Morgunblaðið - 15.05.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 15.05.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Myndin sýnir árs- framleiðslu vatnsafls- virkjana Landsvirkj- unar árin 2015 til 2019 sem hlutfall af árs- framleiðslu. Ef allar aflvélar störfuðu á mesta afli allt árið, þ.e. með nýt- ingartíma 8.760 klst./ ári, þá mundi gilda lá- rétta punkteraða línan sem merkt er 100%. Til viðmiðunar er einnig sýnd lá- rétt lína með hámarks ársfram- leiðslu 91,4% en hún jafngildir nýt- ingartíma 8.000 klst./ári, sem er stundum er höfð til viðmiðunar ef taka þarf tillit til stöðvunar vegna reglulegs eftirlits og óvæntra uppá- koma. Búrfellsvirkjun Athyglisvert er hversu mikil fram- leiðsla lagðist á gömlu Búrfells- virkjun (270 MW) áður en stækkun virkjunarinnar með Búrfelli II (+100 MW) komst í gagnið 2018. Ár- ið 2019 er fyrsta heila framleiðsluár Búrfells II, sem fær strax í upphafi hámarksframleiðslu, en þá var létt á gömlu Búrfellsvirkjun og hún látin starfa á svipuðum nótum og aðrar vatnsaflsvirkjanir fyrirtækisins. Framleiðsla Búrfellsvirkjunar ár- ið 2018 var 2473 GWh en samanlögð framleiðsla Búrfellsvirkjunar og Búrfells II árið 2019 var 1.816 + 790 = 2.606 GWh. Þetta virðist hafa farið forgörðum á heimasíðu Landsvirkjunar þar sem aflstöðvar fyrirtækisins eru kynntar, en þar er orkuvinnsla Búrfellsvirkjunar og Búrfells II talin vera 2.300 + 700 = 3.000 GWh/ári. Þetta eru vill- andi upplýsingar sem alveg mætti laga. Við aðdraganda Bú- fells II var jafnan gert ráð fyrir að aflstækkun mundi auka orkugetu heildarkerfisins um 300 GWh/ári og kostnaðar- verð raforku reiknað út samkvæmt því. Með því var ekki tekið tillit til annars ávinnings af því að létta á rekstri gömlu Búrfellsvirkjunar. Í framtíðinni þyrfti að ráða bót á þeim vanköntum og virða nýfjárfestingar að verðleikum. Búrfell II var afar hagkvæmur kostur til orkuöflunar í framleiðslu- kerfi Landsvirkjunar en þar vantaði bara að mæla áhrifin rétt. Nú er bara að bíða og sjá til hvort nýhönnun Landsnets á raforkumarkaði í sam- ræmi við þriðja orkupakkann og með aðstoð erlendra sérfræðinga fari ekki bráðlega að skila einhverjum niðurstöðum, en ekkert hefur frést úr þeim herbúðum upp á síðkastið. Aflaukning í 4. áfanga rammaáætlunar Í meðfylgjandi töflu er sýnt núver- andi uppsett afl þeirra þriggja virkj- ana sem heimild er sótt fyrir í 4. áfanga rammaáætlunar. Til áherslu- auka eru virkjanirnar merktar sér- staklega með R4 á myndinni. Mér sýnist að einhverjar laga- heimildir hafi verið fyrir stækkunum þessara virkjana allt frá árinu 1981, en þó vantaði þar lokasamþykkt framkvæmdavaldsins. Í öllu falli þarf að endurskoða samþykktarferlið bæði með tilliti til nýrra tíma og svo er núna verið að ræða töluvert meiri stækkanir en áður var talað um. Ekki hef ég séð nýlega útreikn- inga eða útskýringar á því af hverju Landsvirkjun er að senda þetta núna inn í 4. áfanga rammaáætlunar til samþykktar. Upphaflegar hugmyndir að stækkun Sigöldu- og Hrauneyjafoss- virkjunar komu fram áður en virkj- anirnar voru reistar og þá var gert ráð fyrir fjórðu vél í hönnun þeirra beggja. Ástæðan var væntanleg aukning á rennsli um Norðlingaöld- umiðlun í Þjórsárverum með dæl- ingu yfir til Þórisvatns, en nú hefur sú framkvæmd verið „sett á ís“. Þá var ekki gert ráð fyrir stækkun á Vatnsfellsvirkjun enda kom hún til miklu síðar. Ekki veit ég hvernig á að koma aflstækkun þar fyrir, en ef- laust er búið að hanna það á vegum Landsvirkjunar. Heyrst hefur að ein ástæða fyrir aflstækkun þessara vatnsaflsvirkj- ana gæti verið hugmyndir um var- anlega aukningu í rennsli vatnsfalla frá jöklum með hlýnandi veðurfari. Önnur hugmynd er samrekstur við vindrafstöðvar. Vindorka Nú eru uppi hugmyndir um mikla uppbyggingu vindrafstöðva í vind- görðum um allt land jafnvel svo að í hundruðum MW verði talið. Landsvirkjun hefur tekið þátt í þeirri umræðu á þann hátt að halda fram kostum vatnsorkukerfisins um að fylla upp í framleiðslulægðir hjá vindrafstöðvum. En spurningin er sú hvort sá samrekstur verði bara hjá þeim sjálfum og hvernig aðrir gætu komist að þeim möguleikum. Munu vindorkuverin hafa mögu- leika á að selja sína orku inn á mark- að hvenær sem er eða verður Lands- virkjun sá aðili sem ræður og segir af eða á þar um? Það væri þá í andstöðu við þriðja orkupakkann. Vindorka stjórnast af rysjóttu veðurfari og er ekki alltaf tiltæk þeg- ar á þarf að halda en vatnsorkukerfi með vatnsmiðlunum gæti minnkað eða aukið framleiðslu nánast að vild en þó innan ákveðinna takmarkana sem stjórnast bæði af stærð miðlana og aðgengi að uppsettu afli. Þetta er þau aðalatriði sem útlend- ingarnir sem eru að starfa fyrir Landsnet að hönnun á nýjum raf- orkumarkaði þurfa að taka rækilega tillit til. Stækkun vatns- aflsvirkjana og rammaáætlun Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson » Þetta er þau aðal- atriði sem útlend- ingarnir sem eru að starfa fyrir Landsnet að hönnun á nýjum raf- orkumarkaði þurfa að taka rækilega tillit til. Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Ársframleiðsla (GWh/ári) vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar sem hlutfall af aflgetu (GWh/ári) (Sjá nánari skýringar í texta) Hugmyndir að aflaukningu í vatnsaflsvirkjunum á Þjórsársvæðinu Virkjun Núv.uppsett afl (MW) Lagaheimild (MW) 4. áfangi Ramma Vatnsfellsvirkjun 90 +20 +55 Sigölduvirkjun 150 +50 +60 Hrauneyjafossvirkjun 210 +80 +90 Þessi hugmynd hér að neðan er af einum stærsta draumi sem Suðurnesjamenn dreymdi hér um árið; „Norðurálsbygging- unni“. Ekki varð neitt úr en það er ekki þar með sagt að draum- urinn rætist ekki því hann getur hæglega ræst; bara á annan hátt en upphaflega var lagt upp með. Mín hugmynd og fleiri manna væri, þ.e.a.s. ef ráðamenn hefðu áhuga á að leggja við hlustir, að bæj- arstjórnir og þingmenn Suðurkjör- dæmis leiddu áhugasama erlenda fjárfesta í Helguvíkina og byðu Norð- urálshúsið til afnota undir nokkurra þúsunda tonna fiskeldi, mjög líkt og Samherjamenn eru að gera og græða á tá og fingri. Bara eitt alvörufiskeldi gæti hæglega skapað mörg hundruð ef ekki þúsundir starfa hér á Suð- urnesjum á mjög skömmum tíma. Ég tel ekki eftir neinu að bíða. Tak- ið eftir: Það er næg vöntun á eld- isfiski bæði fyrir og eftir að þessi veira kom upp og verður miklu meiri þegar fram líða stundir. Við höfum eitt fram yfir aðra Suðurnesjamenn; við erum sennilega í bestu stöðunni með þetta nýja fiskeldi. Fyrir það fyrsta hlýtur Norðurál að vera fegið að losna undan því að rífa bygginguna – steypuklumpana – og forgangur fyrir orku hlýtur að vera í höndum Suðurnesjamanna. Verum þess minnug að neyð brýtur lög og hvað er annað en neyð- arástand, atvinnulega séð, hér á Suðurnesjum? Persónulega styð ég þetta miklu frekar en að halda að það sé einhver allsherjarlausn að senda alla atvinnulausa í starfsnám eða í skóla hjá Keili uppi á Ásbrú. Slíkt skilar bæjarsjóði ekki tekjum, sem vantar núna strax, það er alveg deg- inum ljósara. #minskoðun Hinn stóri draumur í atvinnuleysinu mikla Eftir Sigurjón Hafsteinsson Sigurjón Hafsteinsson » Leiðum áhugasama erlenda fjárfesta í Helguvíkina og bjóðum Norðurálshúsið til af- nota undir nokkurra þúsunda tonna fiskeldi. Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ. molikarlinn@simnet.is Veiði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.