjög mismunadi og tekj- urnar sömuleiðis. Í könnuninni var spurt fjögurra spurninga. Við hvern höfundur gerði samning um áskriftarstreymi á hljóðbók (útgefanda, framleiðanda eða áskriftarveitu); um hvaða pró- sentuskiptingu hefði verið samið; hvort höfundar hefðu fengið uppgjör fyrir hljóðbókastreymi hjá Storytel og loks hvort sá aðili sem höfundur hefði samið við hefði upplýst höfund um hver prósentuskiptingin væri á milli hans og næsta aðila (framleið- anda eða áskriftarstreymisveitu). Flestir samið við útgefendur Niðurstöðurnar sýna að af þeim höfundum sem hafa gert samning um áskriftarstreymi hafa langflestir (rúm 70%) gert samning við sinn bókaútgefanda. Aðrir höfðu samið við framleiðslufyrirtækið Storyside eða jafnvel beint við áskriftarveituna Storytel, en þetta eru systur- fyrirtæki. Meirihluti höfunda (55%) hafði ekki verið upplýstur um hver prósentuskipting á milli útgefanda og framleiðanda og/eða áskriftar- streymisveitu væri. 17% höfðu feng- ið þessar upplýsingar en 28% voru ekki viss eða kusu að svara ekki. Um 30% rithöfunda höfðu gert samning við útgefanda um 50/50- prósentuskiptingu á áskriftartekjum á milli útgefanda og höfundar. Aðrir höfðu samið um skiptingar á borð við 20%, 23%, 25%, 40% eða 77% hlut til höfundar af hlut útgefanda/framleið- anda/áskriftarstreymisveitu. Um 30% höfðu þegar fengið eitt uppgjör fyrir afnot af bókum sínum í áskriftarstreymi. Upphæðirnar sem höfundar höfðu fengið fyrir hverja hlustun/streymi (eintak) voru allt frá 35 kr. fyrir hvert streymi upp í 212 kr. fyrir hvert streymi. Heildar- upphæðirnar sem höfundar höfðu fengið í sinn hlut í síðasta uppgjöri voru á bilinu 3.000 til 77.000 kr. Aðrir samningar Könnunin leiðir í ljós að höfundar vita ekki hvað liggur að baki þeim prósentuhlut sem þeir semja um. Ástæðan er sú að á bak við prósent- una sem höfundar semja um liggja aðrir samningar sem útgefendur gera við framleiðanda og framleið- andi gerir svo enn annan samning við áskriftarstreymisveitu. Á meðan prósentuskipting í þeim samningum liggur ekki fyrir er ekki hægt að vita um hvað er í raun verið að semja. Í bréfi sem Rithöfundasambandið sendi félagsmönnum er tekið dæmi til skýringar á því hvað gæti legið að baki samningi sem höfundur gerir við útgefanda á prentaðri bók:  Höfundur semur um 23% hlut á móti 77% hlut bókaútgefanda af hljóðbók í áskriftarstreymi.  Útgefandi semur við framleið- anda sem framleiðir hljóðbók, skipt- ing t.d. 25% til bókaútgefanda, 75% til framleiðanda.  Framleiðandi semur við áskrift- arstreymisveitu um afnot af hljóð- bók, t.d. 50/50% skiptingu af áskrift- artekjum milli framleiðanda og áskriftarstreymisveitu. Í bréfinu segir að þetta dæmi sýni að höfundur sem semur um 23% höf- undalaun við bókaútgefanda sé í raun og veru að semja um tæp 3%. Rithöfundasambandið ráðleggur félagsmönnum sínum að leita ráða hjá félaginu og fá upplýsingar um fyrirkomulag á áskriftarstreymi áð- ur en þeir undirrita samninga um slíkt. Karl Ágúst Úlfsson, formaður RSÍ, vildi ekki tjá sig um niður- stöður könnunarinnar „Þetta eru einungis tölur sem koma út úr kjara- könnun og er ætlað að upplýsa fé- lagsmenn okkar um hvað þeir eru raunverulega að fá út úr viðskiptum við Storytel. Síðan á umræðan innan félagsins eftir að fara fram.“ Dæmi um 3% höfundarlaun  Tekjur höfunda af upplestri verka hjá Storytel eru mjög mismunandi eftir því við hvern er samið  Rithöfundar hafa ekki vitneskju um hvað liggur að baki þeim prósentuhlut sem þeir semja um Skipting áskriftartekna af streymisveitu hljóðbóka Dæmi um samning höfundar, útgefanda, framleiðanda og streymisveitu 1. Höfundur semur um 23% hlut á móti 77% hlut bókaútgefanda af hljóðbók í áskriftarstreymi 2. Útgefandi semur við framleiðanda sem framleiðir hljóðbók, skipting er t.d. 25% til bókaútgefanda og 75% til framleiðanda 3. Framleiðandi semur við áskriftarstreymisveitu um afnot af hljóðbók, t.d. 50/50% skiptingu af áskriftartekjum milli framleiðanda og áskriftarstreymisveitu 50% 100 kr.50 kr. 50 kr. 50% Streymisveita 25% 50 kr.12,5 kr. 37,5 kr. 75% Framleiðandi 23% 12,5 kr.3 kr. 9,5 kr. 77% Bókaútgefandi Höfundur Höfundur sem semur um 23% hlut við bókaútgefanda er í raun að semja um tæp 3% höfundarlaun Heimild: Rithöfunda- samband Íslands 70% af þeim höfund-um sem hafa gert samning um áskriftarstreymi höfðu gert samning við sinn bókaútgefanda. 30% höfunda höfðu gert samning um 50/50% skiptingu á áskriftartekjum á milli sín og útgefanda. Aðrir höfðu samið um 20 til 77% í sinn hlut. Upphæðirnar sem höf- undar höfðu fengið fyrir hvert streymi/ hlustun voru allt frá 35 til 212 kr. Könnun RSÍ á tekjum höfunda af áskriftarveitunni Storytel Ljósmynd/Colourbox Bókmenntir Hljóðbækur í streymi njóta aukinna vinsælda en margir höfundar efnis eru ósáttir við sinn hlut. SUMARBOMBA Í NOKKRA DAGA 30% AFSLÁTTUR Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð verð áður 3.990.- nú 2.790.- Túnikur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Bolir Kr. 4.900.- Str. 40-56 Munstraðir og einlitir Fulltrúi í sveitarstjórn Svalbarðs- strandarhrepps telur ástæðu til að leita sannleikans varðandi ásakanir stjórnar Eyþings um kynferðislega áreitni fyrrverandi framkvæmda- stjóra samtakanna sem settar voru fram í tengslum við brottrekstur hans. Valtýr Þór Hreiðarsson, fulltrúi í sveitarstjórn, tók málið fyrir í bókun á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag. Hann rifjaði sérstaklega upp þau orð í yfirlýsingu stjórnar Samtaka sveit- arfélaga og atvinnuþróunar á Norð- urlandi eystra, SSNE, og fyrrverandi stjórnarmanna Eyþings um að stjórn Eyþings hefði aldrei sakað fram- kvæmdastjórann fyrrverandi um kynferðislega áreitni á vinnustað og að þau orð væru frá honum sjálfum komin. Valtýr segist hafa rætt við vitni sem kölluð voru til við aðal- meðferð máls framkvæmdastjórans fyrrverandi fyrir Héraðsdómi og hafi framburður þeirra verið í algerri and- stöðu við fullyrðingar stjórnar. Hafa eftirlitsskyldu „Málshefjandi telur fulla ástæðu til þess að leita sannleikans í þessu máli og mun kalla eftir frekari gögnum sem styðja þá leit. Sveitarstjórnir hafa eftirlitsskyldu með sameigin- legum störfum sínum,“ segir í bókun Valtýs Þórs. Kannar ásakanir Eyþings

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.