Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 10

Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 10
10 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 var þá illa við það ráðið� Þannig að staðan til að takast á við þetta hefur að vissu leyti verið góð hér á landi, og þetta svigrúm er ekki uppurið en það er sagt með fyrirvara um að áform ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu ár eru enn til afgreiðslu� Sumir myndu segja að það væri aðeins búið að ganga lengra í peningamálum heldur en í ríkisfjármálum, en svo virðist eins og nú horfir að skuldahlutfall hins opinbera muni haldast undir hættumörkum þegar upp verður staðið�“ EKKI HÆGT AÐ STÝRA FARALDRINUM MEÐ TAKKA Sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið fyrir­ ferðamiklar í umræðunni á síðustu mánuðum� Þær hafa verið gagnrýndar af Samtökum ferðaþjónustunnar fyrir að reynast atvinnugreininni þungur biti og nýstofnaði þrýstihópurinn Út úr kófinu vill meina að þær gætu valdið meiri heildartjóni fyrir samfélagið til lengri tíma, ef allar afleiðingar þeirra eru teknar með í reikninginn� Að mati Más eiga sóttvarnir að byggja á þeirri megin­ reglu að skammtíma fórnirnar sem fylgja þeim séu minni en langtíma ávinningurinn þegar allt er talið með, þ�e� verndun lífs og heilsu og áhrif á efnahag og samfélags­ virkni� Þegar þetta er metið þarf að taka tillit til þess að reynslan sýnir að óheftur faraldur hefur einnig neikvæð áhrif á efnahagsumsvif� Eftir vinnu starfshópsins væri hann nokkuð sannfærður um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar uppfylli í stórum dráttum þessi skilyrði þó svo auðvitað megi sjá eftir á að sumt hefði mátt gera betur� „Það virðist sem sumir telji að það sé hægt að stjórna faraldrinum nokkuð nákvæmlega með einhverjum takka, að það sé hægt að finna einhvern punkt þar sem heil­ brigðiskerfið er nálægt þolmörkum, en ekki fara lengra� En þá gleymist að þetta er farsótt� Þetta er kvikt kerfi með ólínulegum samböndum og faraldurinn getur farið í skyndilegan veldisvöxt� Það er því auðvelt að missa tökin,“ bætir hann við� Til viðbótar bendir hann á að tækin sem við höfum til að stýra farsóttinni virka hvorki fullkomlega né að fullu fyrirsjáanlega þar sem sóttvarnir taka gildi og virka með töfum og breytilegt mannlegt atferli ræður miklu um árangur þeirra� „Þannig er þetta líkt sumu í hagstjórn, eins og stjórn peningamála� Þegar óvissan er mikil þá þarf að grípa til áhættustjórnunar� Þess vegna þarf að sigla undir þennan krítíska punkt� Ekki alveg við hann, heldur lægra og með einhverju áhættuálagi�“ Líkt og þegar Seðlabankinn reynir að koma böndum á verðbólgu sýnir reynslan að það er mikilvægt að bregð­ ast fljótt við, þar sem hætt er við að beita þurfi harðari aðgerðum síðar ef stjórnvöld missa tökin� „Ef þú ert alltaf að reyna að ná í skottið á faraldrinum er hætt við að aðgerðir séu til að byrja með of slakar til að ná honum niður� Þá dregst hann lengur og þú þarft að gera töluvert meira seinna, sem verður enn kostnaðarsamara�“ BER TRAUST TIL KERFISINS Aðspurður hvað honum finnist um aðgerðir Seðla­ bankans í kjölfar útbreiðslu veirunnar sagði hann það vera meginprinsipp að gamlir seðlabankastjórar kvæðu ekki upp nákvæma palladóma um þá sem á eftir koma� „Þegar ég var í bankanum þá var ég með fjölda manns til þess að að kafa ofan í þessi mál og var með allar nýjustu upplýsingar� Þeir sem þar eru inni hafa, að öðru óbreyttu, því náttúrulega mun betri sýn á þetta en aðrir� Samt voru það alltaf einhverjir spekingar úti í bæ sem töldu sig nú vita allt betur en ég kippti mér svo sem lítið upp við það auk þess sem nauðsynlegt er að gefa því gaum hvort í gagnrýni felist gagnlegar ábendingar�“ Einnig bætir hann við að hann beri mikið traust til þess kerfis sem byggt hefur verið upp á síðustu árum varðandi ákvarðanir á sviði peningamála, fjármálastöðugleika og fjármálaeftirlits� Það gangi út á nefndir sem taka ákvarð­ anir á einstökum sviðum eftir gagnasöfnun og fundahald� „Þeir fundir eru alltaf mjög vel undirbúnir af starfsfólki með gögnum og greiningu� Það eru teknir stundum tveir dagar til að velta öllum steinum� Svo þarf að rökstyðja ákvörðunina� Ég hef trú á þessu ferli og mér sýnist það hafi í stórum dráttum virkað vel�“ STJÓRNMÁLAMENN EIGA AÐ VERA Í FREMSTU VÍGLÍNU VIÐ ÞESSAR AÐ STÆÐUR Már segir þessa kreppu eðlisólíka þeirri sem skall á fyrir tólf árum� Seðlabankar geti stutt við með peningastefnu sinni og með því að vinna gegn hnökrum í fjármálastarfsemi, en þar sem fólki og fyrirtækjum væru settar skorður með sóttvarnaaðgerðum þetta skiptið virkuðu bein útgjöld ríkisins eða jafnvel beinar greiðslur til fólks betur� „Peningastefnan mun virka betur þegar takmörkunum hefur verið lyft� Þá munu vextirnir hafa meiri áhrif, sérstak­ lega á fjárfestingu, sem er dempuð um þessar mundir vegna alls konar óvissu� Þá gætu seðlabankarnir hugsanlega farið í fremstu víglínu� Í þessu ástandi, hins vegar, eiga ríkisfjár­ málin og stjórnmálamennirnir að vera í fyrstu víglínu�“ Heimsbúskapurinn í þessari kreppu býr að því sem gerst hefur á síðustu tólf árum, bæði beinum afleiðingum af síðustu kreppu og aðgerðum sem ráðist hefur verið í til að styrkja viðnámsþrótt fjármálageirans� „Fjármálakreppan sjálf eyddi í stórum stíl efnahagsreikningum sem voru ósjálf­ bærir� Einnig hvarf alls konar ójafnvægi hjá okkur, til dæmis gjaldmiðlaójafnvægi í efnahagsreikningum heimilanna, vegna þess að það var ekki hægt að fá lán í erlendri mynt� Svo komu til viðbótar allar þær aðgerðir sem ráðist var í eins og meiri kröfur um magn og gæði eigin fjár auk nýrra reglna um laust fé og fjármögnun fjármálafyrirtækja� Þessi kreppa kom ekki innan úr fjármálakerfinu og hefur ekkert að gera með fjármálalegt regluverk en það hefur sýnt sig að þessar aðgerðir hafa hjálpað verulega til að fjármálakerfið sé nú fremur hluti af lausninni en vandamálinu�“ ÓTTAÐIST AFTURHVARF TIL ÓSTÖÐUG LEIKA Þessar aðgerðir, auk margra annarra, voru innleiddar á hans vakt sem seðlabankastjóri, þótt bankinn hafi ekki verið einn að verki� Aðgerðirnar voru svo umfangsmiklar að það mætti segja að á embættistíð hans hafi nýtt fjár­ málakerfi orðið til hér á landi� Hvernig finnst honum sjálfum hafa tekist til?

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.