Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
Traustur fyrirtækjarekstur og öflug
nýsköpun kallar á samstarfsaðila
sem skilur þarfirnar.
Arion banki býður fyrirtækjum af
öllum stærðum og í öllum geirum
alhliða þjónustu með fagmennsku,
innsæi og þekkingu að leiðarljósi.
Hafðu samband á
fyrirtaeki@arionbanki.is, við
þjónustuver í síma 444 7000 eða
í netspjalli á arionbanki.is.
Búum í haginn
fyrir atvinnulíf
framtíðarinnar
arionbanki.is
EFNAHAGSÁRIÐ 2020
- STIKLAÐ Á STÓRU Á SÉRSTÆÐU ÁRI
28. FEBRÚAR 2020
Fyrsta tilvik COVID-19
greint á Íslandi. Daginn
áður hafði fyrsti blaða-
mannafundur sótt-
varnalæknis, landlæknis
og yfirlögregluþjóns
hjá almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra
farið fram og honum
streymt beint í sumum
fjölmiðlum landsins.
13. MARS 2020
Samkomur takmarkaðar á Íslandi í
fyrsta sinn vegna faraldursins. Þær
takmarkanir voru svo hertar 24. mars
21. MARS 2020
Fyrsti aðgerðapakki stjórn-
valda kynntur. Hann var
sagður 230 milljarða króna
virði og Bjarni Benedikts-
son, fjármála- og efna-
hagsráðherra, kallaði hann
„stærstu efnahagsaðgerðir
sögunnar“. Skömmu áður
var búið að samþykkja lög um hlutabætur en þær voru þó kostn-
aðarmetnar inn í þennan pakka. Á meðal annarra stórra aðgerða
voru að Seðlabankanum var veitt heimild til að veita ábyrgðir
fyrir lánum til fyrirtækja upp á tugi milljarða króna, frestun á
greiðslum opinberra gjalda var heimilum, gisináttaskattur var
afnumin, bankaskattur lækkaður, ferðagjöf kynnt til leiks, endur-
greiðsla á virðisaukaskatti hækkuð og samþykkt var að greiða út
barnabótaauka. Þá var fólki leyft að nota séreignarsparnað sinn
til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Pakkinn hefur enn sem
komið er kostað langt undir 230 milljörðum króna.
FEBRÚAR MARS
Blaðamannafundir eru þær samkomur sem mest hefur farið fyrir á árinu, þeir hafa verið
vinsælasta sjónvarpsefni ársins� Af mörgu er að taka í yfirferð á helstu aðgerðum en hér
er stiklað á stóru yfir þær aðgerðir sem hafa haft mest áhrif á efnahagslífið hér á landi�
12. MARS 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna,
setur á ferðabann milli Evrópu og
Bandaríkjanna. Í kjölfarið lokuðu mörg
ríki innan Schengen-samstarfsins
sínum landamærum, sem áður hafði
þótt óhugsandi. Evrópusambandið
tilkynnti svo,
þegar leið á
marsmánuð,
um ferða-
bann innan
Schengen -
ríkjanna.