Vísbending - 25.12.2020, Síða 17
17V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
í kjölfar spænsku veikinnar hafa leitt í ljós að aukning
dauðsfalla sem hlutfalls af fólksfjölda um 10% hafi valdið
23% hækkun launa� Þannig hafi 4 prósent af saman
lagðri hækkun launa frá 1914 til 1919 stafað af auknum
dauðföllum vegna farsóttarinnar�3 Rannsóknir hafa einnig
fundið jákvætt samband á milli tíðni dauðsfalla í hverju
ríki Bandaríkjanna og vaxtar framleiðslu og tekna á mann
frá 1921 til 1930�4 Eitt dauðsfall á hverja þúsund íbúa
skýrði 0,2% meiri hagvöxt á ári hverju næsta áratuginn�
Tengslin eru enn sterkari ef dauðsföll fólks á vinnufærum
aldri voru notuð í stað dauðsfalla innan allra aldurshópa�5,6
Ein nýleg rannsókn kannaði efnahagslegar afleiðingar
farsótta aftur til 14� aldar�7 Niðurstaðan var sú að far
sóttum sem valda a�m�k� 100 þúsund dauðsföllum fylgi
tímabil hækkandi launa sem geti varað í áratugi� Sú mann
skæðasta var svarti dauði (75100 milljónir), þá spænska
veikin og síðan Asíuflensan 195758� Launahækkanir
verða vegna mannfellis og/eða vegna þess að sparnaður og í
kjölfarið fjárfesting eykst sem veldur því að fjármagnsstofn
inn verður meiri á hvern vinnandi mann og framleiðni
vinnuafls meiri� Niðurstöðurnar sýndu að drepsóttir hafi
lækkað raunvexti í 3040 ár en kaupmáttur launa hækki�
Þriðji áratugur 20� aldar var mikill uppgangstími í flestum
ríkjum, einkum í Bandaríkjunum� Norðurlöndin voru ekki
þátttakendur í fyrri heimsstyrjöldinni en fóru ekki varhluta
af spænsku veikinni� Í Svíþjóð létust um 37 þúsund manns
og 18 þúsund í Danmörku� Myndin hér til hliðar sýnir
vísitölu VLF á mann� Sjá má að VLF á mann fellur aðeins
3 Sjá Manfred Garrett (2006).
4 Sjá Braunerd og Siegler (2003). Þeir leiðréttu fyrir áhrif tekna á mann í upphafi tímabilsins, hlutdeild landbúnaðar í vinnuafli og fjölda innflytjenda.
5 Hluti af ástæðunni fyrir þessum hagvexti stafar af því að gjaldþrota fyrirtækja voru fleiri í þeim fylkjum sem höfðu fleiri dauðsföll. Þess vegna varð
meiri samdráttur þar á meðan á farsóttinni stóð og því meiri hagvöxtur í kjölfarið.
6 Rannsóknir á áhrifum svarta dauða, sem olli dauða um 25% af íbúum Vesturlanda, virtust í fyrstu benda til þess að laun hefðu hækkað á 14. öld en
síðari rannsóknir drógu þessar niðurstöður í efa (sjá til. Hirshleifer, 1987).
7 Jordá, Singh og Taylor, 2020.
8 Sjá Almond, 2006.
9 Skv. Barro of fleiri (2020) og Johns Hopkins University, COVID-19 Map - Johns Hopkins Coronavirus Resource Center (jhu.edu).
10 Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands, Vísindavefurinn: Hvað var spánska veikin? (visindavefur.is).
árið 1918 en síðan fylgir
myndarlegur hagvöxtur
áratugina tvo á eftir�
Þótt hagkerfin hafi náð
sér fljótt á strik þá lék
spænska veikin einstak
linga grátt� Alls létust um
40 milljónir manna í sam
tals 48 ríkjum (skv� mati
Barro, Ursúa, og Weng,
2020) og hún hafði var
anleg heilsufarsleg áhrif á
aðra� Ein rannsókn sýndi
fram á að einstaklingar
sem voru í móðurkviði á
meðan á farsóttinni stóð
urðu fyrir skaðlegum
áhrifum�8 Þeir árgangar
sem voru rétt ófæddir á
meðan faraldurinn gekk
yfir í Bandaríkjunum
hættu að meðaltali fyrr í skóla, tíðni bæklunar var hærri
og tekjur síðar á ævinni lægri� Börn mæðra sem sýktust
voru 15% minna líkleg til þess að ljúka námi í fram
haldsskóla og laun karla sem áttu mæður sem sýktust
af spænsku veikinni meðan á meðgöngu stóð höfðu að
meðaltali 59 prósent lægri laun�
Spænska veikin felldi m�a� einn frægasta félagsfræðing
sögunnar, Max Weber og listmálarann Gustav Klimt�
Aðrir sýktust en náðu aftur heilsu, svo sem Walt Dis
ney, Mahatma Gandhi, Lloyd George forsætisráðherra
Breta, Franklin Roosevelt og listmálarinn Edvard Munch�
Woodrow Wilson, forseti Bandaríkjanna smitaðist af
spænsku veikinni og sagt er að hann hafi ekki verið heill
heilsu þegar Versalasamningarnir voru gerðir árið 1919,
ef til vill með alvarlegum afleiðingum fyrir frið í Evrópu�
ÞÁ OG NÚ
Færri dauðsföll hafa fylgt COVID19 veikinni en spænsku
veikinni� Þá létust um 40 milljónir manna en hingað
til hafa dauðsföll verið rúmlega 1,5 milljónir í heimin
um�9 Dauðsföll eru einnig fá á Íslandi í samanburði við
spænsku veikina en samkvæmt Vísindavefnum létust 484
Íslendingar af mannfjölda sem var 91�368 í upphafi árs
1918�10 Til samanburðar var mannfjöldi í upphafi árs
2020 364�134� Ef dánartíðnin væri sú sama og í spænsku
veikinni myndu um 1930 manns látast í stað þeirra 28
sem hafa látist í ár� Einnig lagðist spænska veikin meira
á ungt fólk (1544 ára) í samanburði við COVID19�
Heimild: Jorda-Schularick-Taylor Macrohistory database.
6,500
6,000
5,500
5,000
4,500
4,000
3,500
3,000
2,500
VLF á mann
(vísitala)
Ár
14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38
Danmörk
Svíþjóð
MYND 1 VERG LANDSFRAMLEIÐSLA Á MANN Í DANMÖRKU OG SVÍÞJÓÐ
(vísitala, 2005=100)