Morgunblaðið - 15.05.2020, Page 26

Morgunblaðið - 15.05.2020, Page 26
ÍTALÍA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Mikil óvissa ríkir hjá Emil Hall- freðssyni, landsliðsmanni Íslands í knattspyrnu og leikmanni Padova í ítölsku C-deildinni, þessa dagana en síðast var leikið í C-deildinni á Ítalíu hinn 23. febrúar síðastliðinn. Emil, sem er 35 ára gamall, gekk til liðs við Padova á frjálsri sölu síð- asta sumar og skrifaði undir eins árs samning við félagið sem rennur út hinn 30. júní. Miðjumaðurinn hefur æft með uppeldisfélagi sínu FH síðan hann kom heim til Íslands í mars og verið duglegur að halda sér við. „Það ríkir ákveðin óvissa hjá manni þessa dagana,“ sagði Emil í samtali við Morgunblaðið. „Ég er samningsundinn Padova til 30. júní og er í rauninni bara að bíða eftir því að sjá hvað gerist þar og á Ítal- íu, og hvort deildin fer af stað yf- irhöfuð eða ekki. Á meðan ekkert er staðfest í þeim efnum er ég bara áfram leikmaður Padova. Eins og staðan er núna er- um við bara að bíða og sjá hvað ger- ist. Við fjölskyldan erum á Íslandi og ég æfi með FH til þess að halda mér í formi og það er staðan þessa dagana.“ Óvissa með endurkomu Padova er sem stendur í sjötta sæti B-riðils ítölsku C-deildarinnar með 44 stig þegar ellefu umferðir eru eftir. Liðið sem endar í efsta sæti deildarinnar fer beint upp um deild og liðin í 2.-10. sæti fara í um- spil um laust sæti í B-deildinni. „Um daginn var það mikið í um- ræðunni að deildinni yrði hreinlega aflýst en svo hefur ekkert verið staðfest í þeim efnum. Núna er svo talað um að fara bara beint í umspil um sæti í B-deildinni en það hefur heldur ekkert verið staðfest. Það eru alls konar vangaveltur í gangi en ekkert staðfest. Það ríkir mikil óvissa með fótboltann á Ítalíu þessa stundina, líka A-deildina; þótt þeir séu byrjaðir að æfa aftur þá er það undir mjög ströngum takmörk- unum. Þá er ekkert ákveðið hvort eða hvenær deildin mun hefjast aft- ur. Ef það verður sem dæmi farið beint í umspil þá væri auðvitað mjög gaman að taka þátt í því enda erum við í umspilssæti. Ef af því verður ekki verður maður svo auðvitað bara að taka ákvörðun út frá því.“ Gott að vera á Íslandi Emil hefur æft með uppeldis- félagi sínu FH að undanförnu en hann sneri aftur til Íslands í mars, áður en umspilsleiknum gegn Rúm- eníu fyrir EM 2020 var frestað. Hann viðurkennir að það hafi reynst krefjandi að æfa og halda sér við undanfarnar vikur. „Ég fékk leyfi frá klúbbnum til þess að fara heim til Íslands eftir að deildinni hafði verið frestað um óákveðinn tíma. Þá stóð ennþá til að það yrði spilaður landsleikur hérna heima og ég ákvað því að koma strax heim til þess að vera þá alla- vega til taks ef hann yrði spilaður. Eftir það hefur maður bara verið hér enda allt lokað á Ítalíu. Það er gott að geta verið hérna heima á svona stundum og líklega besta landið til þess að vera í þegar svona heimsfaraldur gengur yfir. Maður hefur aldrei lent í öðru eins en ég tel mig hafa nýtt tímann nokkuð vel bæði hvað varðar æfingar og það að halda sér í formi. Að sama skapi er þetta ömurlegt fyrir alla, ekki bara mig, og það eru allir í sömu stöðu. Það eina sem maður getur í raun gert er að einbeita sér að því að gera það besta úr stöð- unni.“ Samningsbundinn Padova Emil hefur komið við sögu í sex leikjum með Padova í C-deildinni á tímabilinu en margir leikmenn liðs- ins verða samningslausir 30. júní. Emil hefur verið orðaður við end- urkomu til FH þar sem hann hóf knattspyrnuferilinn árið 2001 og lék 29 leiki í efstu deild áður en hann hélt út í atvinnumennsku. „Núna einbeiti ég mér að því að halda líkamanum góðum og svo þegar þar að kemur tekur maður ákvörðun um framhaldið. Fram- haldið hjá Padova hefur ekkert ver- ið rætt og það eru fjölmargir leik- menn hjá félaginu sem verða samningslausir í sumar. Hvernig það verður tæklað veit enginn í raun og veru þannig að á meðan þetta er allt í lausu lofti veit maður ekkert hvað gerist. Ég er samningsbundinn Padova og það er fjölmargt sem þarf að koma í ljós áður en ég get sagt hvort ég sé að fara að koma heim í sumar til að spila með FH eða ekki. Ég er bara að bíða eftir svörum úti um hvað gerist og svo mun ég skoða mín mál betur þegar það kemst á hreint,“ bætti landsliðs- maðurinn við. Reyni bara að gera það besta úr stöðunni  Emil ánægður að vera á Íslandi og æfa með FH á meðan óvissa ríkir á Ítalíu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Biðstaða Emil Hallfreðsson vonast eftir því að geta farið aftur til Padova í sumar og leikið með liðinu í umspili um sæti í B-deildinni. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 15. maí 1965 Hástökkvarinn Jón Þ. Ólafs- son setur nýtt Íslandsmet ut- anhúss þegar hann stekkur yf- ir 2,10 metra, með grúfustíl á móti á Melavell- inum og bætir fjögurra ára gamalt met sitt um fjóra sentimetra. Met Jóns stóð í 18 ár, eða þar til Krist- ján Hreinsson sló það árið 1983 með því að stökkva 2,11 metra. Jón er ennþá sjöundi besti hástökkvari Íslands frá upphafi. 15. maí 1977 Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson, landsliðsmenn í handknattleik, eru vestur- þýskir meistarar með Dan- kersen Minden sem sigrar Grosswallstadt, 21:20, í úr- slitaleik. Axel skorar sig- urmarkið úr vítakasti á loka- sekúndunum en hann gerir þrjú mörk í leiknum og Ólaf- ur tvö. Þetta var síðasta tíma- bilið þar sem þýska 1. deildin var leikin í tveimur riðlum, norðurriðli og suðurriðli, þar sem sigurliðin léku síðan um meistaratitilinn. 15. maí 1987 Morgunblaðið segir frá því að Íslandsmetið í 100 m bak- sundi hafi verið tvíbætt í undan- rásum á Smá- þjóðaleikunum í Mónakó. Fyrst slær Hugrún Ólafsdóttir met Ragnheiðar Run- ólfsdóttur og syndir á 1:11,35 mínútu en Ragnheiður nær því af henni aftur skömmu síðar með því að synda vega- lengdina á 1:10,99 mínútu. 15. maí 1994 Ísland sigrar Noreg, 93:78, í leik um fimmta sætið af átta á Norðurlandamóti karla í körfuknattleik í Stokkhólmi. Teitur Örlygsson fer á kost- um, skorar sjö 3ja stiga körf- ur og 29 stig alls fyrir ís- lenska liðið. Jón Arnar Ingvarsson skorar 27 stig. 15. maí 1997 Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik sigrar Íra, 72:61, í vináttulandsleik á Ír- landi. Erla Reynisdóttir skor- ar 18 stig fyrir Ísland og Anna María Sveinsdóttir 14 en þetta var fyrsti sigurinn á Írum frá upphafi. 15. maí 2010 Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, er kjörinn forseti evr- ópska körfu- knattleiks- sambandsins, FIBA Europe, á ársþingi þess í München. Ólafur sigrar Turgay Demirel frá Tyrklandi í kosningunni með 32 atkvæðum gegn 19. 15. maí 2015 Eyjamenn eru Íslandsmeist- arar í handknattleik karla í fyrsta skipti eftir sigur á Haukum, 29:28, í oddaleik lið- anna á Ásvöllum í Hafn- arfirði. Þeir vinna þar með einvígið 3:2. Agnar Smári Jónsson skorar sigurmark ÍBV 22 sekúndum fyrir leiks- lok en hann fer algjörlega á kostum í leiknum og skorar 13 mörk. Á ÞESSUM DEGI HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Það er mikil óvissa en ég reyni að taka jákvæðu hliðina á þetta og vona það besta,“ sagði landsliðs- markvörðurinn Ágúst Elí Björg- vinsson í samtali við Morgunblaðið. Ágúst samdi við Kolding fyrr á árinu en félagið er það sigursælasta í dönskum handbolta frá upphafi. Liðið var í 12. sæti af 14 liðum í dönsku úrvalsdeildinni þegar deild- inni var aflýst vegna kórónuveir- unnar, en Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyjólfsson léku með liðinu á tímabilinu. Mikil óvissa ríkir hjá fé- laginu um þessar mundir, þar sem það er í miklum fjárhagserfið- leikum. Að sögn BT í Danmörku samþykktu leikmenn ekki 40 pró- senta launalækkun og sagði stjórnin í kjölfarið af sér. Það kom sér afar illa því tveir af helstu styrktar- aðilum félagsins voru í stjórninni. Ef allt fer á versta veg verður félag- ið gjaldþrota og Ágúst þarf að finna sér nýtt félag. Leitað að bestu lausninni „Það eru ákveðnar viðræður inn- an klúbbsins og stjórnarmanna. Eins og ég skil þetta þá er verið að gera það besta fyrir klúbbinn og leikmenn til halda sér á floti. Við er- um að vinna með stjórninni að því að finna bestu lausnina til að komast út úr þessu,“ sagði Ágúst, sem von- ast til að félagið nái að bjarga sér, enda spennandi skref á hans ferli. Ágúst hefur undanfarin tvö ár leikið með Sävehof í Svíþjóð og varð sænskur meistari með liðinu á síð- ustu leiktíð og lék í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. „Ég vona að þetta gangi upp og við finnum einhverja lausn á þessu. Vonandi er þetta ekki eins mikið vesen og fjölmiðlar í Danmörku gefa í skyn. Ég er búinn að tala við leik- menn þarna úti og það kemur örugglega í ljós í næstu viku hvern- ig framhaldið verður. Við höfum verið að spjalla saman með leik- mannasamtökunum og reynum að standa þétt saman og sýna sam- stöðu í þessu. Við þurfum að hjálp- ast að og finna leiðir til að hjálpa klúbbnum út úr þessu.“ Ágúst, sem er uppalinn hjá FH og lék með liðinu áður en hann hélt út, veit ekki hvað tekur við, fari svo að félagið verði gjaldþrota og hann verði án félags. „Það er ekki alveg komið svo langt,“ sagði Ágúst og útilokaði í kjölfarið ekki að koma heim. „Mögulega, ef allt fer á versta veg. Það er of snemmt að segja það núna. Eins og staðan er núna er ég leikmaður Kolding og fer út og spila með þeim á næstu leiktíð. Ég er samningsbundinn þeim og ég vona að klúbburinn fari ekki í gjaldþrot og það komi lausn í þetta.“ Eins og áður segir greindu dansk- ir fjölmiðlar frá því að leikmönnum Kolding hefði verið boðin 40 pró- senta launalækkun. Ágúst vildi ekki staðfesta þær tölur, en viðurkenndi að félagið hefði vissulega reynt að lækka launakostnað. „Tölurnar í fjölmiðlum eru ákveðnar ágiskanir held ég. Það er búið að bjóða leikmönnum einhverja launalækkun en ég má ekki segja of mikið um það. Ég veit bara að það er verið að leita lausna og finna leið- ir til að spara pening. Það gengur vonandi upp,“ sagði Ágúst, sem lék með íslenska landsliðinu á lokamóti EM 2018 í Króatíu og HM í Dan- mörku og Þýskalandi 2019. Vona að það finnist lausn  Nýtt félag Ágústs í miklum vanda Ljósmynd/Sävehof Óvissa Ágúst Elí Björgvinsson samdi við Kolding fyrir næsta tímabil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.