Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2020 LESBÓK HJÚKK Eflaust hafa einhverjir átt erfiða viku og verið litlir í sér eftir að haft var eftir látúnsbarkanum og Ís- landsvininum David Coverdale á þessum vettvangi fyrir viku að hann gæti hugsað sér að leggja hljóðnemann á hilluna á næsta ári. Öll spjót stóðu raunar á kappanum eftir þau ummæli og í samtali við hlaðvarpið Appetite for Distortion í vikunni var hann beðinn að útskýra orð sín betur. Þá kom í ljós að hann hafði aðeins svarað spurningu í hálfkæringi og ætlaði að vera fyndinn. Hið rétta er að Coverdale er hvergi af baki dottinn og von- ast til að standa á sviði með sveit sinni, Whitesnake, vel fram yfir sjötugt en kappinn nær einmitt þeim aldri á næsta ári. „Það jafnast ekkert á við að standa fyrir framan þúsundir manna og heyra þá syngja með.“ Alls ekki að hætta Spéfuglinn David Coverdale. AFP SJÓNVARP Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur hafið gerð tólf nýrra þátta í hinni vinsælu Talking Heads-einleikjaseríu eftir Alan Bennett sem sló í gegn bæði 1988 og 1998. Annars veg- ar er um að ræða endurgerð á gömlum þáttum og hins vegar glænýja þætti sem Bennett skrif- aði á síðasta ári. Einleikirnir eru að mestu skrifaðir fyrir konur og munu sumar af vinsæl- ustu sjónvarpsleikkonum Breta leika í þeim, þeirra á meðal Jodie Comer, Sarah Lancashire, Lesley Manville og Kristin Scott Thomas. Verkefninu hefur verið vel tekið enda ekki sjálfgefið að hrinda slíku af stokkunum á óvissutímum. Jodie Comer er í Talking Heads- seríunni. AFP Ulrich situr ekki auðum höndum. Ágæt lexía FARALDUR Gömlu þrassbrýnin í Metallica eru með afkastamestu tónleikaböndum okkar tíma og skipuleggja sig að jafnaði langt fram í tímann. Lars Ulrich trommu- leikari ræddi þetta í samtali við streymisþáttinn Salesforce í Banda- ríkjunum á dögunum og þá óvenju- legu stöðu sem komin er upp vegna heimsfaraldursins. „Það er ágæt lexía fyrir fólk eins og okkur sem erum vön að hafa örugga stjórn á minnstu smáatriðum í okkar lífi að vera allt í einu í þeirri stöðu að hafa ekki hugmynd um hvernig restin af 2020 á eftir að verða,“ sagði Ulrich. Einnig kom fram að hann væri í góðu sambandi við félaga sína í bandinu, enda þótt þeir séu hver í sínu ríkinu, og aldrei að vita nema þeir fari að huga að efni fyrir nýja plötu, úr því öllum tónleikum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Félagarnir Billy Gibbons, DustyHill og Frank Beard náðuþeim merka áfanga á síðasta ári að hafa starfað saman í banda- rísku blúsrokksveitinni ZZ Top í hálfa öld. Það gerir þá að því bandi í rokksögunni sem lengst hefur starf- að saman í óbreyttri mynd, ef heim- ildir svíkja ekki. Alltént ef miðað er við bönd sem náð hafa frægð og frama á alþjóðavísu. Maður veit aldr- ei hvað leynist í bílskúrum og kjöll- urum þessa heims. Jafnvel kartöflu- geymslum. Aðeins Gibbons frá upphafi Ef við miðum við fyrstu útgefna plötu þá er ZZ Top líka það rokk- band sem lengst hefur starfað með upprunalegri liðskipan. Fyrsta plata þeirra félaga, sem heitir því frum- lega nafni ZZ Top’s First Album, kom út á því ágæta ári 1971. Ef við miðum hins vegar við allra fyrstu útgáfu bands þá dæmist ZZ Top úr leik en aðeins Gibbons kom að stofnun sveitarinnar árið 1969, ásamt bassaleikaranum og organist- anum Lanier Greig og trymblinum Dan Mitchell. Þannig skipuð gaf ZZ Top út sína fyrstu smáskífu, Salt Lick, sama ár. Eftir það hættu Greig og Mitchell og Billy Ethridge og Frank Beard komu í þeirra stað. Ethridge vildi ekki skuldbinda sig og það opnaði dyr fyrir Dusty Hill. ZZ Top. Menn verða ekkert mikið svalari en þetta. Frank Beard er þessi með mott- una. Dagsatt. ZZ Toppar allt í langlífi Ekkert rokkband hefur starfað lengur saman í óbreyttri mynd en ZZ Top, 51 ár, og eru hvergi nærri hættir. Liðskipan U2 hefur ekki breyst í 42 ár og allir á þeim bæ komu að stofnun bandsins. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is U2 lagði heiminn að fótum sér á níunda áratugnum og er enn í fullu fjöri. AFP Steven Tyler og Joe Perry úr Aerosmith í essinu sínu á Grammy-hátíðinni í janúar sl. AFP Höfuðin kveðja sér hljóðs á ný

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.