Morgunblaðið - 15.05.2020, Side 32

Morgunblaðið - 15.05.2020, Side 32
Lokatónleikar viðburðasyrpunnar Borgó í beinni í Borg- arleikhúsinu fara fram í kvöld kl. 20 og verða sýndir í streymi á vef leikhússins, borgarleikhus.is, visir.is og Stöð 2 Vísir. Á þeim munu leikkonurnar Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir og leik- arinn Björvin Franz Gíslason syngja valin lög úr söng- leiknum Ellý. Agnar Már Magnússon leikur undir á píanó. Streymisdagskrá Borgarleikhússins, Borgó í beinni, hefur staðið yfir frá 17. mars, degi eftir að samkomubann hófst. Lokatónleikar Borgarleikhússins sýndir í beinni á neti og í sjónvarpi FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Körfuknattleikskonan Danielle Rodriguez, sem hefur leikið hér á landi í fjögur ár með KR og Stjörnunni, ætl- ar að leggja skóna á hilluna, 26 ára gömul, og einbeita sér að þjálfun. Hún vonast eftir því að fá íslenskan rík- isborgararétt og þjálfa áfram hér á landi en hún hefur m.a. verið aðstoðarþjálfari stúlknalandsliðsins undan- farin tvö ár. Danielle segir að ástríðan hjá sér hafi færst frá því að spila körfubolta yfir í að þjálfa körfubolta- fólk. »27 Ætlar að þjálfa og hætta að spila ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stúdentar útskrifuðust í fyrsta sinn frá Menntaskólanum í Hamrahlíð fyrir 50 árum og af því tilefni var ákveðið að minnast tímamótanna með ferð til Færeyja um helgina. Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og í stað þess að fljúga í dag varð að fresta ferðinni um ár. Hjálmar Waag Árnason, sem er af færeyskum ættum, hefur verið þar með annan fótinn og þekkir vel til, var í útskriftar- hópnum 1970 og var beðinn að skipuleggja ferð- ina. Hann segir að hann hafi unn- ið að skipulagn- ingu margra ferða á Íslandi og í Færeyjum með Jóhanni Valbirni Ólafssyni Long í Færeyjum og allt hafi verið klárt fyrir helgina. Meðal annars hafi kóngsbóndinn í Kirkjubæ ætlað að taka á móti hópnum og staðið hafi til að dansa færeyska dansa með færeyskum danshópi en upplifunin verði bara betri að ári. „84 MH- ingar og makar voru skráðir í ferð- ina og fleiri geta ekki verið í hópn- um í maí á næsta ári,“ segir hann. Fyrsti árgangurinn Að sögn Hjálmars voru mennta- skólaárin svolítið sérstök. „Við vor- um fyrsti árgangurinn í skólanum og þar af leiðandi alltaf elst, stærst og frekust. Við þurftum að búa til og móta einhverjar hefðir sem hafa orðið.“ Hann bætir við að miklir umbrotatímar hafi verið á þessum árum og nefnir sérstaklega Víet- namstríðið, sem hafi haft áhrif á nemendur. „MH var kallaður „rauði skólinn“ enda var svolítil róttækni á meðal nemenda, þótt hinir róttækustu á þeim tíma hafi orðið spakari með árunum.“ Menntaskólaárin frá sextán ára til tvítugs hafa oft verið kölluð mót- unarár. Hjálmar segir að órjúfan- leg tengsl hafi myndast á milli ein- staklinga á þessum árum. Í því sambandi bendir hann á að þegar þetta fólk hittist eftir að hafa jafn- vel ekki sést í áratugi sé eins og það hafi síðast verið saman í gær. Í þessum árgangi hafi nemendur sumra bekkja komið saman mán- aðarlega og aðrir nánast aldrei. „Ég og nokkrir félagar höfum veitt saman einu sinni á ári í áratugi og stundum hefur það verið í eina skiptið sem við höfum hist það ár- ið.“ Hann bætir við að samskipti á samfélagsmiðlum hafi gjarnan orð- ið til þess að vináttan og vinskap- urinn hafi verið endurnýjuð. „Við eltum Jón Böðvarsson ís- lenskukennara,“ segir Hjálmar um ástæðu þess að hann fór í MH. Hann var í gagnfræðaskólanum í Kópavogi og tók þar landspróf þeg- ar Jón var íslenskukennari við skól- ann. „Við bekkjarfélagarnir sögð- um alltaf að hann hefði elt okkur en hann hélt því réttilega fram að við hefðum elt sig enda var Hamrahlíð- in þá hverfisskóli fyrir Kópavog. Þessi bekkur fór í ferðalag með Jóni Bö til Færeyja vorið sem við lukum landsprófi og það var fyrsti íslenski skólabekkurinn sem kom til Færeyja síðan farið var þangað með hóp krakka á fjórða áratugn- um. Það tók okkur tvo sólarhringa að sigla frá Reykjavík til Þórs- hafnar og þess má geta að þá tók sigling á kútter frá Þórshöfn til Klakksvíkur um fimm tíma. Nú tekur flugið klukkutíma og akstur til Klakksvíkur enn styttri tíma.“ Elst, stærst og frekust Jambering Tekið á móti öðrum árgangi við Beneventum í Öskjuhlíð.  „MH var kallaður „rauði skólinn“ enda var svolítil róttækni á meðal nemenda“  Fyrstu stúdentarnir útskrifuðust fyrir 50 árum Skólaferðalag Fyrsti árgangurinn á ferð í Þórsmörk. Næst til Færeyja. Hjálmar Waag Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.