Morgunblaðið - 15.05.2020, Side 19

Morgunblaðið - 15.05.2020, Side 19
nokkrir ferðafélaganna beðnir að lýsa því hvað það væri sem öðru fremur einkenndi samfylgdina. Einhverjir nefndu viðkvæði hennar, „elskan mín“, aðrir nefndu gáska hennar, gleði og dillandi hlátur, útgeislun, ein- læga hlýju, væntumþykju og já- kvæðni. En vinunum er ekki síst ofarlega í huga hversu skemmti- legur ferðafélagi Valla var, hvað hún var áhugasöm um menn og málefni og glaðværðin sem jafn- an einkenndi samvistir við þau hjónin. Síðastliðið haust buðu þau hjónin hópnum til veislu á nýja heimilinu sínu yst á Kársnesinu. Þar áttum við yndislega kvöld- stund. Hún yljar í endurminning- unni. Við kveðjum kæra vinkonu hinstu kveðju og vottum Inga og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Færeyjafaranna, Guðlaug Birna Guðjóns- dóttir og Karl Skírnisson. Haustið 1964 hóf árgangurinn okkar nám við Menntaskólann á Akureyri. Skólameistari raðaði okkur í heimavistina, tveimur saman í hvert herbergi. Við sem seinna kölluðum okkur Völlu Jónu-klíkuna vorum átta og kom- um víða að, allt frá Ströndum að Norðfirði. Valla Jóna úr Blöndu- hlíðinni og Dísa frá Neskaupstað fengu herbergi saman og undu glaðar við það hlutskipti alla vet- urna í heimavistinni. Allar áttum við bekkjarbræður og vini í skól- anum og stór hópur ungmenna hvaðanæva af landinu kynntist fljótt. Ekki leið á löngu þar til Skagfirðingurinn Valla Jóna og Austfirðingurinn Ingi Kr. urðu ástfangið par. Vistarstelpurnar voru saman alla daga, í skólanum, heimanáminu, biðröðinni í kvöld- matinn, ferðum í þvottahúsið á laugardögum og við tókum þátt í fjölbreyttu félagslífi. Um helgar skiptust á skólaböll á Sal þar sem lög Bítlanna og Rolling Stones ómuðu í eyrum og Sjallaböll með hljómsveit Ingimars Eydals. Iðulega litu vinir og vinkonur inn hjá okkur eftir kvöldmat. Herbergin fylltust þá af glaðvær- um unglingum, gítartónum og söng. Þar lét söngfuglinn frá Sól- heimum hún Valla Jóna sig ekki vanta. Hún kom svífandi og tók undir með sinni fallegu, tónvissu rödd. Milliröddina samdi hún jafnóðum. Það var ekki hægt annað en að geðjast að þessari glaðbeittu stelpu sem var líka svo hreinskilin og raungóð þegar til hennar var leitað. Ekkert skrýtið að hópurinn okkar yrði síðar kenndur við hana. Hún var ein- staklega félagslynd og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom en hún var líka góður námsmað- ur. Málanám lá vel fyrir henni og vönduð íslenska var henni kapps- mál. A-bekkurinn var stór og hress stelpnabekkur og við áttum sérstakan bekkjarsöng úr óper- unni Carmen sem við sungum á dönsku í frímínútum og hvenær sem færi gafst, að sjálfsögðu und- ir forystu Völlu Jónu. Á sumrin skrifuðumst við á og sögðum frá vinnunni og spenn- andi viðburðum. Sumum okkar lánaðist að heimsækja Völlu Jónu í Sólheima og fengum þar höfð- inglegar móttökur hjá Ragnheiði og Valgerði eldri þó að enginn væri fyrirvarinn. Það leyndi sér ekki að Valla Jóna var alin upp við að virða alla og taka öllum fagnandi. Eftir stúdentspróf skildi leiðir, við tók framhaldsnám og fjöl- skyldulíf en við hittumst stund- um og afmælisfagnaðir árgangs- ins urðu límið í vinskapnum. Þá þurfti að hita upp og æfa skemmtiatriði og masa um allt sem á dagana hafði drifið. En mörg undanfarin ár hittumst við reglulega í heimahúsum, borðuð- um saman, hlógum og töluðum hver í kapp við aðra, eins og við hefðum hist í gær, og ógleyman- legar eru árlegar skötuveislur Inga og Völlu. Þessar samveru- stundir urðu okkur dýrmætari eftir því sem tíminn leið, ekki síst eftir að Valla Jóna veiktist. Hún var kjarkmikil og hvetjandi allt til enda. Síðustu skilaboð hennar til okkar um páskana voru: „Ekki vera leiðar, elskurnar, þetta er bara gangur lífsins.“ Við erum óendanlega þakklát- ar fyrir að hafa eignast þessa yndislegu og tryggu vinkonu og vottum Inga, Gunnari, Jóni, Hönnu og fjölskyldum einlæga samúð. Þórdís (Dísa), Anna Kristín (Anna Stína), Kristín (Stína), Edda, Soffía, Stefanía (Stebba) og Alda. Í dag verður til grafar borin Valgerður Jóna Gunnarsdóttir söngkennari. Samstarfsmenn hennar og nemendur við Söng- skólann í Reykjavík minnast hennar með miklum söknuði og væntumþykju. Valla, eins og hún var ævinlega kölluð, var einstak- lega glaðvær og harðdugleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ég minnist Völlu frá upphafi sem einhverrar glaðværustu og hressustu stúlku sem ég hef kynnst, en kynni okkar hófust haustið 1973, þegar Söngskólan- um í Reykjavík var hleypt af stokkunum og Valla var í fyrsta nemendahópnum. Hún hafði góð- an grunn, mikið hafði verið sung- ið á heimilinu frá því hún var barnung. Pabbi hennar, Gunnar Björnsson, var mikill tónlistar- áhugamaður og var líka meðal fyrstu nemenda Söngskólans. Valla hafði sungið í kórum frá unga aldri, einstaklega músíkölsk og vel að sér í söngtónlistarflór- unni. Hún var yfirmaður Há- skólafjölritunar og vann með söngnáminu fyrstu árin, en þegar líða tók á og við tók æfinga- kennsla og söngkennaranám, sem hún stundaði undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur og Halldórs Hansen, lét hún af störfum við Háskólann og sneri sér alfarið að tónlistarnáminu. Hún var í hópi fyrstu nemenda sem útskrifuðust frá Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf; bachelor degree with honours, vorið 1981. Valla hefur verið mikill styrk- ur í kórum tengdum skólanum; Kór Söngskólans í Reykjavík, sem stofnaður var fljótlega eftir að skólastarf hófst, Kór Íslensku óperunnar, sem starfræktur var frá stofnun óperunnar, og Óperu- kórnum í Reykjavík frá stofnun hans. Hún hefur verið kórunum og mér mikill styrkur, alltaf tilbúin að aðstoða við upphitun og raddæfingar og leiðandi í öllum undirbúningi og flutningi kór- anna. Hún tók þátt í öllum tón- leikaferðum kóranna, um Ísland, til allra Norðurlandaþjóðanna og ýmissa annarra Evrópulanda, til Rússlands og Bandaríkjanna, alltaf hefur Valla verið með og verið góður liðsmaður varðandi allan undirbúning, efnisskrár og annað sem kórstarfið krefst. Valla kenndi við Söngskólann í Reykjavík frá því hún útskrifað- ist 1981 og var afar vinsæll og vel metinn kennari, enda ósérhlífin með eindæmum. Hún hætti störf- um við skólann sl. vor vegna veik- inda sem hún hafði barist lengi við, þau veikindi höfðu nú yfir- höndina og drógu hana til dauða 2. maí sl. Valla og Ingi Kristinn, eiginmaður hennar, hafa alla tíð verið styrk stoð í félagslífi Söng- skólans. Í vetur tóku þau hjónin að venju þátt í jólagleði starfs- fólks og árlegu þorrablóti, það var í síðasta sinn sem við sáumst og þar áttum við öll yndislega samverustund. Völlu verður sárt saknað og minnst fyrir sína rómuðu glað- værð og hlýju samveru. Fyrir hönd starfsfólks og nemenda Söngskólans í Reykjavík sendi ég Inga, börnum þeirra, barnabörn- um og öðrum í fjölskyldunni inni- legustu samúðarkveðjur. Garðar Cortes. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 ✝ Vilborg Krist-ófersdóttir, bóndi á Læk í Leir- ársveit, fæddist á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal, hjónunum Salvöru Jörundardóttur ljósmóður og Krist- ófer Guðbrands- syni, bónda þar, hinn 30. júlí 1923. Vilborg lést 4. maí 2020. Stjúpfaðir Vilborgar frá fimm ára aldri var Magnús Eggertsson, þá búandi að Vestri-Leirárgörðum, síðar bóndi á Melaleiti í Melasveit. Bróðir Vilborgar, sammæðra, er Jón Kristófer Magnússon. Vilborg hlaut menntun síns tíma og sinnti ýmsum störfum 2015, og Vilhjálmur Ólafsson, fæddur 1988. Vilhjálmur á eina dóttur, Ylfu Maren, fædda 2016. Maður Ásdísar var Ólafur Valgeir Einarsson, fæddur 1952, lést 1997 og stjúpdætur Ásdísar eru Jóna Valdís, Ás- gerður og Valgerður. Vilborg sinnti landbúnaðar- störfum með manni sínum til dauðadags hans eða í 46 ár. Eftir það hélt hún til á Læk er hún hafði grætt og ræktað til ársins 2019 er hún flutti á hjúkrunarheimilið Höfða og er hún því vel þekkt í sveitinni sem Villa á Læk. Útför Vilborg- ar verður gerð frá Akra- neskirkju í dag, 15. maí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Vilborg mun hvíla milli manns síns og dóttursonar í Borg á Mýrum. Vegna aðstæðna í sam- félaginu fer hún fram í kyrrþey en verður streymt á vefsíðu Akraneskirkju: www.akra- neskirkja.is. Stytt slóð á streymi: https://n9.cl/mb7l. Slóðina er einnig að finna á www.mbl.is/andlat. eins og að vera kennari í farskól- anum í Skorradal. Árið 1949, hinn 2. júní, gekk hún svo í hjónaband með lífsförunaut sínum Einari Helgasyni er fædd- ist 10. september 1922 í Stangarholti í Borgarhreppi. Þau eignuðust einkadóttur sína eftir hjúskap á Melaleiti, Ásdísi Einarsdóttur, kennara í Reykjavík, 1952, og fluttust svo að Læk í Leir- ársveit árið 1953. Einar kvaddi þennan heim árið 1999 og Ásdís árið 2008 en hún starfaði sem kennari. Synir Ásdísar eru Einar Örn Eiðsson, fæddur 1978, lést Við systur vorum heppnar að fá að alast upp á heimili þriggja kyn- slóða, með ömmu og afa sem voru fædd á 19. öld. Því fylgdu hlunn- indi sem hafa vaxið að virði með árunum, fólgin í ást og umhyggju og sögum og fróðleik aldanna. Salvör amma okkar missti fyrri mann sinn, Kristófer, árið 1925, en þau höfðu eignast dótturina Vilborgu sumarið 1923. Amma giftist síðar Magnúsi afa sem gekk Villu í föðurstað. Jón Krist- ófer faðir okkar fæddist árið 1932. Aldrei var hægt að finna annað en að þessi samsetta fjölskylda hefði dafnað vel. Villa talaði um afa, sem hún nefndi aldrei annað en pabba, af mikilli hlýju og afi talaði um stjúpdóttur sína af föðurlegri elskusemi og aðdáun. Sambýli foreldra okkar við ömmu og afa fylgdi mikill sam- gangur við Villu og fjölskyldu hennar, Einar og Ásdísi sem bjuggu á Læk í Leirársveit. Hjón- in voru samhent í fallegri um- gengni við landið og bústofninn. Snyrtimennskan var slík að stundum spurðu ókunnugir hvort enginn búskapur væri á Læk. Tún voru slegin og vandlega hirt og öll hús nýmáluð. Það mátti láta sér detta í hug að þarna tylltu hvorki menn né skepnur niður fæti. Jörð- in liggur að einu af fáum Rams- arsvæðum á Íslandi og í Lækjar- nesi áttu fuglar griðastað í skjóli þeirra hjóna löngu áður svæðið hlaut alþjóðlega viðurkenningu. Villu var annt um að göngufólk og reiðmenn trufluðu ekki fuglalíf og kom ákvæði um það inn í skipulag sveitarfélagsins. Þegar leið á ævikvöldið dró úr líkamskröftum frænku okkar. En andinn var enn óbilaður og hún var stálminnug. Við systur höfum gaman af því að rifja upp liðna tíð en þegar okkar minni þraut var viðkvæðið: „Við spyrjum Villu.“ Og hún mundi allt. Villa naut barnaskólagöngu eins og tíðkaðist og fór síðan á Héraðsskólann á Laugarvatni. Í framhaldinu gerðist hún barna- kennari í Borgarfirði árin 1944- 50. „Það voru nú meiri ósköpin“ sagði hún sjálf og hristi höfuðið. „Ég kunni ekki nokkurn hlut.“ En við þekkjum fólk sem var nem- endur hennar og allir lofuðu þeir þennan unga kennara. Við vitum að íslenskukunnátta hennar var afbragðsgóð og mál hennar blæ- brigðaríkt. Hún kenndi hand- mennt og nemendurnir nutu góðs af að Villa var framúrskarandi hannyrðakona. Hún sagði ástæð- una vera að móðir sín hefði gert kröfur um að vandað væri til verka og fallega frá öllu gengið. Villa fylgdist líka ævinlega áhuga- söm með þegar þær okkar systra sem slíkt lögðu fyrir sig voru að kynna nýjar afurðir í hönnun eða listum. Sorgin knúði ítrekað dyra hjá frænku okkar. Hún missti Einar, sinn góða lífsförunaut, árið 1999, einkadótturina Ásdísi árið 2008 og dóttursoninn Einar Örn árið 2015. Það var mikið á eina konu lagt. Gleði Villu og yndi var dótt- ursonurinn Vilhjálmur, kona hans Elín og litla dóttir þeirra Ylfa sem langamman naut að segja okkur frá. Vilhjálmur sýndi ömmu sinni einstaka umhyggju og samband þeirra var kærleiksríkt. Við kveðjum Vilborgu föður- systur okkar með virðingu og þökk og sendum Vilhjálmi frænda okkar og fjölskyldu hans innileg- ustu samúðarkveðjur. Melaleitis- systur, Solveig, Salvör, Áslaug og Védís. Mig langar að minnast vináttu okkar Vilborgar í fáum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman jól- in 2003 þegar fjölskylda mín og Ásdísar, dóttur Vilborgar, tóku upp þann góða sið að hittast á jól- unum. Það var vinfengi Vilhjálms sonar Ásdísar og Eyjólfs sonar míns sem leiddi okkur Ásdísi sam- an. Vilborg dvaldi alltaf hjá dóttur sinni yfir jólin og var því ýmist gestur á mínu heimili eða við hitt- umst heima hjá Ásdísi. Þessum sið héldum við þar til Ásdís féll frá haustið 2008. Eftir lát hennar var ég oft gestkomandi á Læk og naut þar gestrisni Vilborgar. Vilborg var traust og góð kona. Hún hafði kynnst lífinu og þurft að takast á við ýmsa erfiðleika allt frá barnæsku og rifjaði það stund- um upp í spjalli. Hún vissi að lífið væri ekki dans á rósum enda hafði hún misst eiginmann, einkadóttur og dótturson. Það var henni mikil ánægja þegar Vilhjálmur kvæntist Elínu – og mikil var gleðin þegar Ylfa Maren fæddist. Hún var sannar- lega sólargeislinn í lífi Vilborgar síðustu árin sem hún lifði. Vilborg hélt andlegri heilsu fram á seinasta dag og bjó á Læk eins lengi og hún gat. Var aðdáun- arvert hvernig hún bjargaði sér sjálf við heimilisverkin þótt líkam- inn væri úr sér genginn. Ef ég vildi hjálpa henni, renna á könn- una eða ganga frá eftir kaffið var viðkvæðið venjulega að hún vildi gera þetta sjálf, þá sæi hún að ein- hver hefði komið. Ég heimsótti Vilborgu í lok júlí á seinasta ári og var það í fyrsta skipti sem hún þáði aðstoð við kaffið. Áttum við góða stund sam- an. Daginn eftir datt hún og þurfti að leggjast inn á Landspítalann og síðan á sjúkrahúsið á Akranesi. Þá varð ljóst að hún átti ekki aft- urkvæmt heim enda orðin 96 ára gömul. Í kjölfarið á sjúkrahúslegunni flutti hún á Dvalarheimilið Höfða. Vilborg lét mjög vel af sér þar, fannst öll umönnun góð og starfs- fólkið hjálplegt og elskulegt enda mjög heimilislegt að koma á Höfða. Blessuð sé minning hennar. Anna Friðriksdóttir. Ég kynntist Villu rétt eftir aldamótin 2000, átti smá erindi við hana og bað hana að hitta mig. Hún tók vel á móti mér og við ræddum málin yfir kaffi og sæ- tindum. Þá vissi ég ekki að þetta væri byrjunin á dýrmætum vinskap sem myndi endast næstum tvo áratugi. Það var alltaf gaman að hitta Villu. Hún var vel gefin, hafði ákveðnar skoðanir, var hafsjór af fróðleik og fylgdist vel með. „Hvað er að frétta úr sveitinni?“ var oft fyrsta spurningin hennar. Yfirleitt var fátt um svör mín megin og það var hún sem sagði fréttirnar. Nú er elsku vinkona mín búin að fá hvíldina eftir langa ævi, þar sem eins og gengur bæði gleði og sorg komu við sögu. Ég er þakklát forsjóninni að hafa leitt mig á fund þessarar virðulegu, ákveðnu og staðföstu konu sem mér finnst hafa verið verðugur fulltrúi sinn- ar kynslóðar meðan hún lifði. Samúðarkveðjur sendi ég Vil- hjálmi, Elínu og Ylfu Maren. Soffía Sóley Magnúsdóttir. Það er bjartur dagur í júnímán- uði og það er verið að smala á Læk. Fyrir dyrum stendur hin ár- lega rúning. Sumar kindurnar virðast ekki hafa fullan skilning á að verkefnið gangi smurt fyrir sig, sjálfstæður vilji og þrjóska er þeim ofar í huga. Við smalarnir reynum að gera okkar besta, hlaupandi í allar áttir eftir því sem hjörðin rekst. Við fáum ákveðna leiðsögn sem við hlýðum. Örugg verkstjórn hjá Villu á Læk eins og endranær. Og hún dregur ekki sjálf af sér við eftirreksturinn. Gengur hröðum skrefum, eykur svo hraðann ef þörf er á þannig að erfitt er að greina hvort hún er að ganga eða hlaupa, fer svo á fleygi- ferð ef svo ber undir, komin á kapphlaupshraða. Dagurinn hafði byrjað eins og aðrir dagar. Við vorum vaktir snemma til að ná í kýrnar upp í móa og reka þær inn í fjós þar sem hver kýr fór á sinn bás. Við tóku mjaltir þar sem Villa var við stjórnvölinn. Mjaltavélin sett á hverja kúna á fætur ann- arri, Villa hreytti ef ástæða þótti til, strauk kúnum ef mínúta gafst á milli verka eða bar á þær júg- ursmyrsl. Aldrei dauð stund. Við reyndum að skila okkar, moka flórinn, fara fram í mjólkurhús og sía, strjúka kúnum með kambi eða hvað annað sem gat aukið vel- líðan þeirra. Að mjöltum loknum voru kýrnar reknar aftur upp í móa. Þegar við vorum að leggja af stað í þennan daglega morgunr- únt mátti heyra að Villa var tekin til við að þrífa áhöldin í mjólkur- húsinu. Ókunnugir gætu hafa haldið að þar væru fleiri en einn að störfum. Þegar við vorum komnir aftur inn eftir að hafa rek- ið kýrnar kom Villa arkandi úr mjólkurhúsinu. Stuttu seinna var kominn morgunmatur á borð, all- ur dagurinn framundan. Dagur með Villu og Einari á Læk. Alltaf nóg að gera og þó að stærsta hluta dagsins væri varið úti við með Einari, sem við fylgdum iðulega eins og tryggir hundar, þá lagði Villa ekki síður af mörkum varð- andi verkefni. Og sum þeirra voru líklega ekki alvanaleg á þeim tíma fyrir stráka, eins og að ryksuga, þurrka af og fægja borðsilfrið. Hin árlega sumarhreingerning í fjósinu undir stjórn Villu var einn af hápunktunum en að hreingern- ingu lokinni var fjósið nánast eins og kýr hefðu aldrei stigið fæti inn í fjósið. Og það var bakað. Í miklu uppáhaldi hjá okkur bræðrunum var kaka sem bar hið ágæta heiti slomsa. Enn höfum við ekki fund- ið í neinu bakaríi jafngóða köku, jafnvel þó að nafni þeirra sumra hafi verið breytt í konditori. Mikil snyrtimennska og umhyggja fyrir dýrunum einkenndi alla tíð bú- skap Villu og Einars. Þar var á ferð fyrirmyndartvíeyki. Hún er falleg ljósmyndin af þeim þegar þau eru ung og í blóma lífsins. Sú mynd þurfti ekkert photoshop. Þegar við bræðurnir lítum til baka þá er í okkar huga ljóst að við fengum hæsta vinninginn í sveitabæjahappdrættinu. Villa og Einar voru framúrskarandi bændur og sumrin þar mótuðu okkur á uppbyggilegan og mann- bætandi hátt. Það var einstök gæfa að hafa notið uppeldis þeirra. Einar lést fyrir rúmum 20 árum og nú er Villa látin. Við sendum Vilhjálmi og fjölskyldu og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Farsælu lífi er lokið. Loftur Ólafsson Ingvar Hákon Ólafsson Bergþór Ólafsson Lífsgangan var orðin löng, stundum brött, en fyrst og fremst lifað af dugnaði og ósérhlífni. Vil- borg á Læk er látin í hárri elli. Kynslóðin sem upplifði og fram- kvæmdi einhverjar mestu breyt- ingar í samfélaginu og þar með öllum okkar aðstæðum, sem orðið hafa. Þessu fólki skuldum við sem nú lifum og störfum þakkir og virðingu fyrir einstakt afrek. Vilborg á Læk þekkti fjórar kynslóðir fjölskyldu minnar, átti kunningsskap og vináttu við þær allar. Næstum í heila öld hefur hún fylgt mínu fólki og í hárri elli sýndi hún einstakan kærleika við yngstu dóttur mína, Guðbjörgu, vitnaði þá stundum til langalanga- ömmu hennar. Guðbjörgu sýndi hún vináttu og umhyggju og sýnir sá hugur Vilborgar vel tryggð hennar. Þennan hug hennar og vináttu þakka ég við leiðarlok. Einkabarn Vilborgar og Ein- ars , Ásdís, var kennari minn í Heiðarskóla. Milli hennar og míns árgangs skapaðist traust og góð vinátta meðan Ásdís lifði. Hennar minnist ég ekki síst við þessi tíma- mót. Hún féll frá langt um aldur fram eftir baráttu við heilsuleysi og var það okkur mikið áfall. Mér er minning Ásdísar afar kær. Vilborg var góðum gáfum gædd, fylgdist af áhuga með mannlífi og þjóðmálum. Vel heima í öllu og hafði skýra sýn og skoð- anir. Hún og Einar maður hennar hófu búskap á Læk 1953. Lækur var og er eftirtektarverður fyrir einstaka snyrtimennsku. Mörg- um mætti vera til fyrirmyndar hvernig þau hirtu jörð sína og hús. Vilborg sló þar ekki undan með að Lækur var eitt snyrtileg- asta býli Íslands. Ég hef oft hitt fólk sem man og þekkir Læk og hefur tekið eftir einstakri snyrti- mennsku þar. Vilborg hélt heimili sitt á Læk eftir lát Einars og lét sig ekki fyrr en ekki var lengur stætt og dvaldi síðustu mánuði á hjúkrunarheim- ilinu Höfða. En hugsunin skýr og einstakt minni. Við leiðarlok þakka ég kynni okkar og kveð af djúpri virðingu einstaka samferðakonu. Haraldur Benediktsson. Vilborg Kristófersdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.