Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Síða 14

Vísbending - 25.12.2020, Síða 14
14 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 „ÞÚ ERT Á MUTE“ Verða þetta orðin sem við munum tengja við árið 2020 eða verða það „fordæmalausir tímar“ og „erfiðar aðstæður í efnahagslífinu“ sem koma upp í hugann þegar fram líða stundir? Þegar við veltum fyrir okkur hvernig árið 2020 var, árið sem margir vildu helst að hefði liðið hraðar og vilja gleyma sem fyrst, þá eru líka jákvæðir hlutir sem koma í ljós� Árið hefur verið ár aðlögunar fyrir einstaklinga og fyrir fyrirtæki og aðlögunarhæfni er mun meiri en við þorðum að vona� Stöðugt hefur þurft að aðlaga sig að þeim takmörkunum sem í gildi hafa verið hverju sinni og fyrir mörg fyrirtæki hefur rekstrarumhverfið einnig verið mjög erfitt� Verkefnin hafa verið mörg og krefjandi sem fyrirtækin hafa þurft að glíma við og stjórnendur standa einnig frammi fyrir nýjum veruleika sem snýr ekki bara að erfiðu efnahagsá­ standi heldur eru einkenni vinnustaða gjörbreytt frá því sem áður var� BREYTT STJÓRNUN Fjarvinna og fjarfundir eru komin til að vera� Ekkert eitt módel er til sem segir hversu mikla fjarvinnu á að leyfa eða ekki leyfa, heldur mun hver og einn vinnustaður þurfa að finna sinn takt og aðlaga breytt vinnufyrirkomulag að sinni menningu� Fyrir flesta íslenska stjórnendur þá er þetta nýr veruleiki og það er áskorun að hafa ekki fólkið sitt hjá sér í raunheimum og eiga meirihluta samskipta í gegnum samskipta­ eða fundarkerfi� Samskiptamynstrið hefur breyst og það mun verða einhver tími þar til það verður jafnt skilvirkt og samskiptamynstrið í raunheimum� Dýnamíkin á fjarfundum er ekki sú sama og í fundarher­ bergjum í raunheimum og eflaust kannast einhverjir við það af fjarfundum að vera búnir að tala í einhvern tíma þangað til þeir heyra loksins „það heyrist ekki í þér, þú ert á mute“� Þrátt fyrir að fjarfundir séu almennt mjög skilvirkir þá henta þeir ekki í öll málefni� Til að mynda er yfirleitt auðveldara að eiga samskipti í raunheimum þegar kemur að ýmsum starfsmannamálum� Það eru dæmi um það að starfsmenn sem voru að hefja störf á nýjum stað á árinu hafa ekki hitt neina samstarfsmenn í raunheimum og móttaka nýrra starfsmanna er eitthvað sem hefur þurft að aðlaga mjög hratt að breyttum aðstæðum� Það er fjár­ festing að ráða nýja starfsmenn og með breyttu vinnufyr­ irkomulagi er mun erfiðara fyrir þá að mynda tengsl við samstarfsmenn� Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð fylgni sé milli frammistöðu starfsmanns og þess að eiga góðan vin í vinnunni� Eins er helgun þeirra starfsmanna sem eiga góðan vin í vinnunni meiri� Því er mikilvægt að finna leiðir til að starfsmenn tengist og finna lausn á því hvernig við getum fengið starfsmenn til að taka „spjallið við kaffivélina“ í umhverfi þar sem allir eru með sína eigin kaffivél� Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnandans er að hjálpa starfsmönnunum sínum að vaxa� Til að hægt sé að sinna því hlutverki er mikilvægt að hlusta en það er ekki eins skilvirkt í gegnum skjáinn� 7­38­55 reglan er regla sem lýsir því hvernig við komum tilfinningum til skila í sam­ skiptum og reglan hjálpar okkur að skilja af hverju það er ekki eins skilvirkt að eiga samskipti í gegnum skjá� Reglan segir okkur að 7% tilfinninga sé miðlað með töluðu orði, 38% með raddblæ og 55% prósent með líkamstjáningu� Það er því mun erfiðara að lesa í líðan fólks og meiri líkur á því að stjórnendur taki ekki eftir einhverju merkjum frá starfsmönnum sem þeir tækju eftir í raunheimum� Það er því mikilvægt að byrja að nota fleiri leiðir til styðja við fólkið sitt heldur en samtöl í gegnum skjá� Þessar ofantaldar áskoranir eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu áskorunum sem stjórnendur standa frammi fyrir gagnvart starfsmönnum og ljóst er að enn frekari breytingar munu eiga sér stað� Það er mikilvægt fyrir alla stjórnendur að hafa traust starfsmanna sinna og það hefur ekki breyst að það eykur traust að hafa skýra stefnu og GRÉTA MARÍA GRÉTARSDÓTTIR verkfræðingur

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.