Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 12
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Háar eiginfjárkröfur sem lagðar eru á íslensku bankana gera það að verk- um að þeir verða að reka sig á meiri vaxtamun en bankar víðast hvar er- lendis þar sem kröfurnar eru ekki eins háar. Þetta segir Snorri Jak- obsson, sérfræð- ingur hjá Capa- cent. Í Morgun- blaðinu í gær voru birt svör við- skiptabankanna þriggja við fyrir- spurn Morgun- blaðsins sem laut að auknum mun milli kjörvaxta sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum og megin- vaxta Seðlabankans. Hefðu óverð- tryggðir kjörvextir fylgt þróun vaxta Seðlabankans frá því um mitt síðasta ár væru þeir allt að einni og hálfri prósentu lægri en þeir eru í dag. Margþætt áhrif á vaxtastigið Í svörum bankanna kom fram að vextir þeirra tækju mið af fleiri þátt- um en stýrivöxtum enda væri fjár- mögnun þeirra reist á fjölbreyttum grunni, s.s. innlánum, markaðsfjár- mögnun, erlendri skuldabréfaútgáfu o.fl. Þá benti Íslandsbanki sérstak- lega á að sífellt lægri stýrivextir hefðu þrýst innlánsvöxtum svo mjög niður í átt að núlli að ef farið yrði mikið lægra með útlánavexti myndi það draga um of úr nauðsynlegum vaxtamuni og þar með „eðlilegri arð- semi“. Snorri segir að þegar rýnt sé í eig- ið fé bankanna sé nauðsynlegt að taka tillit til þess hvernig útlán þeirra vigta í svokölluðum áhættu- grunni sem aftur ákvarði eiginfjár- kvaðirnar sem fjármálaeftirlit Seðla- bankans leggur á þá. Að teknu tilliti til þess hvernig það er gert hér á landi, í samanburði við banka í flest- um öðrum ríkjum, megi segja að eig- ið fé bankanna hér heima sé um þriðjungi hærra en þar. Þriðjungi hærra en í bönkum víðast hvar erlendis „Að teknu tilliti til þessa ólíka mats má segja að eiginfjárhlutfall bankanna hér heima sé í grófum dráttum um 15% en víðast hvar í kringum 10% eða aðeins lægra en það er erlendis. Það þýðir einfald- lega að bankarnir verða að viðhalda vaxtamuni sem er 0,5 prósentum hærri en erlendis.“ Mikið eigið fé kallar á meiri hagnað til að tryggja arðsemi Samkvæmt nýjustu árshluta- reikningum bankanna nemur eigið fé þeirra ríflega 640 milljörðum króna. Enginn bankanna náði ásætt- anlegri arðsemi á þetta fé á fyrsta ársfjórðungi. Fjárhagsleg markmið Arion banka, sem er í einkaeigu, eru að arðsemi á eigið fé sé umfram 10%. Arðsemiskrafa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhald ríkisins á Landsbanka og Íslandsbanka, hljóp á bilinu 7,75-9,25% í fyrra. Í grófum dráttum má því segja að arðsemis- krafa eigenda bankanna kalli á að þeir skili um 60 milljarða hagnaði á ári. Hagnaður þeirra í fyrra nam hins vegar aðeins 27,8 milljörðum króna. Afkoma þeirra hefði því þurft að batna um ríflega 100% til þess að ná markmiðum um arðsemi á eigið fé þeirra. Aðspurður segir Snorri að ef eig- infjárkröfur þær sem lagðar eru á bankana, auk afnáms sértækra skatta á bankakerfið, myndu lækka og færast nær því sem gerist í ná- grannalöndunum myndi bönkunum vera betur gert kleift að ná fjárhags- legum markmiðum eigenda sinna. Þriðjungs lækkun eigin fjár myndi losa úr kerfinu um 200 milljarða króna en um leið þyrfti hagnaður ekki að nema 60 milljörðum heldur 40 til þess að standa undir fyrr- nefndum kröfum. Skekki samkeppnisstöðuna Hinn 20. mars síðastliðinn sendi fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins bréf þar sem fram kom að stofnunin ætti að líta fram hjá kröfum um ávöxtun og arð- greiðslur á árinu 2020 vegna for- dæmalausra aðstæðna í íslensku hagkerfi. Spurður hvort sú ákvörðun leiddi ekki til þess að ríkisbankarnir tveir gætu dregið úr vaxtamuni og fært kjörvexti nær meginvöxtum Seðlabankans segir Snorri það blasa við. Skattgreiðendur borga brúsann „En sú staða getur ekki haldið lengi enda myndi það skekkja sam- keppni á bankamarkaði mjög mikið. Þá væri einfaldlega verið að niður- greiða útlánastarfsemi með skattfé. Bankar í eigu ríkisins gætu þá ein- faldlega boðið hagstæðari lánakjör en aðrir. Þá er einnig varasamt að draga úr kröfum af þessu tagi. Það er hætt við að það leiði af sér óarð- bærari rekstur en ella og hvatinn til að leita allra leiða til að hagræða hverfur. Þá myndu neytendur og skattgreiðendur borga brúsann í lok dags,“ segir Snorri. Bankarnir miða við að skila 60 milljarða hagnaði  Sérfræðingur segir meiri vaxtamun en erlendis tengjast hærri eiginfjárkvöðum Eigið fé og eiginfjárhlutfall bankanna 250 200 150 100 50 0 30% 25% 20% Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki 31.12. 2016 31.12. 2017 31.12. 2018 31.12. 2019 31.3. 2020 641,5 652,7 616,8 617,6 607,5 Milljarðar kr. Ei gi nf já rh lu tfa ll 30,2% 26,7% 27,5% 25,2% 21,9% 24,8% 244 184180 Samtals eigið, ma.kr.: Snorri Jakobsson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Tryggingafélagið Sjóvá tapaði 465 milljónum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við rúmlega milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hagnaður af vátryggingastarfsemi reyndist 185 milljónir og dróst saman um 337 milljónir frá fyrra ári. Tap af fjárfestingarstarfsemi nam 552 millj- ónum króna en hagnaður af henni nam 658 milljónum yfir sama tímabil í fyrra. Samsett hlutfall var 98,5% en reyndist 92,4% á fyrsta fjórðungi síð- asta árs. Í lok tímabilsins nam eigið fé Sjó- vár 15,6 milljörðum króna, en það dróst saman um rúm fjögur prósent á milli ára. Á sama tíma í fyrra var eigið fé 16,3 milljarðar. Eiginfjárhlutfall fé- lagsins var 28,5% í lok tímabilsins en það var 32% á sama tíma í fyrra. Í skýrslu og yfirlýsingu stjórnar og forstjóra í ársfjórðungsuppgjörinu segir að áhrif Covid-19-heimsfarald- ursins á rekstur, efnahag og sjóð- streymi samstæðunnar á fyrsta árs- fjórðungi hafi verið óveruleg fyrir utan afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins, sem háð er þróun á eigna- mörkuðum. Í skýrslunni segir einnig að eigin iðgjöld samstæðunnar hafi aukist um 9% á tímabilinu. Tryggingar Eiginfjárhlutfall Sjóvár lækkaði á milli ára. Sjóvá tap- aði 465 milljónum Hagnaður Kviku banka nam 336 milljónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi. Dregst hagnaðurinn saman um 335 milljónir króna frá sama fjórðungi síðasta árs. Hreinar vaxtatekjur jukust um tæpar 60 millj- ónir króna eða 14%. Hreinar þókn- anatekjur námu 1.664 milljónum og jukust lítið milli ára. Fjárfestingartekjur voru neikvæð- ar um 157 milljónir en höfðu verið já- kvæðar um 209 milljónir yfir sama tímabil í fyrra. Hrein virðisbreyting útlána var neikvæð um 155,4 milljónir en var jákvæð um 590 þúsund krónur í fyrra. Rekstrarkostnaður jókst um 1% Rekstrarkostnaður á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins nam 1.314 millj- ónum og var í samræmi við áætlun en jókst um 1% frá fyrstu þremur mán- uðum síðasta árs. Heildareignir í lok fjórðungsins námu 117 milljörðum, og höfðu aukist um 11,4 milljarða frá áramótum. Út- lán til viðskiptavina námu 30,9 millj- örðum og höfðu aukist um 0,8 millj- arða á fjórðungnum. Handbært fé og innstæður í Seðlabankanum námu 48,1 milljarði og var lausafjárhlutfall 275%. Eigið fé bankans nam 16 millj- örðum og eiginfjárhlutfallið 23,7% en eiginfjárkröfur fjármálaeftirlits Seðlabankans eru um 20,6% hlutfall. Fyrri afkomuspá bankans gerði ráð fyrir að hagnaður ársins yrði á bilinu 2.300 til 2.700 milljónir króna. Vegna breyttra aðstæðna á markaði, stærð- ar lánasafns, afskriftarþarfar og skiptasamningasafns, auk vaxta- lækkana sem hafi haft neikvæð áhrif á vaxtamun til skemmri tíma, hefur spáin verið uppfærð og nú er gert ráð fyrir að hagnaðurinn muni liggja á bilinu 1.700 til 2.300 milljónir króna. Kvika Marinó Örn Tryggvason for- stjóri segir horfur í rekstri bankans áfram góðar á yfirstandandi ári. Kvika hagnast um 336 milljónir  Færir afkomu- spá sína niður um hundruð milljóna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.