Vísbending - 25.12.2020, Síða 6
PB V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
Gleðilega hátíð
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
j
l.
is
•
S
ÍA
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER
29. SEPTEMBER 2020
Fjórði aðgerðapakkinn kynntur: Samtök
atvinnulífsins hótuðu að segja upp Lífs-
kjarasamningunum. Verkalýðshreyfingin
sagði einboðið að forsendur samnings-
ins stæðust og forysta hennar sagðist
ekki trúa því að samstaða væri um það
á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð
á vinnumarkaði. Þessi staða endaði á
því að ríkisstjórnin sá sig knúna til að
höggva á hnútinn og bjóða fram nýjan
pakka. Hann var metinn á 25 milljarða
króna og innihélt átta aðgerðir. Þær voru
helst þær að tryggingagjald var lækkað
tímabundið, tekjufallsstyrkir voru kynntir
til leiks og framlög til nýsköpunarmála
voru aukin um fimm milljarða króna.
18. SEPTEMBER 2020
Skemmtistöðum og krám á höfuðborgar-
svæðinu var lokað tímabundið eftir að
upp komst um stór hópsmit sem tengd-
ust skemmtanalífinu. Smitin marka upp-
haf þriðju og stærstu bylgju faraldursins,
en skömmu seinna lét ríkisstjórnin loka
líkamsræktarstöðvum og sundlaugum
að tillögum sóttvarnarlæknis eftir því
sem fleiri greindust með veiruna.
1. OKTÓBER 2020
Fjárlög kynnt. Halli á rekstri ríkissjóðs í ár er áætl-
aður 269,2 milljarðar króna. Upphaflega gerðu fjár-
lögin ráð fyrir að halli næsta árs yrði 264,2 milljarðar
króna, en sú upphæð hefur nú hækkað upp í 320
milljarða króna. Til samanburðar má nefna að að
hall inn á rekstri rík is sjóðs árið 2008, þegar banka-
hrunið varð, nam 194 millj örðum króna.
3. DESEMBER 2020
Heilbrigðisráðuneytið
segist stefna að því að
hjarðónæmi myndist gegn
veirunni á fyrsta fjórðungi
næsta árs og að samið
yrði um kaup á nægilega
mörgum skömmtum til
að bólusetja 75 prósent
þjóðarinnar á næstu
dögum. Viku seinna
tilkynnti ráðuneytið að
fyrstu skammtarnir berist
til landsins um áramót.
20. NÓVEMBER 2020
Fimmti aðgerðapakkinn kynntur og sagt að hann
myndi kosta allt að 70 milljarða króna. Stóra viðbótin
þar voru svokallaðir viðspyrnustyrkir upp á allt
að 20 milljarða króna fyrir rekstaraðila sem höfðu
orðið fyrir allt að 60
prósent tekjufalli. Auk
þess var ákveðið að
hækka grunnatvinnu-
leysisbætur næsta árs
upp í 307.403 krónur
og greiða öryrkjum
aukaeingreiðslu.
9. NÓVEMBER 2020
Jákvæðar niðurstöður
fást úr fyrstu rann-
sóknarniðurstöðum
frá bóluefnaframleið-
endunum Pfizer og
BioNTech og hluta-
bréfaverð hækkar
víða um heim. Aukna
bjartsýni mátti einnig
gæta meðal fjárfesta hérlendis, en Úrvalsvísitala Kaup-
hallarinnar hækkaði um fimm prósent þennan dag.
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson
Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf�, Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík
Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn�is
Umbrot: Ágústa Kristín Bjarnadóttir
Prentun: Umslag ehf�
Öll réttindi áskil in� © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda�