Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2020
L
æknirinn Kristín Sigurðardóttir
tekur brosandi á móti blaðamanni
en hún býr í bjartri og fallegri
íbúð með útsýni yfir bæði borgina
og hafið. „Þú ert fyrsti gesturinn
hér inn síðan kórónuveiran bankaði upp á,“
segir hún.
Við setjumst í stofuna með kaffi í bollum,
hlýðum Víði og pössum að hafa fulla tvo metra
á milli okkar. Tíminn flýgur því það er af nógu
að taka og sögurnar margar og áhugaverðar.
Kristín er slysa- og bráðalæknir og hefur
búið bæði í London og Newcastle, þar sem hún
var í sérnámi, og á Kanaríeyjum þar sem hún
starfaði sem sjávarútvegslæknir. Þar lenti hún
í ýmsum ævintýrum, meðal annars að bjarga
lífi stórslasaðs sjómanns.
Við komuna heim til Íslands þurfti Kristín
að hætta að starfa sem sjúkrahúslæknir vegna
veikinda en hún er ein af þeim sem hafa veikst
vegna rakaskemmda í húsnæði Landspítalans.
Hún hefur fetað nýjar leiðir í lífinu og finnur
sig vel í því að fræða fólk um streitu og seiglu.
Hún viðurkennir að lífins vegur hefur ekki allt-
af verið beinn og breiður, eða eins og hún seg-
ir: „Lífið er svo hlykkjótt.“
Heilluð eftir kviðarholsaðgerð
Kristín er dóttir Guðnýjar Kristjánsdóttur
frumutæknis og leiðsögumanns og Sigurðar
Björnssonar krabbameinslæknis. Fjölskyldan
bjó í Reykjavík, og um skeið á Blönduósi,
fyrstu æviár Kristínar en hélt svo vestur um
haf til Bandaríkjanna þar sem faðir hennar var
í sérnámi. Kristín var orðin unglingur þegar
þau aftur fluttu heim og segist hún þá varla
hafa getað skrifað íslensku.
„Það var dálítið erfitt því ég þurfti að byrja á
að lesa Litlu gulu hænuna og Gagn og gaman.
Íslenskan mín var svo léleg,“ segir Kristín og
segist hafa verið harðákveðin í að fara aftur til
Bandaríkjanna að loknu menntaskólanámi,
enda hálfgerður Ameríkani eftir þessi átta ár.
„En þegar ég var í MR breyttist ég í svaka-
legan Íslending. Planið hafði verið að fara út í
nám í sjónvarpsþáttagerð en sumarið eftir út-
skrift gerði ég mér grein fyrir að ég yrði að
gera eitthvað annað ef ég ætlaði að vera áfram
á Íslandi. Ég ætlaði aldrei í læknisfræði en
pabbi leyfði mér að koma upp á spítala að
horfa á tvær aðgerðir og þá varð ég alveg hug-
fangin. Önnur aðgerðin var aðgerð á tá en hin
var stór kviðarholsaðgerð þar sem garnirnar
voru nánast úti. Mér fannst ótrúlegt hvernig
hægt væri að hjálpa fólki og þetta heillaði mig
alveg upp úr skónum,“ segir Kristín.
Leiðin lá því beint í læknadeildina um haust-
ið. „Eftir að ég fór inn á spítalana fann ég að
þarna lá mín ástríða. Í læknanáminu og sem
unglæknir leysti ég af víða um land. Ég var þá
orðin svo mikill Íslendingur og fannst þetta
meiriháttar tækifæri á að ferðast og kynnast
landinu. Ég var á Akureyri, Vestfjörðum og
Stykkishólmi,“ segir hún en á þessum árum
eignaðist hún fyrsta son sinn með manni sínum
Geir Þráinssyni, sem hún segir blöndu af sjó-
manni og viðskiptafræðingi.
Fattaði ekki að vera stressuð
Hjónin fluttu til London með drenginn lítinn
en Kristín hafði komist inn í nám í slysa- og
bráðalækningum. „Ég valdi stað sem var ná-
lægt vinum mínum og svo leit þetta út fyrir að
vera góður spítali. Ég sendi bara þessa einu
umsókn og var svo fengin út í viðtal. Þá kom í
ljós að sex hundruð manns höfðu sótt um stöð-
una,“ segir Kristín og brosir.
„Mér finnst það svo heillandi með Ísland að
við föttum ekki hvað við erum raunverulega
lítil þjóð – og það bara hvarflar varla að okkur
að við fáum ekki tækifæri. En okkur bjóðast
líka fleiri tækifæri en mörgum öðrum. Flestir
sendu út tugi umsókna en það er dæmigert
fyrir okkur Íslendinga að senda bara eina. Sá
sem tók viðtalið var yfir slysa- og bráðalækn-
ingum í Bretlandi og sagðist hafa ákveðið að
líta á umsóknina því hann tók eftir íslensku
eftirnafninu,“ segir hún og útskýrir að það sé
kostur að vera Íslendingur frá litlu landi; það
þykir áhugavert.
„Og ég fékk stöðuna, kannski líka af því ég
fattaði ekki að vera stressuð í viðtalinu, enda
vissi ég ekki þá að ég væri ein af sex hundruð!“
Vinnan þarna opnaði enn fleiri dyr og Krist-
ín endaði á að vinna á mjög virtum spítala,
King’s College Hospital, og vann hún þar á
bráðadeild. Margir héldu að erfiðust væru
vandamál vegna ofbeldis og eiturlyfja en
Kristín segir annað hafa slegið sig meira.
„Það sem sló mig frekar í Bretlandi var
hversu mikinn einmanaleika sumir bjuggu við.
Sums staðar var líka mikið atvinnuleysi og ég
sá jafnvel fólk sem var af þriðju kynslóð at-
vinnuleysingja, skorti algjörlega trú á að það
gæti mögulega unnið og hreinlega kunni það
ekki,“ segir hún.
„Þótt það sé margt frábært í breska spítala-
kerfinu sló það mig líka að sjá fólk með sjúk-
dóma sem voru mun lengra gengnir en eðlilegt
var og því komið með mikla fylgikvilla vegna
þess. Þetta fólk hefði átt að verið komið til sér-
fræðinga eða á spítalann löngu fyrr, áður en
afleiðingar sjúkdómanna voru orðnar svona
slæmar. Þá sá ég virkilega hvað við Íslend-
ingar búum við góða heilbrigðisþjónustu.“
Steig út úr lífinu
Um þremur árum eftir að þau fluttu til Eng-
lands varð Kristín ólétt, en hún var þá að vinna
á slysa- og bráðadeild í Newcastle.
„Ég skellti mér í sónar einn daginn og þá
kom í ljós að þeir voru tveir. Við íslenskar kon-
ur látum nú ekki meðgöngu hafa áhrif á okkur
í námi eða vinnu og maður vinnur eins lengi
eins og maður stendur, eða þannig var gamli
hugsunarhátturinn, sem er ekki réttur. Ég
man að í fyrri meðgöngu var ég svo slæm af
grindargliðnun að ég þurfti að setjast upp í
rúm til sjúklinganna af því ég gat ekki staðið,
sem er auðvitað ekki í lagi,“ rifjar hún upp.
„En þarna var ég að vinna á fullu og ég man
að síðasta vaktin sem ég tók í Bretlandi, sem
ég vissi svo sem ekki þá að yrði síðasti dag-
urinn, var mjög þung. Við lentum í endur-
lífgun, og það var bílslys og mótorhjólaslys
þennan dag, auk annars. Ég var send í það
léttasta; að hlúa að manni sem hafði misst
framan af handlegg. Hann var sá minnst slas-
aði. Og það var enginn hjúkrunarfræðingur til
að aðstoða mig. Ég hafði verið hlaupandi um
allan daginn og ég man ég hugsaði: ef ég fer í
fyrirburafæðingu núna, þá er hér enginn til að
sinna mér. Ég var að fá samdrætti en þarna
var ég komin um 22 vikur. Ég hugsaði að þetta
væri alls ekki í lagi. Ég fór svo beint eftir vakt-
ina í sónar og þá var mér sagt að ég ætti að
hvíla mig í viku,“ segir hún.
„Það sem gerðist á þessari viku var að dreng-
irnir tóku svakalegan vaxtarkipp; þeir höfðu ver-
ið langt undir eðlilegri stærð en þarna náðu þeir
að ná upp í nýja vaxtarkúrfu. Ég man hvað ég
fékk mikinn móral. Á fyrstu meðgöngunni hafði
ég verið á neyðarbílnum og þyrlunni, og hugsaði
aldrei út í það. Svo eftir vikuna var mér ráðlagt
að taka það rólega. Einn vinur minn sem var
læknir í Noregi sagði mér að vökudeildir væru
fullar af fyrirburum aðstoðarlækna. Svo var það
yfirlæknirinn sem tók mig tali og sagði mér að
hann vildi ekki fá mig til baka fyrr en ég væri
búin að eignast tvo heilbrigða drengi,“ segir
Kristín sem segist þá hafa þurft að taka ákvörð-
un um hvort hún vildi vera áfram á Englandi eða
fara heim til Íslands til að fæða, en vegna þess
að hún gekk með tvíbura hafði hún aðeins viku
til stefnu því eftir það mátti hún ekki fljúga.
„Þannig að ég gekk út af þessari hasarvakt
og stuttu síðar gekk ég út úr húsinu mínu með
Sigurð Þráin son minn, þá fimm ára gamlan.
Þarna steig ég bara fyrirvaralaust út úr lífi
mínu í Bretlandi. Þetta var skrítinn snúningur.
En þegar ég hugsa til baka hefur líf mitt oft
verið svona,“ segir Kristín og segist ekki hafa
snúið aftur til Bretlands. Hún gekk fulla með-
göngu, miðað við tvíbura, og drengirnir Stefán
Árni og Tryggvi Snær fæddust litlir en heil-
brigðir í lok ársins 2000.
Sjö ára útlegð
Eftir fimm ár á Íslandi stakk Geir upp á því að
þau flyttu til Kanaríeyja, en honum hafði verið
boðið spennandi starf þar ytra.
„Ég var þá svo innilega tilbúin til að gefa
drengjunum færi á að kynnast öðrum menning-
arheimi og öðrum gildum. Þegar ég hafði komið
heim frá Bretlandi brá mér dálítið að sjá hvern-
ig Ísland hafði breyst og ég man ég spurði vini
mína hvað hefði orðið um litla, sæta, saklausa
Ísland. Þá hafði ég verið fimm ár í burtu frá
slysadeildinni hér heima og ég sá allt í einu
miklu meira ofbeldi og meiri eiturlyfjaneyslu.
Mér fannst svo mikill hraði og ofgnótt í þjóð-
félaginu þarna í góðærinu og erfitt að ala
drengina upp við þetta gildismat, þannig að ég
var mjög tilbúin að fara út í nýtt ævintýri, læra
nýtt tungumál og gefa strákunum tækifæri á að
búa erlendis. Upphaflega ætluðum við að vera
eitt ár og sjá svo til en árin urðu sjö.“
Fjölskyldan settist að í spænsku borginni
Las Palmas á Gran Canaría-eyju.
„Ég byrjaði á að koma strákunum fyrir og
fara í spænskunám,“ segir Kristín og nefnir að
dvölin hafi verið mikið ævintýri. Drengirnir
þrír fundu sig vel í fótbolta sem leiddi þau á
mót úti um allt; bæði á mörgum eyjum Kanarí-
eyja og uppi á meginlandi Spánar, m.a. í La
Macia Barcelona-fótboltaþorpinu.
Fljótlega fóru þó spennandi verkefni að
banka upp á.
„Þarna voru íslenskar útgerðir sem stund-
uðu veiðar undan ströndum Afríku og þær
fóru að leita til mín, en stundum urðu slys eða
veikindi um borð í skipunum, eða gæta þurfti
að þeim sem lögðust inn á spítala í Las Palmas.
Þannig að ég hellti mér þarna út í sjávar-
útvegslæknisfræði. Ég tók að mér ýmis verk-
efni og átti þá mörg ævintýrin. Ég var send til
Máritaníu til að taka út heilbrigðiskerfi þar, en
athuga þurfti hversu vel væri hægt að sinna
þar veikum eða slösuðum sjómönnum. Það
þurfti að meta hvaða staðir kæmu best til
greina til að taka á móti sjúklingum, og meta
hvenær þyrfti að kalla út her, sjúkraflug eða
þyrlu,“ segir Kristín og nefnir að þá hafi komið
sér vel sú reynsla sem hún hafði eftir að hafa
unnið sem þyrlulæknir á Íslandi, ein fárra
kvenna sem því starfi hafa gegnt. Einnig hafði
Kristín á árum áður kennt í Stýrimannaskól-
anum og í Slysavarnaskóla sjómanna.
„Ég þekkti því vel þessa menningu. Þannig
að þegar skipin komu í land var ég fengin til að
fara um borð og græja skipin. Þetta var of-
boðslega skemmtilegt starf. Það var áberandi
hvað íslensku útgerðirnar hugsuðu vel um ör-
yggi og heilsu áhafnarmeðlima og ánægjulegt
að taka þátt í því.“
Franskan bjargaði mannslífi
Eitt sinn var Kristín send til Marokkó þar sem
hún átti að taka á móti slösuðum sjómanni og
fylgja honum í sjúkraflugi til Las Palmas þar
sem læknisþjónustan var mun betri en vænta
mætti þarna í Marokkó. Það átti eftir að verða
minnisstæð ferð.
„Ég var á leiðinni í skólann með strákana
þegar ég fékk símtal. Skipið var úti á miðunum
með meðvitundarlausan sjómann sem hafði
lent í slysi. Þetta hljómaði mjög illa og jafnvel
það illa að viðkomandi ætti varla möguleika á
að lifa. Mér fannst meiriháttar hvað útgerðin
var tilbúin til að gera allt til þess að bjarga
þessum manni og þegar svona stóð á var ekk-
ert til sparað,“ segir hún.
„Þessi sjómaður var með mikla höfuð- og
andlitsáverka og innvortis meiðsl meðal ann-
ars. Mér var sagt að fara af stað með flugvél
sem beið út á velli. Ég gat komið við á lækna-
stofu og kippt með einhverju smávegis en ann-
ars var ég ekki með neitt í höndunum. Síðan
átti að redda hjúkrunarfræðingi og læknabún-
aði, en við flugum af stað til Marokkó og það
„Lífið er svo hlykkjótt“
Kristín Sigurðardóttir hefur lifað spennandi og skemmtilegu lífi sem slysa- og bráðalæknir en
læknisfræðin heillaði hana upp úr skónum þegar hún fékk að fylgjast með stórri aðgerð sum-
arið eftir menntaskóla. Á lífsins leið hefur hún búið og starfað í Bretlandi og á Kanaríeyjum og
lent þar í ýmsum ævintýrum. Í dag fræðir hún fólk um streitu og seiglu en hana skortir sjálfa
ekki seigluna. Kristín þurfti að hætta að vinna sem sjúkrahúslæknir vegna veikinda af völdum
rakaskemmda en horfir björtum augum til framtíðar og er full af nýjum hugmyndum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Það komu alltaf fleiri og fleiriog þarna voru mikil öskur oglæti á arabísku. Ég neitaði að látaþau fá þennan meðvitundarlausa
mann. Að lokum náðu þeir í lækni
sem talaði frönsku. Þá allt í einu
braust fram franska.