Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Qupperneq 19
Heimilið stækkar mjög mikiðef útisvæðið er þannighannað að það er eins og viðbót við stofuna. Til þess að þeim tilgangi sé náð þurfa útihúsgögnin að henta okkar lífsstíl og vera þægileg. Það þarf að fara vel um okkur og við verðum að geta látið eins og við séum í útlöndum þótt við séum heima. Ef þú elskar að liggja og lesa skaltu koma þér upp sólbekk. Það er hægt að fá ódýra sólbekki á mörgum stöðum í bænum og ekki verra ef hægt er að brjóta þá saman þannig að lítið fari fyrir þeim í vetrar- geymslu. Toppurinn á tilverunni er að vera með þægilegan útisófa. Á dögunum lenti HAVSTEN-línan í IKEA en hún inniheldur útisófa sem hægt er að púsla saman að vild. Hægt er að breyta honum úr hægindastól í tveggja sæta sófa, þriggja sæta eða hreinlega tíu sæta sófa ef þú hefur pláss í það. Sófinn er afar frábrugðinn öðrum þægilegum útisófum sem oft eru stórir og þungir en hann er gerður úr léttu duftlökkuðu stáli og er með mjúkum og þægilegum púðum sem þola bæði sterka sólargeisla og létt regn. „Ég vildi gera fjölhæfan sófa sem auðvelt er að færa til og útfæra á ýmsa vegu og ég vildi einnig að hann passaði í flatar pakkningar svo auð- velt væri að taka hann með sér heim úr versluninni,“ segir Andreas Fred- rikson, hönnuður HAVSTEN, sem færði honum hin virtu Red Dot- hönnunarverðlaun. Með HAVSTEN-sófann á þínu úti- svæði getur þú leikið þér að vild enda er hann hlutlaus grunnur sem þú getur bætt við og fært til eftir þörf- um. Svo geturðu bætt við mottu, flottri lýsingu eða útiborði og þá ertu komin/n með nýjan heim. Ef þú ert þessi týpa sem vill hafa allt gegnheilt þá er BOND- HOLMEN-línan frá IKEA mögu- lega eitthvað fyrir þig. Stólarnir eru hannaðir til að veita góðan stuðning og borðin eru nógu stór fyrir alla fjöl- skylduna. Viðurinn er vandaður og endingargóður og þola þessi hús- gögn margt. Þegar þú ert búin/n að ákveða hvaða stíl þú vilt hafa á þínu útisvæði er sniðugt að koma sér upp fylgi- hlutum sem búa til stemningu. Saumaðu púða til að hafa í úti- húsgögnunum, ræktaðu sumarblóm á svölunum (eða keyptu gerviblóm) og keyptu sólhlíf ef þú vilt ekki verða eins og gamalt útjaskað Chester- field-sófasett í framan eftir alla úti- veruna. Fallegir púðar á bekk gera það að verk- um að útisvæðið verður ekki dauft og goslaust. Þú getur keypt falleg efni og saumað púða eða keypt þá tilbúna. Færðu stof- una út í garð Á tímum sem þessum þar sem við sjáum fram á að verja sumrinu heima hjá okkur er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað við getum gert til þess að heimilið verði vistlegra og þá sérstaklega útisvæðið heima hjá okkur. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir ef þú vilt gera útisvæðið nokkrum prósentum meira heillandi. Marta María mm@mbl.is Hægt er að búa til magnaða stemningu með HAVSTEN-sófanum. 3.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19  Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.is AFSLÁTTUR 20%ALLIR SÓFAR Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 SÓFA DAGAR RIMINI 2,5 og 3ja sæta, meira á bls. 2 og 3 www.husgagnahollin.isS ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N AFSLÁTTUR 20%ALLIRSÓFAR SÓFADAGAR www.husgagnahollin.is F R Í HEIMSEND IN G V E F V E R S L U N

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.