Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.05.2020, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ég fagna því að frum-varpið sé orðið að lögumog tel að það sé mikilvægtskref til að auka gagnsæi og aðhald í samfélaginu. Það er mik- ilvægt að til séu formlegir farvegir fyrir uppljóstrara í samfélaginu og með þessari lagasetningu er það orð- ið að veruleika.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélagsins, en í byrjun vik- unnar samþykkti Alþingi frumvarp Katrínar Jak- obsdóttur for- sætisráðherra um vernd uppljóstr- ara sem lagt var fyrir þingið síðast- liðið haust. Þetta hefur lengi verið baráttumál Blaðamannafélagsins. Um er að ræða fyrstu heildar- lögin um þetta efni hér á landi en frumvarpið var samið af nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis sem forsætisráðherra skipaði vorið 2018. Lögin taka gildi um næstu ára- mót en þau ná til uppljóstrara óháð því hvort þeir starfa hjá hinu opin- bera eða á einkamarkaði. Þau gilda um starfsmenn sem greina í góðri trú frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámælis- verða háttsemi í starfsemi vinnuveit- enda þeirra. Gerður er greinarmunur á milli innri og ytri uppljóstrunar og miðað við að hið síðarnefnda sé jafnan ekki heimilt nema hið fyrrnefnda hafi ver- ið reynt til þrautar og um sé að ræða brot sem varðar fangelsisrefsingu eða í húfi séu afar brýnir almanna- hagsmunir. Ekki brot á þagnarskyldu Samkvæmt lögunum telst miðl- un upplýsinga eða gagna, að upp- fylltum skilyrðum frumvarpsins, ekki brot á þagnar- eða trúnaðarskyldu starfsmanns. Hún leggi hvorki refsi- né skaðabótabyrgð á hann og geti ekki heldur leitt til stjórnsýsluvið- urlaga eða íþyngjandi úrræða að starfsmannarétti. Þá er lagt sérstakt bann við því að láta hvern þann sæta óréttlátri meðferð sem miðlað hefur upplýs- ingum eða gögnum samkvæmt skil- yrðum laganna. Lögð er sönnunar- byrði á atvinnurekanda á þann hátt að ef líkur eru leiddar að óréttlátri meðferð skal hann sýna fram á að sú sé ekki raunin og greiða skaðabætur ef það tekst ekki. Mælt er fyrir um að veita skuli starfsmanni gjafsókn komi til ágreinings fyrir dómi um það hvort miðlun hans á gögnum eða upplýs- ingum hafi samrýmst skilyrðum frumvarpsins. Vinnustaðir setji reglur Í 5. grein. laganna segir að í fyr- irtækjum eða á öðrum vinnustöðum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli skuli at- vinnurekandi í samráði við starfs- menn setja reglur um verklag við uppljóstrun starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi. Regl- urnar skulu vera skriflegar og þar skal kveðið á um móttöku, meðhöndl- un og afgreiðslu tilkynninga um hugsanleg lögbrot eða aðra ámæl- isverða háttsemi í starfsemi vinnu- veitandans. Reglurnar skulu vera að- gengilegar öllum starfsmönnum og mega á engan hátt takmarka rétt þeirra samkvæmt lögunum. Hjá ríki og sveitarfélögum setja ráðherrar og sveitarstjórnir fyrir- mynd að slíkum reglum, en Vinnu- eftirliti ríkisins er falið að birta fyr- irmynd að reglum fyrir aðra vinnu- staði á vef sínum. Einnig í nágrannalöndunum Vernd uppljóstrara er með mis- munandi hætti í nágrannalöndunum samkvæmt minnisblaði frá Ríkis- endurskoðun. Í Noregi er ákvæði um uppljóstraravernd í vinnuvernd- arlögum. Líkt og í nýju íslensku lög- unum er gerður greinarmunur á innri og ytri uppljóstrun. Bærir að- ilar til að taka á móti ytri upp- ljóstrun eru, auk fjölmiðla, öll opin- ber stjórnvöld sem hafa það hlut- verk að framfylgja lögum eða fylgjast með að lögum og reglum sé fylgt. Í Svíþjóð tóku heildarlög um uppljóstraravernd gildi í ársbyrjun 2017. Samkvæmt lögunum er ytri uppljóstrun heimil hafi innri upp- ljóstrun ekki skilað árangri. Stjórn- völd eru réttir aðilar til að taka á móti ytri uppljóstrunum. Í breskum lögum um uppljóstraravernd segir að hægt sé að hafa samband við til- tekin stjórnvöld, þ.á m. ríkisend- urskoðanda (auditor general). Í Hol- landi eru í gildi lög um vernd uppljóstrara og nýverið hefur verið komið þar á fót sérstakri stofnun sem tekur á móti ytri uppljóstr- unum. Í Danmörku hafa ekki verið sett sérstök lög um þetta efni. Fyrstu lögin sett um vernd uppljóstrara Morgunblaðið/Eggert Vernd uppljóstrara Frumvarpið var borið fram af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en naut stuðnings ríkisstjórnarinnar allrar. Hjálmar Jónsson 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jónas Elías-son prófess-or skrifar eftirtektarverða grein um fjárausturs- fyrirbærið borg- arlínu, meinloku sama fólks sem hefur komið fjármálum höf- uðborgarinnar í algjört öng- þveiti og vill gera enn betur. Enginn veit fyrir hvað þetta fólk stendur en það virðist knúið áfram af hatri á bifreiðum borgarbúa og vera haldið illa duldu of- næmi fyrir gamla mið- bænum og þeim þáttum sem helst gera sitt til að halda lífi og uppliti í honum. Nú- verandi ríkisstjórn virðist stundum óskiljanlega veik fyrir vitlausum hugmyndum og grillum, sem aðrir hafa og ættu að fá að bera fulla ábyrgð á sjálfir. Jónas Elí- asson segir í upphafi grein- ar sinnar: „Nú leggur ríkis- stjórnin fyrir Alþingi tillögu að opinberu hlutafélagi til að sjá um pakka af umbót- um í samgöngumálum höf- uðborgarsvæðisins. Ein af þeim tillögum sem fyrir liggja í pakkanum er Borg- arlína, 44 milljarðar í hana (44 MILLJARÐAR, innsk. blaðsins). En það er bara byrjunin, rekstrartapið sem fylgir fjárfestingunni er allt eftir. Opinbert hlutafélag fyrir Borgarlínu er glap- ræði. Það opnar á þann möguleika að reka fyrir- tækið eins og gert var við þang- og þaraverksmiðjuna á Reykhólum í mörg ár, rík- ið borgaði hið árlega tap með því að auka hlutafé sitt í fyrirtækinu.“ Og síðar í grein sinni seg- ir prófessorinn: „Borgar- línumálið er hreinn fárán- leiki, það byrjaði með því að meirihluta borgarstjórnar langaði í sporvagna, þeir væru svo umhverfsivænir. Í reynd eru þeir stórhættu- legir fyrir umhverfið og bú- ið að leggja þá niður yfir- leitt. En trúboðarnir settust niður og byrjuðu á að þýða danska orðið „sporvogn“ yfir á íslensku. Það er einu sinni svona sem trúboð eru stunduð, þú þýðir Biblíuna yfir á mál innfæddra. Út kom orðið léttlest.“ Jónas rifjar upp að dansk- ir ráðgjafar voru fengnir að málinu til að gefa ráð. Þeir sögðu borgaryfirvöldum að sporvagnar væru algjörlega úreltir. Það tók meirihluta borgarstjórnar nokkur miss- eri að kyngja vonbrigðunum yfir þeirri niður- stöðu. Þegar hann hafði jafnað sig var ákveðið að fara út í lengda strætis- vagna sem ækju örfáar megin- leiðir og reikna farþega inn í þá. En kalla gerninginn áfram „Borgar- línu“. Venjuleg stærðfræði gekk ekki upp og þess vegna var forsendan gefin sú að hvarvetna yrði þrengt að bifreiðum borgarbúa svo að þeir neyddust upp í 80 manna strætisvagna. (Kór- ónuvírusinn sá eini sem klappaði, en það dugði.) Jónas segir svo um „borg- arlínu-hugtakið sem enn lif- ir þótt forsendan hafi gufað upp: „Borgarlína er að auka flutningsgetu í strætókerfi sem keyrir með meira og minna tóma vagna. Það er með ólíkindum að ráðamenn hlusti á svona tillögur. Oft- ast þegar strætó ber fyrir augu eru færri en fimm í honum.“ Og hann bætir við: „Hvað með umhverfishlið- ina? Er strætó ekki voða umhverfsisvænn? Nei. Strætó eyðir um 45 lítrum á hundraðið eins og hann er nú, með stærri vögnum fer talan líklega upp í 60-80.“ Og hann lýkur grein sinni með þessum orðum: „Menn vita sem er, fjárfesting í að láta stóra vagna keyra um hálftóma í staðinn fyrir litla gagnast engum. Ótrúlegt er að Borgarlína skuli vera til umræðu yfirleitt.“ Það er vissulega rétt hjá Jónasi Elíassyni. En hitt er í rauninni miklu ótrúlegra að ríkisstjórn sem enn þá situr uppi með 100 skatta Jóhönnu og Steingríms telji sig hafa auraráð til að henda 44 milljörðum – 44 MILLJÖRÐUM – í himin- hrópandi vitleysu eins og þessa. Álykta verður að rík- isstjórnin hljóti að hafa margfaldað þá upphæð á lausu til að fleygja í eitt- hvað sem er óþarft en þó ekki jafn arfavitlaust og þetta. Ríkisstjórnin gæti þannig sparað sér rúma 20 millj- arða, sem er óhemju fé ef vel er með farið, með því að bjóðast til að styrkja borg- ina um jafnháa upphæð sem hún gæti brennt á báli að vild, t.d. í að byggja um 30 bragga sem rifnir voru eftir stríðslok og hafa jafnvel sérstök nástrá utan við nokkra þeirra borgarfulltrú- um til heiðurs. Endurskírð endi- leysa virðist af óskiljanlegum ástæðum sett í for- gang hjá borg og ríki. Af hverju?} Hver borgar Línu? Þú? F rumvarp til breytinga á útlend- ingalögum liggur nú fyrir á Al- þingi. Efni þess má skipta í þrennt; um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuréttindi. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að dval- arleyfi vegna vistráðningar (au-pair) verði til tveggja ára í stað eins árs áður, að útlendingar með sérfræðiþekkingu sem missa starf sitt fái dvalarleyfi um tíma til að leita sér að öðru starfi og útlendingar sem fengið hafa mann- úðarleyfi hér á landi fái um leið atvinnuleyfi. Mest hefur verið rætt um ákvæði frum- varpsins um alþjóðlega vernd. Við höfum komið okkur upp öflugu verndarkerfi fyrir þá sem hingað leita á flótta undan ofsóknum og lífshættu í heimalandi sínu. Mikilvægt er að verja það kerfi svo það virki sem best fyrir þá einstaklinga sem þurfa á vernd að halda og að þeir fái hraða og örugga afgreiðslu. Það stuðlar að því að þeir sem hljóta alþjóðlega vernd geti strax hafið árang- ursríka aðlögun sem og þeir sem hljóta hana ekki bíða skemur í óvissu. Þannig virkar kerfið best fyrir þá sem mest þurfa á því að halda og þannig sýnum við meiri samúð. Það er töluverður munur á Dyflinnarmálum og vernd- armálum þótt þeim sé oft ruglað saman í umræðunni. Þegar einstaklingur kemur hingað til lands og hefur fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki, og þannig hlotið stöðu flóttamanns, er mál hans flokkað sem verndarmál. Hann hefur þannig fengið dvalarleyfi í öðru ríki með þeim rétt- indum sem því fylgir. Hafi einstaklingur hins vegar sótt um alþjóðlega vernd í öðru ríki en ekki fengið svar við umsókn sinni flokkast mál hans sem Dyflinnarmál. Langflestir í þeirri stöðu dvelja í flóttamannabúðum við krefjandi aðstæður. Þess vegna hætti Ísland árið 2010 að endursenda einstaklinga á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands og Ungverjalands. Breytingarnar miða að því að gera stjórn- völdum kleift að afgreiða hratt og örugglega þær umsóknir sem almennt leiða ekki til veit- ingar alþjóðlegrar verndar. Fjölgað hefur í þeim hópi umsækjenda sem hefur hlotið vernd í ríkjum Evrópu og fær því almennt ekki vernd hér á landi. Þannig hafa stjórnvöld meira rými til að beina athyglinni að þeim hópi umsækjenda sem er í raunverulegri þörf fyrir vernd og verndarkerfið er hannað fyrir. Í þeim hópi hefur einnig fjölgað mikið og hlaut 531 ein- staklingur alþjóðlega vernd 2019. Stjórnsýsla útlend- ingamála er orðin of þung, kostnaðurinn mikill og það versta er að einstaklingar bíða of lengi eftir niðurstöðu sinna mála. Við því þarf að bregðast. Við viljum og ætlum að gera þetta vel. Áfram verður öllum umsækjendum veitt viðtal og gert kleift að fram- vísa gögnum sem metin verða á einstaklingsgrundvelli. Börn sem og aðrir einstaklingar verða þannig ekki send í lífshættulegar aðstæður. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Kerfið þarf að virka Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.