Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 15
PBV Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
sýn� Því er mikilvægt að líta einnig á þær áskoranir sem
snúa að rekstri fyrirtækja og hvernig eigi að tækla þær þegar
efnahagsaðstæður eru erfiðar�
Flest fyrirtæki hafa á þessu ári þurft að aðlaga sig að
sífelldum breytingum á takmörkunum vegna sóttvarna
aðgerða� Það hefur gert það að verkum að stöðugt þarf að
vera að bregðast við� Jákvæð afleiðing af þessu er að hjá
mörgum fyrirtækjum er ákvörðunartaka orðin hraðari�
Ekki er bara ákvörðunartakan orðin hraðari heldur hefur
upplýsingaflæði til starfsmanna aukist til að framkvæmdin
sé hröð� Þannig eru oft fleiri starfsmenn en áður vel upp
lýstir um ákvarðanir sem teknar eru til að auka líkur á því
að þær séu rétt útfærðar�
ALGENGU MISTÖKIN
Það eru ekki allir stjórnendur sem telja það réttan tíma
punkt í erfiðu ástandi að endurskoða stefnuna� Það er
þó einmitt á þeim tímapunkti þegar rekstrarumhverfið
er krefjandi að endurskoða þarf stefnu og framtíðarsýn
því umhverfið er að breytast og oft á meiri hraða en áður�
Algeng mistök hjá stjórnendum er að gleyma sér í amstri
dagsins þannig að allur fókus og orka fer á verkefni sem eru
sífellt að koma upp og verður að „leysa strax“� Stjórnendur
verða því oft of seinir að átta sig á breytingum í umhverfinu
og hvaða áhrif þær hafa á fyrirtækið� Þeir greina þar af
leiðandi ekki hver áhrifin verða á reksturinn til framtíðar�
Það að styrkja stoðir tekjumódelsins og sjá tækifæri í
erfiðu efnahagsástandi er erfitt� Því er stefnumótun og
framtíðarsýn sett til hliðar eða því frestað að taka stórar
ákvarðanir� Fyrirtækið fer í varnarstöðu og reynt er að
halda í óbreytt ástand með því að lækka kostnað og öll
áhersla er á kostnaðarstrúktúr fyrirtækisins� Oft á tíðum
er það nauðsynlegt en líka er það oft auðvelda leiðin� Það
er auðvelt að hætta við verkefni sem ekki eru byrjuð að
skapa tekjur en á sama tíma eru þetta verkefni sem geta
skilið á milli þess hvort fyrirtækið lifi eða ekki í framtíð
inni� Mikilvægt er að greina vel þær ákvarðanir sem snúa
að þróun sem enn er ekki tekjuskapandi en styður við
framtíðarvöxt� Það getur haft afdrifarík áhrif að hægja á eða
hætta við eitthvað ef til dæmis samkeppnisaðilinn heldur
áfram þróun� Mun samkeppnisaðilinn þá hafa forskot sem
verður erfitt að brúa þegar ástandið batnar?
TILBÚIN Í UPPSVEIFLUNA
Ástandið mun nefnilega batna og þá er eins gott að vera
vel undirbúin með skýra stefnu og framtíðarsýn� Mikilvægt
er að átta sig á hvernig þær breytingar sem hafa orðið og
þær sem munu verða hafi áhrif á viðskiptamódel fyrirtæk
isins� Hvaða breytingar eru komnar til að vera og hvernig
ætlar fyrirtækið að bregðast við? Þetta er mikilvægt fyrir
stjórnendur að vera með á hreinu og gera aðlaganir á við
skiptamódelinu þar sem við á� Hvernig verður séð til þess
að fyrirtækið sé fljótt að skala upp aftur? Hvaða tækifæri eru
í ástandinu og hvernig ætlum á að nýta þau? Stjórnendur
eru misjafnir eins og þeir eru margir� Sumir eru fæddir
leiðtogar og eiga auðvelt með að gera aðlaganir á stefn
unni og koma henni til skila� Það er nefnilega lykilatriði í
erfiðu ástandi að sýna starfsmönnum fram á að það sé ljós
við enda ganganna, stefnan er skýr, nýta á tækifærin sem
ástandið hefur haft í för með sér til að gera betur og aðlaga
viðskiptamódelið� Þá er betra að vera með stjórnanda sem
er ekki á „mute“ því með skýrri framtíðarsýn fær starfsfólk
þá trú sem þarf til að koma því í gegnum erfið tímabilið
því það treystir því að stjórnandinn leiði það í rétta átt�
Áskoranir stjórnenda þegar efnahagsástandið er erfitt
eru því fjölmargar og krefjandi en á sama tíma þá eru þær
einnig lærdómsríkar� Þegar fram líða stundir þá munu
stjórnendur horfa til ársins 2020, sem ársins þar sem þeir
lærðu mikið� Öfluðu sér nýrrar þekkingar og reynslu sem
jók hæfni þeirra� Líta þarf á verkefnin sem tækifæri til að
þróast og verða öflugri stjórnendur með fleiri verkfæri í
kistunni og þá verða þeir betur undirbúnir til að tækla
næstu niðursveiflu� Niðursveiflan mun koma, það er bara
spurning hvernig og hvenær hún verður�
Ljósmynd: Bára Huld Beck