Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Síða 20

Vísbending - 25.12.2020, Síða 20
20 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 SPÆNSKA VEIKIN OG NÚTÍMINN Verið varkár! Aldrei í gervallri mannkyns­sögunni hefur farsótt gengið af svo mörgu fólki dauðu á svo skömmum tíma sem spænska veikin gerði á árunum 1918 og 1919� Svarti dauði var að sönnu mannskæðari en hann hafði margir aldir til að vinna sitt verk� Spænska veikin var inflúensa, veirufaldur sem kostaði að minnsta kosti 50 milljónir mannslífa um heim allan, hugsanlega tölu­ vert fleiri, jafnvel allt að 100 milljónum� Árið 1918 var fólksfjöldi í heiminum um 1�8 milljarður, nú nálgast mannfjöldinn óðfluga átta milljarða� Langflest fórnarlömb spænsku veikinnar létust á tímbil­ inu frá því í september og fram í desember 1918� Þá gekk önnur bylgja faraldursins, hin eiginlega spænska veiki eins og oft er sagt� Líkt og títt er um veirufaraldra gekk spænska veikin yfir í bylgjum, þremur að því er oftast er talið – vor og sumar 1918, haust 1918 og fyrri hluta árs 1919� Sumir fræðimenn telja reyndar að inflú­ ensufaraldurinn á fyrri hluta árs 1919 hafi í raun verið eftirhreytur af haustbylgju spænsku veikinnar 1918, þriðja bylgjan svo riðið yfir ári síðar, 1920� Enn aðrir tala um væga fjórðu bylgju árið 1920, jafnvel að veikin hafi á árinu 1921 gengið á svæðum sem höfðu fram til þess sloppið� Veirufaraldurinn sem þjóðir heims kljást við nú hefur af skiljanlegum ástæðum beint sjónum fólks að spænsku veikinni� Og enn er fólk á lífi sem man hörmungarnar fyrir rúmlega einni öld, til dæmis Spánverjinn José Ameal Peña sem í mars á þessu ári fylgdist áhyggjufullur með því hvernig Covid­19 læsti klóm sínum um Spánverja� Hann var fjögurra ára þegar spænska veikin geisaði í þorpinu hans og sagði frá því hvernig kirkjuklukkurnar hringdu án afláts� „Verið varkár,“ sagði hann, „ég vil ekki sjá það sama endurtaka sig� Það kostaði svo mörg mannslíf�“ En fyrst Spánverji er hér nefndur til sögunnar er rétt að minna á að spænska veikin var alls ekki spænsk heldur bandarísk að ætt og uppruna, kom fyrst upp í herbúðum Bandaríkjahers í Funston í Kansas­ríki, ekki langt austur af Kansas­borg, snemma í marsmánuði árið 1918� Fleiri einstaklingar en Spánverjinn José Ameal Peña brúa bilið á milli spænsku veikinnar og Covid­19� Í Bret­ landi var 108 ára gömul kona sem mundi vel hvernig flestir í fjölskyldu hennar veiktust 1918� Systir hennar dó en sjálf náði hún sér, lést svo úr Covid­19� Og vestur í Bolungarvík veiktist Helga Guðmundsdóttir af Covid­19, orðin 103 ára gömul, en hristi veikindin af sér� SÓTTVARNIR Dánartíðni á Íslandi í spænsku veikinni var svipuð og annars staðar á Norðurlöndum og í öðrum nágrannaríkjum, um eða rétt innan við sex af hverjum þúsund íbúum� Samtals létust hátt í 600 Íslendingar af völdum veikinnar� Haustbylgjan barst fyrst til landsins með skipum frá Danmörku, Englandi og Bandaríkjunum skömmu eftir miðjan október og langflest dauðsföll urðu í nóvember­ mánuði� Veikin lék Reykvíkinga afar grátt, einnig íbúa á öðrum þéttbýlisstöðum sunnan­ og vestanlands og víða til sveita� En á Austur­ og Norðurlandi og víðar á landinu tókst fólki að verjast veikinni� Ef til vill eru sóttvarnir hér á landi árið 1918 sá partur af sögu spænsku veikinnar haustið og veturinn 1918 sem nútímafólk getur dregið mestan lærdóm af� Þegar haust­ bylgjan barst til landsins voru í fyrstu engar ráðstafanir gerðar til að hefta útbreiðslu inflúensunnar, skipafarþegar frá útlöndum ekki settir í sóttkví né ferðir fólks takmark­ aðar á nokkurn hátt� Því barst sóttin eins og eldur í sinu út frá Reykjavík til nærliggjandi byggða� Þáverandi landlæknir, Guðmundur Björnson, hélt því statt og stöðugt fram að haustbylgjan væri sama veikin og gengið hafði hér á landi um sumarið, til lítils væri að hindra útbreiðslu veiki „sem fyrir væri á staðnum,“ eins og hann komst að orði� GUNNAR ÞÓR BJARNASON sagnfræðingur

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.