Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Side 15
3.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 tekur fyrir meginöfl tilverunnar. Tökum Fjalla- Eyvind sem dæmi. Þar fórnar Halla sannleik- anum af því hún elskar Eyvind, hún fórnar góssi og gengi, fer á fjallið og meira að segja dóttur sinni fyrir ástina. Loks er það hungrið; þegar hún er hætt að elska en ekki hann þá er allt búið fyrir henni.“ Sveinn segir að fyrsta leikrit Jóhanns, Rung læknir, ætti að vera tiltækt og rata á fjalirnar í dag en það fjallar um vísindamann sem rann- sakar skæða veiru og notar sjálfan sig sem til- raunadýr. „Það á raunar við um öll leikrit Jóhanns, þau eiga ennþá erindi. Galdra-Loftur er stórkost- lega dramatískt verk, þar sem hann segir skilið við nietzsche-ismann. Í Lyga-Merði er Jóhann bundinn af Njálu, eins og gefur að skilja, en um leið umhverfi sínu í fyrri heimsstyrjöldinni.“ Fór allt frekar illa Að sögn Sveins var það öðru fremur styrjöldin sem kom í veg fyrir að Jóhann yrði á hvers manns diski. „Annars vegar vegna þess að Þýskaland var alltaf besti markaður íslenskra skálda og hins vegar vegna þess að heimurinn einfaldlega hrundi í stríðinu og með honum rómantíkin sem fylgdi Yeats og slíkum leik- skáldum en Jóhann var skyldari þeim en meg- inlandsskáldunum. Sú heimsmynd sem blasti við eftir fyrra stríð var öll í rúst og fyrir vikið voru ástir uppi í íslenskum fjöllum ekki það sem helst komst að hjá fólki. Upp var komin allt önnur samfélagsmynd.“ Jóhann var heldur ekki búinn að skjóta rótum í Danmörku og segir Sveinn það helgast af því að Kaupmannahöfn hafi ekki verið nein háborg lista á þessum árum, allra síst í leiklist. „Danir fylgdust illa með og Yeats og slíkir höfundar voru ekkert leiknir í dönskum leikhúsum. Fjalla-Eyvindur fékk að vísu fínar viðtökur og menn viðurkenndu að þarna væri komið leik- skáld sem stæði öðrum framar en því fer fjarri að Jóhanni hafi verið allir vegir færir eftir það. Þvert á móti fékk hann hroðalega dóma fyrir bæði Galdra-Loft og Lyga-Mörð í Danmörku; ég varð alveg furðulostinn þegar ég fór að skoða þetta. Svíar ætluðu til dæmis að leika Lyga- Mörð en hættu við það eftir þessa útreið. Þann- ig að þetta fór allt frekar illa. Segja má að það hafi verið ógæfa Jóhanns að vera í Danmörku, alveg eins og það var síðar ógæfa Kambans að vera í Þýskalandi.“ Mætti opna fleiri glugga Það breytir ekki því að Jóhann Sigurjónsson er eitt dýrmætasta ljóð- og leikskáld sem við Ís- lendingar höfum átt, að dómi Sveins, sem notar tækifærið til að minna íslensk leikhús á það sjónarmið. „Leikhúsin sinna ágætlega því sem verið er að skrifa í dag en hafa ekki sinnt arfinum eins vel. Það mætti að ósekju opna fleiri glugga í ís- lensku leikhúsi. Við eigum alla vega tíu leikrit sem eiga fullan rétt á því að vera leikin með reglulegu millibili. Rétt eins og Shakespeare. Annars er ég bjartsýnismaður í eðli mínu og hlakka alltaf til að fara í leikhús. En kannski er það með mig eins og aðra, maður man bara eftir bestu verkunum og þeim verstu. Allt þar á milli fellur í gleymskunnar dá.“ Nýir leikhússtjórar tóku nýverið til starfa, Magnús Geir Þórðarson í Þjóðleikhúsinu og Brynhildur Guðjónsdóttir í Borgarleikhúsinu, og Sveinn óskar þeim báðum allra heilla. „Þau eru bæði vel menntuð og metnaðarfull. Ég geri mér vonir um að þeim eigi eftir að farnast vel. Hvert stórt leikhús, til dæmis þjóðleikhús, þarf að hafa yfir að ráða sterkum leikhóp, fimm burðarleikurum á hverju aldursskeiði. Sömu- leiðis sterkri leikstjórnarforystu á heimavelli og þar þarf að gefa yngri kynslóðinni sín tæki- færi.“ Má ekki hitta konuna sína Við komum aftur að ástandinu í samfélaginu og raunar heiminum öllum. Sveinn viðurkennir að undanfarnir mánuðir hafi verið erfiðir, ekki síst fyrir þær sakir að eiginkona hans, Þóra Krist- jánsdóttir listfræðingur, dvelst á hjúkrunar- heimili og fyrir vikið hafa þau hjónin ekki mátt hittast í tvo mánuði. „Ég hef bara veifað henni á svölunum og svo tölum við auðvitað mikið saman í síma. En það er ekki eins og að hittast og vera saman. Nú horfir þetta hins vegar allt til bóta og ég hlakka til að hitta hana á mánu- daginn.“ Sveinn segir til fyrirmyndar hvernig við Ís- lendingar höfum tekist á við vágestinn og talar um að hjúkrunarfólkið handan við götuna hafi stórt hjarta. „Þjóðin á heiður skilið fyrir sam- stöðuna og þríeykið okkar hefur staðið sig framúrskarandi vel. Fyrir utan yfirvegunina og fagmennskuna þá tala þau mjög gott íslenskt mál; auðskilið og laust við lærdómsfrasa. Þau koma bara skilaboðunum áreynslulaust á fram- færi, ólíkt sumum sem virðast halda að hljóð- neminn komi þessu einn og sér skammlaust út úr sér fyrir þeirra hönd.“ Hann kímir. „Þetta er tími sem maður átti ekki von á að upplifa en maður hefur reynt að taka þessu af æðruleysi og skynsemi. Ég skrifa á hverjum einasta morgni og það heldur mér lifandi. Síðan er ég með símatíma og tala við fólk úti um allan heim; var til dæmis að tala við Gunnar Snorra sendiherra í Kína áðan. Maður finnur upp á öllu mögulegu. Þetta er til dæmis ekkert verri tími en hver annar til að leika sér með tungumálið. Hvað er þetta rú og stú, sem alltaf á að vera fullt af einhverju, eða hvað er til dæmis í kýr- hausnum?“ spyr hann óvænt. Tja, margt skrýtið. Leiðast svo morð Sveinn les líka mikið og þau Vigdís vinkona hans Finnbogadóttir hafa upp á síðkastið verið að lesa flest höfuðskáld okkar Íslendinga á 19. öldinni, menn eins og Grím Thomsen, Hannes Hafstein, Andrésdætur og Bjarna Thor- arensen og núna er Sveinn að lesa Stephan G. Síðan skiptast þau Vigdís á skoðunum. „Ég hef líka verið að reyna að lesa reyfara en er í svo- litlum vandræðum vegna þess að mér leiðast svo morð. Ég hef mest gaman af fagurbók- menntum og sagnfræði og þykir heimsstyrj- öldin síðari alltaf jafnspennandi.“ Ekki má heldur gleyma að hreyfa sig og Sveinn fer út að ganga á hverjum degi; brosir til allra en talar ekki við neinn. „Svo stunda ég sjónvarps- og útvarpsleikfimi til að bæta mér upp að ég kemst ekki í qi gong um þessar mundir, eins og ég geri venjulega þrisvar í viku.“ Svo eru það eldhúsverkin. „Ég réð mér kokk. Hann heitir Sveinn Einarsson,“ segir hann sposkur. „Það er verst að hann er stundum svo- lítið latur og svo nöldrar hann yfir því að vera alltaf að laga mat fyrir einn og sama manninn – sem kannski hrósar honum ekki nóg.“ Allt færir þetta Sveini ánægju og lífsfyllingu enda hefur hann aldrei skilið orðalagið að drepa tímann. „Mér þykir það fáránlegt.“ Afþreyingin liggur á hinn bóginn milli hluta. „Það er alltaf verið að skemmta manni en ég þarf ekkert sérstaklega á því að halda. Mér finnst alltaf gaman og hefur aldrei leiðst á æv- inni.“ Aftur auglýst á íslensku Eftir að hafa ferðast innanhúss í vor erum við Íslendingar hvattir til að ferðast innanlands í sumar. Reiknar Sveinn með að verða á faralds- fæti? „Ég veit ekkert skemmtilegra en að ferðast um og skoða Ísland og hef sem viðmið að koma við á alla vega einum nýjum stað í hverri ferð. Hvort ég fer eitthvað í sumar á eftir að koma í ljós, það veltur meðal annars á ástandinu í at- vinnulífinu og samfélaginu öllu en ég hlakka í öllu falli til þegar þeir fara að auglýsa Ísland aftur á íslensku.“ Líður nú að lokum samtalsins og við hæfi að ljúka því á skriftunum, sem eiga hug Sveins all- an. Fartölvan liggur á borðinu fyrir framan hann og bíður átekta eftir næstu lotu. „Hún hefur reynst mér vel þessi,“ segir hann. „Ég hef skrifað átján bækur án þess að kunna í raun nokkurn skapaðan hlut á hana.“ Hann hlær. Og enn er bók í smíðum. „Hún er um Sigurð Pétursson, okkar fyrsta leikskáld sem enginn þekkir en allir ættu að þekkja. Ég á ekki von á því að hún komi út á þessu ári enda liggur mér ekkert á – ég er ungur enn!“ „Tungumálið lýsir lífi þjóðar og þjóðin breytist. Við höfum ekki gert nóg til að halda við því sem hefur lífsmátt og mikilvægt er að allar menningarstofn- anir, þar á meðal Þjóðleikhúsið, leggist saman á árarnar,“ Sveinn Einarsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.