Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Qupperneq 17
andi haldið forsætisráðuneytinu í þingkosningum eft-
ir fall frú Thatcher. Eftir því sem leið á tíð hans
minnkaði traust á honum innan flokksins og þing-
meirihlutinn skrapp saman við hverjar aukakosn-
ingar. Tony Blair vann því glæsilegar kosningar
1997. Hann fékk 43% atkvæðanna og var einstaklega
heppinn að auki í skiptingu atkvæða á flokka í ein-
stökum kjördæmum svo hann kom með 418 þing-
menn til neðrideildar á móti aðeins 148 þingmönnum
Íhaldsflokks Major. Blair með 43% atkvæða var með
63% þingmannanna. Honum voru því allir vegir fær-
ir. Til samanburðar fékk Boris Johnson 43,6% at-
kvæða í kosningunum í desember sl. og 365 þing-
menn, eða 53 þingmönnum færri en Blair, og þótti
það þó mikill sigur. Blair vann þrennar kosningar í
röð en það hefur enginn annar leiðtogi flokks hans
gert.
Ólík gifta
Gordon Brown leiddi flokkinn í einum kosningum og
tapaði þeim.
Brown verður seint boðið sæti í félagi Íslandsvina
og framganga hans í kjölfar bankahrunsins á Vestur-
löndum var níðingsleg gagnvart Íslandi.
En honum var að öðru leyti ekki alls varnað.
Blair varð ungur forsætisráðherra og 53ja ára vildi
hann komast lengra og hann horfði til Evrópu. Hann
vildi verða eins konar forseti eða búrókratískur leið-
togi hennar. En til þess að eiga von í þann feita bita
varð hann að kasta pundinu fyrir evru og gera Eng-
landsbanka að ómerkilegu útibúi sem sendi Seðla-
bankanum í Frankfurt langar skýrslur sem lang-
menntaðir sérfræðingar væru hafðir í að lesa alls
ekki og hafa þann persónulega styrk að láta aldrei
nokkru sinni eins og þeir hefðu gert það.
Gordon Brown með sína sterku stöðu sem fjár-
málaráðherra og krónprins Verkamannaflokksins
náði að koma í veg fyrir að Blair tækist að farga
pundinu fyrir eigin frama.
Tony Blair varð því að setja framavonir í valdakerfi
veraldar aftur fyrir sig og taka til óspilltra málanna
við að „safna auði, með augun rauð, “eins og það var
orðað af langalangafa á Grund í Eyjafirði. Á því sviði
hefur Blair vegnað mjög vel og mun enn vera að
moka.
Corbyn sameinar B-in
En þótt grunnt hafi verið á því góða á milli Blair og
Brown seinustu árin vildu þeir báðir koma í veg fyrir
að Bretar færu úr ESB. Þeir grunuðu báðir Jeremy
Corbyn um græsku. Hann hafði oftar en nokkur
þingmaður Verkamannaflokksins greitt atkvæði í
þinginu gegn forsætisráðherra sínum og fjármála-
ráðherra hans. En það gerði þeim ekki mikið til, svo
yfirþyrmandi var meirihlutinn í þinginu.
En það sem meira var að Corbyn hafði lítt dulið
fjandskap sinn og fyrirlitningu í garð Brusselvalds-
ins. Sem flokksforingi gætti hann sín betur. En hans
raunverulega skoðun skein þó iðulega í gegn. Þegar
hann á lokaspretti formennsku sinnar þurfti að eiga
við Boris Johnson bjó hann til, að mestu þvingaður
þó, millileið í útgöngumálum. Nýtt þjóðaratkvæði
væri leiðin, en hann vildi þó ekki gefa upp hvaða út-
komu hann myndi mæla með við þá kosningu! Þessari
leið knúði hann flokkinn til að fylgja, en hún var æði
ósannfærandi og fann hvergi hald og var uppskrift að
ruglanda meðal kjósenda flokksins. Þetta útspil, með
öðru hiki, gaf fólki sem alla sína tíð (og í marga ætt-
liði) hafði kosið til vinstri nú afsökun fyrir því að kú-
venda í þessum kosningum og kjósa Íhaldsflokk Bor-
isar. Við það fuku til hans kjördæmi sem höfðu verið
trú Verkamannaflokknum frá stríðslokum, fyrir 75
árum og jafnvel lengur! Baráttan við að fá vilja kjós-
enda efndan hefur verið mjög á brekkuna. En hefði
Gordon Brown ekki tekist að koma í veg fyrir upp-
töku Breta á evru hefði hún sennilega verið óvinn-
anleg! Kannski var Gordon aðallega að setja grjót í
götu Blair en það kom svo sannarlega að góðu gagni.
Þrálátari veira en hin
Blair og Brown sáu að barátta þeirra fyrir því að
Bretar færu hvergi úr ESB væri nú sennilega komin
á endapunkt og beittu sér í framhaldinu fyrir því að
þar með lyki tíð Jeremy Corbyn. Það var svo sem
nokkuð sjálfgefið en þeir vildu báðir tryggja að í stól
formanns kæmi ekki aftur maður af sama sauðahúsi.
Óhjákvæmilegt væri að fá nú til forystu mann sem
eyrnamerkja mætti sem hófsaman vinstrimann og
sækja undir því flaggi inn á miðjuna á ný.
Jeremy Corbyn er ekki persónulega ógeðfelldur
stjórnmálamaður. En hann hafði, rétt eins og Banda-
ríkjamaðurinn Bernie Sanders, sem er um margt
áhugaverður, ungur fengið í sig illkynja pólitíska
veiru sem aldrei fór og ekkert beit á.
Eini kostur pólitísku veirunnar í núverandi mynd
er að hún er, öfugt við þá krýndu, ekki lengur smit-
andi, þótt sjúklingurinn hafi ekki læknast af áratuga
gömlu smiti. Það sem einna best bítur á hana er
reynslan og sagan, og þá bæði ný og gömul.
Það þarf mjög eitrað afbrigði af veiru og kannski
stökkbreytt til að lifa það af að standa frammi fyrir
sögunni og sjá hversu illa fer fyrir þeim þjóðum sem
hún leggst á eða nær of mikilli útbreiðslu hjá um
sinn.
Öfugt við kórónutýpuna leggst veiran, sem náði
þeim Corbyn og Sanders ungum, helst á nytsama
sakleysingja, og leikur þá marga grátt.
Þeir eru að auki ónæmir fyrir bólusetningu.
Morgunblaðið/Ásdís
3.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17